Viðskipti

Páll í Toyota er látinn

Páll Breiðdal Samúelsson, fyrrverandi forstjóri Toyota, er látinn. Páll, sem ávallt var kenndur við Toyota var 94 ára að aldri þegar hann skildi við en síðustu árin dvaldi hann að hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka þar sem hann andaðist.

Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Two Birds og Aur­bjargar

Ásdís Arna Gottskálksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Two Birds ehf. sem er rekstraraðili Aurbjorg.is. Hún kemur til Two Birds frá Abler þar sem hún starfaði sem fjármála - og rekstrarstjóri og bar meðal annars ábyrgð á fjármálum, áætlunum og daglegum rekstri félagsins.

Viðskipti innlent

Sahara tók gull og silfur

Markaðs- og auglýsingastofan Sahara hlaut verðlaunin Global Digital Excellence Awards 2023 í tveimur flokkum á dögunum. Gull fyrir herferðina „Keeping London Warm Since 2022“ sem stofan gerði fyrir 66°Norður og silfur fyrir herferðina „Life's Too Short“ sem gerð var fyrir Blue Car Rental.

Viðskipti innlent

Skrúfa niður í djamminu á Prikinu

Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug.

Viðskipti innlent

Kaup Sýnar á Já frágengin

Sýn hefur gengið frá kaupum á Eignarhaldsfélaginu Njálu, sem er móðurfélag Já hf. Áður hafði Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf. og Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn.

Viðskipti innlent

Segja upp allt að fjór­tán þúsund manns

Finnska fjar­skipta­fyrir­tækið Nokia hyggst segja upp á milli níu þúsund til fjór­tán þúsund starfs­manna fyrir lok árs 2026. Er um að ræða að­halds­að­gerðir. Um er að ræða rúmlega sextán prósent af heildarfjölda starfsfólks.

Viðskipti erlent

Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins

Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund.

Viðskipti innlent

Festi hækkar af­komu­spá um hundruð milljóna

Samkvæmt drögum að uppgjöri þriðja ársfjórðungs 2023 nemur hagnaður Festi, fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta á fjórðungnum 3,9 milljörðum króna samanborið við 3,1 milljarð króna árið áður, sem er aukning um 0,8 milljarða króna milli ára.

Viðskipti innlent

Breytingar í stjórn­enda­t­eymi TM

Fríða Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðsmála og sölu hjá TM. Þá hefur Garðar Þ. Guðgeirsson verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnu og áhættu og mun Kjartan Vilhjálmson taka sæti í framkvæmdastjórn yfir lögfræðiþjónustu og vöruþróun hjá félaginu.

Viðskipti innlent

Musk íhugar að loka á X í Evrópu

Auðjöfurinn Elon Musk er sagður hugleiða að loka samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í Evrópu. Ástæðan er sögð vera sú að hann vilji forðast það að þurfa að fylgja reglugerðum Evrópusambandsins.

Viðskipti erlent