Viðskipti innlent

Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl

Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021.

Viðskipti innlent

Sektar Mentor um 3,5 milljónir vegna öryggis­brestsins

Persónuvernd hefur lagt 3,5 milljóna króna stjórnvaldssekt InfoMentor ehf. vegna öryggisbrests sem átti sér stað í vefkerfinu Mentor í febrúar 2019. Vegna veikleika í kerfinu gátu tveir aðilar, einn á Íslandi og annar í Svíþjóð, nálgast kennitölur og myndir, svokallaða avatars, samtals 424 barna án þess að hafa til þess heimild.

Viðskipti innlent

Birgitta Líf endurreisir B5

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, hefur tekið við lyklunum að Bankastræti 5, þar sem hún er að opna nýjan skemmtistað þegar veiran leyfir. Um er að ræða endurreistan B5, en sá skemmtistaður lagði upp laupana á síðasta ári í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

Viðskipti innlent

Sam­herji segir sekt DNB-bankans ekki tengjast við­skiptum sínum

Samherji segist enga aðild eiga að máli norska fjármálaeftirlitsins gagnvart DNB-bankanum, sem í dag var sektaður um 400 milljónir norskra króna, eða um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. Þá segist Samherji engar upplýsingar hafa um þessa sektarákvörðun umfram það sem birst hefur opinberlega.

Viðskipti innlent

Fyrsta á­ætlunar­flugið til Tenerife í morgun

Fyrsta áætlunarflug Icelandair til Tenerife lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum í morgun. Flogið verður einu sinni í viku til Tenerife í maí en gert er ráð fyrir að fljúga tvisvar til þrisvar í viku þegar áhrif kórónuveirufaraldursins dvína.

Viðskipti innlent

Flugfélögin sem boða komu sína í sumar

Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi.

Viðskipti innlent

Gjaldeyrissölu vegna faraldursins hætt

Seðlabanki Íslands ætlar að hætt reglubundinni sölu á gjaldeyri á mánudaginn en salan hófst í september vegna áhrif kórónuveirufaraldursins á innlendan gjaldeyrismarkað. Bankinn hefur selt 453 milljónir evra, jafnvirði 71,2 milljarða króna frá 14. september.

Viðskipti innlent

Inn­flutningur á smokkum tók stökk í sam­komu­banni

Ríflega sex tonn af smokkum voru flutt inn til landsins árið 2020 og jókst magnið um 29,4% frá árinu á undan þegar innflutningur nam 4,6 tonnum. Miðað við að nettóþyngd hefðbundinnar Durex verju sé um 16,7 grömm má áætla að um 360 þúsund smokkar hafi verið innfluttir á síðasta ári.

Viðskipti innlent

Hagnaður Origo dregst saman

Hagnaður Origo nam 163 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst saman um 61,6% frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam 425 milljónum króna. Tekjur drógust saman um 2,4% milli fjórðunga og nam sala á vöru og þjónustu 4,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Viðskipti innlent

Tap Icelandair tæpir fjórir milljarðar á fyrsta ársfjórðungi

Heildartekjur Icelandair drógust saman um 73 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og námu 7,3 milljörðum króna. Lækkun tekna er helst rakin til heimsfaraldurs covid-19 sem hélt áfram að hafa gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins en sætaframboð dróst saman um 92 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Vegna áframhaldandi óvissu í ljósi heimsfaraldursins mun félagið ekki gefa út afkomuspá fyrir árið 2021.

Viðskipti innlent

Getur tekið heilt ár að fá „hillupláss“ í Vínbúðinni

Ríkisvaldið þarf að rífa sig upp úr skotgröfum og laga regluverkið til að liðka fyrir innlendum bjórframleiðendum og brugghúsum. Þetta segir Ásmundur Sveinsson, eigandi KORS-heildsölu og Session Craft bar. Hann segir það geta tekið bjórframleiðendur allt upp í eitt ár að koma vörum sínum að hjá Vínbúðinni.

Viðskipti innlent

Sala Elko jókst um 25 prósent milli ára

Festi hagnaðist um 289 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 53 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1,5 milljarður króna samanborið við 1,0 milljarð á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem jafngildir 47,5% hækkun milli ára.

Viðskipti innlent