Hraða þarf endurskoðun útvarpslaga 13. júní 2004 00:01 Guðmundur Magnússon Álitsgerð umboðsmanns Alþingis um fréttavef Ríkisútvarpsins er rökrétt þegar tillit er tekið til þess lagagrundvallar sem starfsemi stofnunarinnar er reist á. Löggjafinn ætlar Ríkisútvarpinu eingöngu að annast útvarpsstarfsemi, það er að reka hljóðvarp og sjónvarp, en hvorki að halda úti blöðum, tímaritum, netmiðlum eða starfsemi af öðru tagi. Þá gera útvarpslög ekki ráð fyrir að stofnunin afli tekna með sölu auglýsinga á netinu.En um leið og þetta er viðurkennt verður að segjast að með þessu er Ríkisútvarpinu sniðinn þrengri stakkur en eðlilegt er um fjölmiðil. Tækninni fleygir fram og óskir og kröfur neytenda breytast ört. Fjölmiðlar verða að geta lagað sig að nýrri tækni og breyttum tíðaranda ef þeir eiga ekki að daga uppi. Netið er að vera mikilvægasti vettvangur fjölmiðlunar nútímans og miðlar sem ekki taka tillit til þeirrar staðreyndar munu eiga erfitt uppdráttar.Málið er þó ekki svo einfalt að nú þurfi einfaldlega að breyta lítillega orðalagi útvarpslaga og leyfa stofnuninni hömlulausa starfrækslu netmiðils. Ágreiningurinn um netmiðilinn ruv.is er aðeins ein birtingarmynd þess ósættis og skoðanamunar sem ríkir í þjóðfélaginu og á vettvangi fjölmiðlanna, sérstaklega um hlutverk og fjármögnun Ríkisútvarpsins. Þau mál hafa verið í brennidepli um nokkurt skeið og mögnuðust í tengslum við hin ólánlegu fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar.Væri Ríkisútvarpið ekki starfandi í dag er óhugsandi að nokkrum dytti í hug að vilja stofna það, a.m.k. ekki í núverandi mynd. En hefðin og sagan, sem um margt er glæsileg, hefur skapað stofnuninni svo öflugan stuðning meðal þjóðarinnar að ekki er í alvöru rætt um að leggja hana niður, þótt það væri helst í anda nútímasjónarmiða um frjálsa fjölmiðlun og mörk ríkisafskipta og einkarekstrar. Þess vegna er umræðan bundin við að finna leiðir til að láta Ríkisútvarpið starfa og njóta sín innan um sjálfstæða fjölmiðla einkaaðila - án þess að ríkisreksturinn skekki samkeppnina á markaðnum og geri öðrum miðlum lífið erfitt.Niðurstaða umboðsmanns er árétting um nauðsyn þess að taka útvarpslög í heild til endurskoðunar og marka framtíðarstefnu. Það yrði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra til mikils álitsauka ef henni tækist að koma þessu þjóðþrifamáli í þann farveg sem víðtæk sátt gæti skapast um. Það þarf að skapa frið um Ríkisútvarpið en slíkur friður getur ekki orðið meðan samkeppnisaðilar telja að lögbundin forréttindi stofnunarinnar komi í veg fyrir að þeir vaxi og dafni með eðlilegum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Guðmundur Magnússon Álitsgerð umboðsmanns Alþingis um fréttavef Ríkisútvarpsins er rökrétt þegar tillit er tekið til þess lagagrundvallar sem starfsemi stofnunarinnar er reist á. Löggjafinn ætlar Ríkisútvarpinu eingöngu að annast útvarpsstarfsemi, það er að reka hljóðvarp og sjónvarp, en hvorki að halda úti blöðum, tímaritum, netmiðlum eða starfsemi af öðru tagi. Þá gera útvarpslög ekki ráð fyrir að stofnunin afli tekna með sölu auglýsinga á netinu.En um leið og þetta er viðurkennt verður að segjast að með þessu er Ríkisútvarpinu sniðinn þrengri stakkur en eðlilegt er um fjölmiðil. Tækninni fleygir fram og óskir og kröfur neytenda breytast ört. Fjölmiðlar verða að geta lagað sig að nýrri tækni og breyttum tíðaranda ef þeir eiga ekki að daga uppi. Netið er að vera mikilvægasti vettvangur fjölmiðlunar nútímans og miðlar sem ekki taka tillit til þeirrar staðreyndar munu eiga erfitt uppdráttar.Málið er þó ekki svo einfalt að nú þurfi einfaldlega að breyta lítillega orðalagi útvarpslaga og leyfa stofnuninni hömlulausa starfrækslu netmiðils. Ágreiningurinn um netmiðilinn ruv.is er aðeins ein birtingarmynd þess ósættis og skoðanamunar sem ríkir í þjóðfélaginu og á vettvangi fjölmiðlanna, sérstaklega um hlutverk og fjármögnun Ríkisútvarpsins. Þau mál hafa verið í brennidepli um nokkurt skeið og mögnuðust í tengslum við hin ólánlegu fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar.Væri Ríkisútvarpið ekki starfandi í dag er óhugsandi að nokkrum dytti í hug að vilja stofna það, a.m.k. ekki í núverandi mynd. En hefðin og sagan, sem um margt er glæsileg, hefur skapað stofnuninni svo öflugan stuðning meðal þjóðarinnar að ekki er í alvöru rætt um að leggja hana niður, þótt það væri helst í anda nútímasjónarmiða um frjálsa fjölmiðlun og mörk ríkisafskipta og einkarekstrar. Þess vegna er umræðan bundin við að finna leiðir til að láta Ríkisútvarpið starfa og njóta sín innan um sjálfstæða fjölmiðla einkaaðila - án þess að ríkisreksturinn skekki samkeppnina á markaðnum og geri öðrum miðlum lífið erfitt.Niðurstaða umboðsmanns er árétting um nauðsyn þess að taka útvarpslög í heild til endurskoðunar og marka framtíðarstefnu. Það yrði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra til mikils álitsauka ef henni tækist að koma þessu þjóðþrifamáli í þann farveg sem víðtæk sátt gæti skapast um. Það þarf að skapa frið um Ríkisútvarpið en slíkur friður getur ekki orðið meðan samkeppnisaðilar telja að lögbundin forréttindi stofnunarinnar komi í veg fyrir að þeir vaxi og dafni með eðlilegum hætti.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun