Tónlist

Draumkennd stemming á tónleikum í Fríkirkjunni

Söngkonan Ösp Eldjárn er flutt heim til Íslands eftir fimm ára búsetu í London. Hún tekur Íslandsdvölina með trompi en hún gaf út plötu í júní og fagnar útgáfunni með tónleikum í kvöld. Ösp heldur svo beint í lítið tónleikaferðalag vítt og breitt um landið.

Tónlist

Síðasti séns á Daða Frey í sumar

Hinn eini sanni Daði Freyr hefur verið þéttbókaður síðan hann kom, sá og sigraði hjörtu þjóðarinnar í forkeppni Eurovision. Nú er komið að síðustu tónleikum hans í bili – á sjálfri Þjóðhátíðinni í Eyjum.

Tónlist

Ed Sheeran hefur aldrei upplifað jafn mikið hatur

“Eina leiðin til að þagga niður í neikvæðum röddum þeirra sem vilja þér ekki vel er að halda áfram að ná árangri”. Þessi heilræði gefur Ed Sheeran aðdáendum sínum í viðtali í nýjasta tölublaði tónlistartímaritsins Q.

Tónlist

Systurnar í Haim eru ánægðar með Ísland

“Við höfum virkilega unun af því að spila. Þegar Days are Gone kom út fengum við tækifæri til að halda tónleika um allan heim. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að við myndum einhvern tíman fá að ferðast til helming þeirra landa sem við höfum heimsótt. Við höfum farið til Íslands!”

Tónlist

Offramboð á rappi heggur í miðasölu

Sala á tónleika Young Thug í Laugardalshöll var undir væntingum þangað til tveir miðar fengust á verði eins. Tónleikahaldari segir stefna í offramboð á rapptónleikum enda séu margir innlendir og erlendir listamenn að stíga á svið.

Tónlist

Sveiflukenndur áratugur í útgáfubransanum

Record Records fagnar 10 ára afmæli á árinu. Útgáfan er fremur smá í sniðum en hefur þó ýmsar metsöluplötur á ferilskránni frá Of Monsters and Men og fleirum. Í dag kemur út safnplata í tilefni afmælisins þar sem má finna smelli frá listamönnum Record Records.

Tónlist

Sigga Beinteins goðsögn Innipúkans

Á hverju ári bryddar tónlistarhátíðin Innipúkinn upp á því að fá eina unga hljómsveit til að halda tónleika með einni goðsögn í bransanum. Í ár er það Sigga Beinteins sem syngur með bandinu Babies.

Tónlist

Föstudagsplaylisti Þórdísar Erlu

„Þetta er mjög dæmigerður partílisti fyrir sjálfa mig þegar ég er að koma mér í fíling á föstudegi,“ segir myndlistakonan Þórdís Erla Zoëga en hún setti saman fötudagsplaylista Lífsins að þessu sinni.

Tónlist

Þessir listamenn koma fram á Innipúkanum

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin 16. árið í röð um verslunarmannahelgina í ár. Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, og verður líkt og í fyrra í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum.

Tónlist