Viðskipti innlent

Landa milljarða samningi í Kína

Kínverski efnaframleiðandinn Henan Shuncheng Group hefur samið við íslenska tækniþróunarfyrirtækið Carbon Recycling International um að hanna verksmiðju byggða á tækni CRI til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru í Kína.

Viðskipti innlent

Flest bendir til mjúkrar lendingar

Dósent í hagfræði segir Íslendinga nú geta beitt peningastefnunni meira í líkingu við önnur lönd til þess að milda niðursveiflu hagkerfisins. Hingað til hafi hagsveiflur endað með gengisfalli og verðbólgu.

Viðskipti innlent

Bankinn tók ekki þátt þrátt fyrir lægra gengi

Landsbankinn, þriðji stærsti hluthafi Stoða, tók ekki þátt í nýafstaðinni hlutafjáraukningu fjárfestingafélagsins þrátt fyrir að hluthöfum hafi gefist kostur á því að skrá sig fyrir nýju hlutafé á gengi sem var um 25 prósentum lægra en áætlað bókfært virði félagsins.

Viðskipti innlent

Pendúllinn sveiflast of langt í aðra áttina

Ragnhildur Geirsdóttir segir tímabært að endurskoða hömlur á samstarfi fjármálafyrirtækja um innviði. Samkeppnisforskot felist í miðlægum kerfum þar sem þau séu illframkvæmanleg í stærri ríkjum. Rétt að fá fleiri fjárfesta að RB.

Viðskipti innlent

Með tveggja prósenta hlut í Kviku

Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur bætt við sig í Kviku banka með kaupum á ríflega 0,8 prósenta hlut í fjárfestingarbankanum fyrir um 170 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Síminn vísar ásökunum um sérhagsmunagæslu á bug 

Forsvarsmenn Símans vísa á bug ásökunum um að tillaga fjarskiptafélagsins til að útvíkka lagafrumvarp um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svörtum ljósleiðara – sé í þeim eina tilgangi að bæta hag félagsins á kostnað annarra.

Viðskipti innlent

Launin orðin fullhá miðað við aðstæður

Reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi, sem kveða á um að kaupauki starfsmanna fjármálafyrirtækja megi að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum þeirra, hafa stuðlað að því að grunnlaun í bankakerfinu eru orðin fullhá miðað við rekstrarforsendur.

Viðskipti innlent