Ráðherrar á faraldsfæti 23. júní 2004 00:01 Níu af tólf ráðherrum ríkisstjórnarinnar eru erlendis eða á leið til útlanda fyrir helgina. Ráðherrar fara auðvitað í sín sumarfrí einsog aðrir landsmenn en óvenju margir eru fjarverandi þessa dagana. Sumir eru í fríi og aðrir á fundum víða um heim en að segja má að ráðherravaldið hafi safnast á heldur fáar hendur. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, er á landinu en heldur til Istanbúl á laugardag á fund Atlantshafsbandalagsins. Hann verður því farinn af landi brott þegar þjóðin gengur að kjörborðinu og kýs forseta lýðveldisins. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, er í Genf en fer svo beint til Istanbúl á fund með Davíð og öðrum leiðtogum NATO. Venja er að Halldór Ásgrímsson gegni starfi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar en þegar hann er einnig fjarverandi má ætla að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, taki þann starfa að sér. Þetta verður ekki ákveðið fyrr en á föstudag. Geir er raunar einnig erlendis, þar sem hann tók þátt í fundi í Lettlandi, en hann er væntanlegur heim á morgun. Þriðji ráðherra Sjálfstæðismanna á faraldsfæti er Sturla Böðvarsson sem er á Grænlandi í opinberum erindagjörðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur verið í Portúgal að undanförnu en kom heim í nótt. Hún gerir þó stuttan stans þar sem hún flýgur til Óslóar á morgun á ráðherrafund. Aðrir ráðherrar sjálfstæðismanna eru reyndar hér á landi, þeir Björn Bjarnason og Árni Mathiesen. Árni hefur gengt stöðum Geirs, Sturlu og Þorgerðar í þeirra fjarveru. Allir ráðherrar Framsóknarflokksins eru erlendis nema einn. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur verið á Mallorca en fer þaðan til Lúxemborgar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er á ráðherrafundi í Ungverjalandi, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er í Kanada, og Árni Magnússon er í sumarfríi í útlöndum en í félagsmálaráðuneytinu fékkst ekki uppgefið hvar hann dvelur. Árni er á heimleið en heldur aftur utan í opinberum erindagjörðum á laugardag. Þá er aðeins Siv Friðleifsdóttir eftir en umhverfisráðherra hefur gegnt ráðuneytum allra ráðherra Framsóknarflokksins, nema formannsins Halldórs Ásgrímssonar því Davíð Oddsson er nú starfandi utanríkisráðherra - eða þar til hann fer utan um helgina. Þá verður Valgerður Sverrisdóttir komin heim og tekur við utanríkismálunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Níu af tólf ráðherrum ríkisstjórnarinnar eru erlendis eða á leið til útlanda fyrir helgina. Ráðherrar fara auðvitað í sín sumarfrí einsog aðrir landsmenn en óvenju margir eru fjarverandi þessa dagana. Sumir eru í fríi og aðrir á fundum víða um heim en að segja má að ráðherravaldið hafi safnast á heldur fáar hendur. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, er á landinu en heldur til Istanbúl á laugardag á fund Atlantshafsbandalagsins. Hann verður því farinn af landi brott þegar þjóðin gengur að kjörborðinu og kýs forseta lýðveldisins. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, er í Genf en fer svo beint til Istanbúl á fund með Davíð og öðrum leiðtogum NATO. Venja er að Halldór Ásgrímsson gegni starfi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar en þegar hann er einnig fjarverandi má ætla að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, taki þann starfa að sér. Þetta verður ekki ákveðið fyrr en á föstudag. Geir er raunar einnig erlendis, þar sem hann tók þátt í fundi í Lettlandi, en hann er væntanlegur heim á morgun. Þriðji ráðherra Sjálfstæðismanna á faraldsfæti er Sturla Böðvarsson sem er á Grænlandi í opinberum erindagjörðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur verið í Portúgal að undanförnu en kom heim í nótt. Hún gerir þó stuttan stans þar sem hún flýgur til Óslóar á morgun á ráðherrafund. Aðrir ráðherrar sjálfstæðismanna eru reyndar hér á landi, þeir Björn Bjarnason og Árni Mathiesen. Árni hefur gengt stöðum Geirs, Sturlu og Þorgerðar í þeirra fjarveru. Allir ráðherrar Framsóknarflokksins eru erlendis nema einn. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur verið á Mallorca en fer þaðan til Lúxemborgar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er á ráðherrafundi í Ungverjalandi, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er í Kanada, og Árni Magnússon er í sumarfríi í útlöndum en í félagsmálaráðuneytinu fékkst ekki uppgefið hvar hann dvelur. Árni er á heimleið en heldur aftur utan í opinberum erindagjörðum á laugardag. Þá er aðeins Siv Friðleifsdóttir eftir en umhverfisráðherra hefur gegnt ráðuneytum allra ráðherra Framsóknarflokksins, nema formannsins Halldórs Ásgrímssonar því Davíð Oddsson er nú starfandi utanríkisráðherra - eða þar til hann fer utan um helgina. Þá verður Valgerður Sverrisdóttir komin heim og tekur við utanríkismálunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira