Innlent

Utankjörfundarkosning nauðsyn

Svokölluð Þjóðarhreyfing - viðbragðshópur sérfræðinga - telur nauðsynlegt að boðið verði upp á utankjörfundarkosningu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um fjölmiðlalögin. Ekki eru sérstök ákvæði í stjórnarskrá Íslands um utankjörfundaratkvæðagreiðslur en Þjóðarhreyfingin bendir á að mannréttindaákvæði Sameinuðu þjóðanna kveði á um jafnan kosningarétt allra borgara, einnig þeirra sem ekki komist á kjörstað. Í umsögn Þjóðarhreyfingarinnar er eindregið varað við því að sett verði nokkurs konar þátttökulágmark í kosningunni og sagt er að söguleg rök, siðferðisrök, lýðræðisrök og mannréttindi mæli gegn því að krafist verði aukins meirihluta. Þjóðarhreyfingin kynnti umsögn sína nú síðdegis en forsvarsmenn hennar eru: Jónatan Þórmundsson, Ólafur Hannibalsson, Kristrún Heimisdóttir, Margrét Heinreksdóttir, Þorvaldur Gylfason og Örn Bárður Jónsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×