Viðskipti

Gervi­greind Amazon reyndist þúsund Ind­verjar

Verslunarrisinn Amazon hefur ákveðið að hætta notkun tæknilausnar í verslunum sínum, sem gerði viðskiptavinum kleift að taka hluti úr hillunum og einfaldlega labba út. Lausnin er sögð byggð á vinnu um eitt þúsund indverskra láglaunaverkamanna í stað gervigreindar.

Viðskipti erlent

Lækkar óverðtryggða en hækkar verðtryggða

Arion banki hefur breytt inn- og útlánavöxtum bankans frá og með deginum í dag. Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 8,95 prósent og verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,25 prósentustig og verða 4,04 prósent.

Viðskipti innlent

Vildi aftur einn lækka vexti

Svo virðist sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sé á öndverðum meiði við aðra meðlimi peningastefnunefndar. Annan fund nefndarinnar í röð var hann sá eini sem greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum.

Viðskipti innlent

Hættir eftir sau­tján ára starf

Kristinn Albertsson fjármálastjóri Samskipa samstæðunnar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júlí næstkomandi. Hann hefur starfað hjá Samskipum í rúm sautján ár og á þeim tíma að mestu verið staðsettur í Rotterdam.

Viðskipti innlent

Leið eins og stjórnanda geim­skips

Það voru blendnar tilfinningar sem bærðumst um í brjósti blaðamanns þegar hann labbaði léttstígur að húsakynnum Toyota á Íslandi við Kauptún í Garðabæ fyrir viku síðan. Smá fiðringur í maganum en líka örlítið stress.

Samstarf

At­hafna­leysi Katrínar geti skaðað hags­muni lands­manna

VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi.

Neytendur

Wow lifir enn góðu lífi í undraheimi Roosevelt Edwards

Michele Roosevelt Edwards sendi páskakveðju frá Wow Air til fylgjenda sinna á LinkedIn í ár eins og hún hefur gert síðustu fjögur ár. Hún endurnýtir eldgamlar myndir og auglýsingar með kveðjunum. Þar að auki virðist hún hafa víkkað starfsemina út í veðreiðar með Wow Equine Services.

Viðskipti erlent

Auka sæta­fram­boð til Ís­lands með breið­þotum

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hyggst auka sætaframboð í flugferðum sínum frá New York til Íslands og notar nú Boeing 767 breiðþotu á leiðinni í stað Boeing 757. Fyrsta þota flugfélagsins þetta árið kom til Keflavíkur frá New York í morgun. Þetta er þrettánda árið sem Delta flýgur milli Íslands og Bandaríkjanna.

Viðskipti innlent

Hvað er opið um páskana?

Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag.

Neytendur

Rússar flytja inn elds­neyti eftir drónaárásir

Ráðamenn í Rússlandi eru sagðir hafa flutt inn eldsneyti frá Belarús í þessum mánuði, vegna samdráttar í framleiðslu. Úkraínumenn hafa gert drónaárásir á þó nokkrar olíuvinnslustöðvar í Rússlandi á undanförnum vikum en útflutningur á eldsneyti var bannaður í upphafi mánaðarins.

Viðskipti erlent