Veður

Lægðir sem hring­snúast um landið

Búast má við að norðaustlæg átt verði ríkjandi á landinu í dag og víða dálítil rigning. Í kvöld hvessir talsvert á Vestfjörðum og reikna má með slyddu til fjalla þar um slóðir.

Veður

Hægt vaxandi suð­austan­átt með hlýnandi veðri

Landsmenn mega reikna með hægt vaxandi suðaustanátt með hlýnandi veðri þar sem muni fari að rigna sunnan- og vestanlands. Allhvass eða hvass vindur þar seinnipartinn, en mun hægari fyrir norðan og austan og þurrt norðaustantil fram á kvöld.

Veður

Bætir aftur í vind í kvöld og stormur víða á morgun

Mildur loftmassi hefur nú náð yfir landið eftir hina hvössu austanátt sem herjaði á landann í gær. Búast má við austan strekkingi með rigningu, en undantekningin á þeirri stöðu eru Vestfirðir, þar sem útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi og svalara veðri. Verður úrkoman þar því væntanlega slyddukennd.

Veður

Vara við hvassviðri og stormi á morgun

Búast má við hvassviðri eða stormi víða á landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum.

Veður

Rigning í öllum lands­hlutum og smá vind­strengur

Skil koma að suðvesturhorni landsins núna í morgunsárið og er byrjað að rigna úr þeim á Reykjanesskaganum. Skilin fara norðaustur yfir landið í dag og því má búast við rigningu í öllum landshlutum, en þó ekki fyrr en seinnipartinn á Norðausturlandi.

Veður

Spá miklu hvassviðri víða um land á morgun

Veðurstofan spáir austan strekkingi við suðurströndina í dag, tíu til fimmtán metrum á sekúndu, en annars hægari vindi. Víða verður léttskýjað um vestanvert landið, en skýjað og sums staðar smáskúrir eða él austanlands.

Veður

Norð­læg átt og rigning með köflum fyrir norðan

Veðurstofan spáir norðlægum áttum í dag, tíu til átján metrum á sekúndu og rigning með köflum eða súld fyrir norðan, en þurrt að kalla sunnan heiða. Heldur hvassara verður við fjöll norðvestanlands og á Suðausturlandi.

Veður

Norðan­áttin alls­ráðandi á næstunni

Spáð er norðaustan strekkingi eða allhvössum vindi, tíu til átján metrum, fyrripart dags og víða rigningu í dag. Hvassast verður í vindstrengjum á vestanverðu landinu. Hins vegar dregur úr vindi síðdegis og rofar þá til sunnanlands.

Veður

Lægðin ekki dauð úr öllum æðum

Lægðin sem olli illviðrinu í gær er nú stödd við Snæfellsnes, en hefur grynnst mikið. Lægðin er þó ekki dauð úr öllum æðum og í dag veldur hún sunnan- og suðvestan strekkingi á landinu með skúrum eða slydduéljum.

Veður

Hvöss norðan­átt með slyddu eða snjó­komu fylgir krappri lægð

Kröpp lægð þokast nú til vesturs fyrir norðan land og fylgir henni hvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu norðvestantil á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi Á Breiðafjarðarsvæðinu, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra. Seint í dag dregur þó úr vindi og úrkomu.

Veður

Væta á köflum um sunnan­vert landið

Reikna má með vætu á köflum um landið sunnanvert í dag en úrkomuminna fyrir norðan. Fremur svalt í veðri. Austlæg og norðaustlæg átt í dag, fimm til þrettán metrar á sekúndu og allvíða skúrir eða slydduél, en dálítil rigning suðaustanlands.

Veður

Lands­menn varaðir við ó­nauð­syn­legum ferða­lögum

Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, nema á Norðurlandi og í Breiðafirði þar sem gular viðvaranir eru í gildi. Um er að ræða aðra haustlægðina sem gengur yfir landið. Búast má við miklum vindum og snörpum vindhviðum, einkum við fjöll og háhýsi og fólk varað við því að ferðast milli landshluta.

Veður