Viðskipti erlent

Bjórsala minni vegna átaka

Sala á Carlsberg hefur minnkað að undanförnu vegna minni neyslu á bjór í Rússlandi og Úkraínu. Í afkomutilkynningu frá Carlsberg, sem BBC vísar til, segir að neysla á bjór í Rússlandi hafi minnkað um 6-7% vegna óhagstæðra efnahagsaðstæðna og neysla í Úkraínu um 10% vegna átakanna í Austur-Evrópu.

Viðskipti erlent

Vonbrigði í Færeyjum

Vottur af kolvetnum var staðfestur en ekki í vinnanlegu magni, segir í tilkynningu Jarðfeingis, orkustofnunar Færeyja í dag, um nýjustu olíuborun við eyjarnar.

Viðskipti erlent