Viðskipti innlent

Fast­eigna­mat hækkar um 7,4 prósent á árinu

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,4 prósent á árinu og verður 10.340 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár, fyrir árið 2022. Þetta er töluvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 2,1 prósent á landinu öllu.

Viðskipti innlent

Gylfi Þór fjárfestir í glænýjum bát

Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður hefur ásamt fjölskyldu sinni fjárfest í glænýjum bát, Huldu GK 17, sem smíðuð var í Hafnarfirði í bátasmiðjunni Trefjum. Báturinn er allur hinn glæsilegasti, um 29,5 brúttótonn, tæpir tólf metrar á lengd og er breiðasti bátur í öllu krókaaflamarkskerfinu.

Viðskipti innlent

Perla kveður Landsbankann

Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Áhættustýringar Landsbankans, hefur sagt starfi sínu hjá bankanum lausu og hefur látið af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar.

Viðskipti innlent

Grænt ljós komið á norska yfirtöku Nóa Síríus

Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kaupa Orkla ASA á 80% eignarhlut í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi hf. Greint var frá því í byrjun mánaðar að norski matvælarisinn hafi komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé félagsins en fyrir átti Orkla 20% hlut í sælgætisframleiðandanum.

Viðskipti innlent

Breki tekur við samskiptasviði OR

Breki Logason hefur tekið við sem forstöðumaður Samskipta- og samfélagssviðs Orkuveitu Reykjavíkur. Hlutverk þess er að sjá um samskipta- og markaðsmál OR og dótturfyrirtækjanna Veitum, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarans og Carbfix.

Viðskipti innlent