Afstaðan í auðu seðlunum 17. júní 2004 00:01 Við fyrstu sýn stefna forsetakosningarnar um næstu helgi ekki í að verða spennandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups myndi Ólafur Ragnar hljóta 71,4 prósent atkvæða ef gengið væri til kosninga í dag, miðað við alla sem tóku afstöðu. Baldur Ágústsson hlyti 7,9 prósent atkvæða en Ástþór Magnússon 0,6%. Tuttugu prósent kjósenda myndu ekki styðja neinn frambjóðendanna. Könnun Gallups fór fram dagana 2. - 15. júní og náði til 1.230 manns en svarhlutfall var 65 prósent. Um 86 prósent sögðu það mjög eða frekar líklegt að þeir kjósi í forsetakosningunum. Þátttaka í forsetakosningum á Íslandi hefur ávallt verið mikil, 82-92,2 prósent, nema í fyrra skiptið sem einhver bauð sig fram gegn sitjandi forseta, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988. Þá var kosningaþátttakan aðeins 72,8 prósent, en Vigdís vann yfirburðasigur og hlaut 90,5 prósent gildra atkvæða en Sigrún 5,2 prósent. Auð og ógild atkvæði voru 4,3 prósent. Ef miðað er við alla sem voru á kjörskrá, jafnvel þá sem ekki mættu á kjörstað, hlaut Vigdís 81,9 prósent atkvæða svo sigur hennar hlýtur að teljast afgerandi hvernig sem á það er litið. Auðir og ógildir seðlar hafa aldrei verið fleiri en þeir voru í kosningunum 1988, í öðrum kosningum voru þeir 0,4-3,1 prósent. Það vekur því athygli hversu mikil kjörsókn mælist í könnun Gallups, en leiða má líkum að því að atburðarás undanfarinna vikna eigi sinn þátt í að kjörsókn verði meiri en 1988. Kannanir benda til þess að sigur Ólafs Ragnars sé í höfn, en það verða í raun auðir seðlar sem segja til hver staða Ólafs Ragnars er. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Ólafur Ragnar verði að fá að minnsta kosti jafn góða kosningu og Vigdís hlaut árið 1988; annað hljóti að vera vantraustsyfirlýsing til forsetans sem sameiningartákns. Á hinn bóginn ef litið er til þess að Ólafur hafi breytt eðli forsetaembættisins síðastliðnar vikur og gert það pólitískt megi líta á þetta sem góðan sigur. Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðingur telur að fari kosningarnar á þá leið sem Gallup spáir séu það góð úrslit fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. "Með sigri sem þessum fengi Ólafur Ragnar 60 prósent allra sem eru á kjörskrá og það verður ekki séð öðruvísi en sem mjög glæsilegur sigur." Hann segir hins vegar að auðu og ógildu atkvæðin geti orðið mælikvarði á afstöðu fólks og ef fjöldi þeirra eykst verulega sé það áhyggjuefni fyrir forsetann. "Ef margir mæta á kjörstað til að skila auðum seðli er greinilega tekin afstaða á móti forsetanum og það yrði óneitanlega mjög slæmt fyrir hann ef auðum seðlum myndi fjölga verulega miðað við kosningarnar 1988." Það stefnir því í spennandi kosningar næstkomandi laugardag, hvort sem úrslitin kunna að vera ráðin eða ekki. Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Við fyrstu sýn stefna forsetakosningarnar um næstu helgi ekki í að verða spennandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups myndi Ólafur Ragnar hljóta 71,4 prósent atkvæða ef gengið væri til kosninga í dag, miðað við alla sem tóku afstöðu. Baldur Ágústsson hlyti 7,9 prósent atkvæða en Ástþór Magnússon 0,6%. Tuttugu prósent kjósenda myndu ekki styðja neinn frambjóðendanna. Könnun Gallups fór fram dagana 2. - 15. júní og náði til 1.230 manns en svarhlutfall var 65 prósent. Um 86 prósent sögðu það mjög eða frekar líklegt að þeir kjósi í forsetakosningunum. Þátttaka í forsetakosningum á Íslandi hefur ávallt verið mikil, 82-92,2 prósent, nema í fyrra skiptið sem einhver bauð sig fram gegn sitjandi forseta, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988. Þá var kosningaþátttakan aðeins 72,8 prósent, en Vigdís vann yfirburðasigur og hlaut 90,5 prósent gildra atkvæða en Sigrún 5,2 prósent. Auð og ógild atkvæði voru 4,3 prósent. Ef miðað er við alla sem voru á kjörskrá, jafnvel þá sem ekki mættu á kjörstað, hlaut Vigdís 81,9 prósent atkvæða svo sigur hennar hlýtur að teljast afgerandi hvernig sem á það er litið. Auðir og ógildir seðlar hafa aldrei verið fleiri en þeir voru í kosningunum 1988, í öðrum kosningum voru þeir 0,4-3,1 prósent. Það vekur því athygli hversu mikil kjörsókn mælist í könnun Gallups, en leiða má líkum að því að atburðarás undanfarinna vikna eigi sinn þátt í að kjörsókn verði meiri en 1988. Kannanir benda til þess að sigur Ólafs Ragnars sé í höfn, en það verða í raun auðir seðlar sem segja til hver staða Ólafs Ragnars er. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Ólafur Ragnar verði að fá að minnsta kosti jafn góða kosningu og Vigdís hlaut árið 1988; annað hljóti að vera vantraustsyfirlýsing til forsetans sem sameiningartákns. Á hinn bóginn ef litið er til þess að Ólafur hafi breytt eðli forsetaembættisins síðastliðnar vikur og gert það pólitískt megi líta á þetta sem góðan sigur. Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðingur telur að fari kosningarnar á þá leið sem Gallup spáir séu það góð úrslit fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. "Með sigri sem þessum fengi Ólafur Ragnar 60 prósent allra sem eru á kjörskrá og það verður ekki séð öðruvísi en sem mjög glæsilegur sigur." Hann segir hins vegar að auðu og ógildu atkvæðin geti orðið mælikvarði á afstöðu fólks og ef fjöldi þeirra eykst verulega sé það áhyggjuefni fyrir forsetann. "Ef margir mæta á kjörstað til að skila auðum seðli er greinilega tekin afstaða á móti forsetanum og það yrði óneitanlega mjög slæmt fyrir hann ef auðum seðlum myndi fjölga verulega miðað við kosningarnar 1988." Það stefnir því í spennandi kosningar næstkomandi laugardag, hvort sem úrslitin kunna að vera ráðin eða ekki.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira