Tónlist

Ólafur Kram sigraði í Músíktilraunum
Hljómsveitin Ólafur Kram bar sigur úr bítum í Músíktilraunum, sem fór fram í Hörpu í gær. Tólf hljómsveitir tóku þátt í keppninni og eftir æsispennandi úrslitakvöld var niðurstaða dómnefndar og símakosninga kynnt.

Gefur út nýtt lag við ljóð Halldórs Laxness
Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon gaf á föstudag út myndband við lagið Háfjöllin. Lagið er fjórða lagið sem Teitur gefur út af þriðju breiðskífu sinni, sem væntanleg er í haust.

„Danssumarið 2021 verður eitthvað blast“
Umsjónarmenn danstónlistarþáttarins PartyZone hóa mánaðarlega í fjölda plötusnúða og taka saman lista yfir það sem stóð upp úr í danstónlist þann mánuðinn.

Þjóðhátíðarlagið og myndbandið komið út
Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson en í morgun var nýtt myndband frumsýnt.

Fjármagnaði plötuna með „sponsaðasta“ myndbandi Íslandssögunnar
Hipsumhaps sendi í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Meikaða. Myndbandið er stútfullt af auglýsingum en sveitin fór frumlegar leiðir til þess að fjármagna útgáfu væntarlegrar plötu Hipsumhaps.

Andlitum Daníels Ágústs og John Grant splæst á nýja líkama
Sveitin GusGus frumsýndi á dögunum nýtt myndband við lagið Love is Alone.

Strandgestir í Vesturbænum í stríði við einkabílinn
Hljómsveitin BSÍ sem samanstendur af Juliusi Pollux Rothlaender og Sigurlaugu Thorarensen gefur í dag út sína fyrstu stóru plötu. Í rauninni eru þetta tvær plötur í einni, því hvor hlið plötunnar hefur að geyma sinn hljóðheim og standa þær báðar sem sér útgáfa, en saman endurspegla þær breytilegan hljóm dúósins.

Draumur fyrir mann sem komst aldrei í landslið í íþróttum
Enginn íslenskur lagahöfundur hefur komist jafn oft í úrslitakeppni Eurovision og Örlygur Smári en hann hefur eins og margir vita samið fjögur framlög Íslands í Eurovision keppninna. Örlygur Smári gaf svo á dögunum út nýtt lag sem heitir Sumardans.

Þessi komust áfram í úrslit Eurovision
Þau tíu ríki sem komust áfram frá fyrra undankvöldi Söngvakvöldi evrópskra sjónvarpsstöðva eru Noregur, Ísrael, Rússland, Aserbaídsjan, Malta, Litháen, Kýpur, Svíþjóð, Belgía og Úkraína.

Guðný María gefur út lag og myndband um Tinder
„Þetta var lokaverkefnið mitt í raftónlist í vor, en ég hef verið í stöðugu námi í FÍH og MÍT síðustu tvo vetur og meira að segja síðasta sumar líka,“ segir tónlistarkonan Guðný María Arnþórsdóttir sem frumsýnir nýtt tónlistarmyndband við lagið Tinder.

Daði með lag vikunnar á BBC
Daði Freyr fær þann heiður að vera með lag vikunnar á BBC Radio 1.

Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband
Reykjavíkurdætur frumsýndu í hádeginu í dag nýtt myndband við lagið Lófatak.

Konur áttu bresku tónlistarverðlaunin
Bresku tónlistarverðlaunin voru afhend í gærkvöldi í O2-höllinni í London. Dua Lipa fór heim með tvenn verðlaun og alls unnu konur átta verðlaun í gærkvöldi, átta af ellefu verðlaunum.

Aron Can frumsýnir myndband við tvö ný lög
Aron Can frumsýnir í dag tónlistarmyndband við tvö ný lög af væntanlegri plötu.

Superserious frumsýnir myndband
Sveitin Superserious frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Let's Be Grown Ups sem er af væntanlegri plötu sem kemur í sumar sem mun heita Let's get serious.

Daði fær silfurplötu í Bretlandi
Daði Freyr hefur fengið silfurplötu í Bretlandi fyrir lagið Think About Things. Um er að ræða söluviðurkenningu sem vottar að lagið seldist í 200 þúsund eintökum þar í landi.

„Tilfinningin er hreint út sagt alveg mögnuð“
Eldgosið við Fagradalsfjall spilar stórt hlutverk í nýju myndbandi píanóleikarana og tónskáldsins Eydísar Evensen. Lagið Bylur er af samnefndri plötu Eydísar, sem kom út í dag. Platan er gefin út af Sony útgáfufyrirtækinu XXIM Records.

Pale Moon gefur út hjá AU! Records á Spáni
Hljómsveitin Pale Moon var að senda frá sér lagið Parachutes. Lagið er upplífgandi en á sama tíma pínu sljóvgandi. Pale Moon var að skrifa undir samning við AU! Records á Spáni þar sem þau búa og er ný plata væntanleg í haust.

Bríet sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaunum
Bríet, Haukur Gröndal, Hjaltalín og Ingibjörg Turchi voru hvað sigursælust þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í kvöld. Verðlaunin voru veitt í Norðurljósum Hörpu í kvöld og var hátíðinni streymt í beinni á RÚV.

Tróna á toppnum með sitt fyrsta lag í tvo áratugi
PartyZone gaf í dag út nýjan topplista þar sem fyrsta lag frá sveitinni Masters At Work í 20 ár trónir á toppnum.

Föstudagsplaylisti Flaaryr
Reykvíkingurinn Diego Manatrizio gerir tilraunakennda tónlist undir nafninu Flaaryr, oftar en ekki vopnaður „undirbúnum“ klassískum gítar sem hann þjösnast á á ýmsa vegu og lúppar svo í marglaga tónverk.

Systkinabörn gera það gott í raftónlistartvíeykinu Congo Bongo
Á dögunum kom út fyrsta platan frá raftónlistartvíeykinu Congo Bongo sem var stofnuð af þeim Hreini Elíassyni og Sigurmoni Hartmanni Sigurðssyni.

Bríet hlaut fern verðlaun
Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun.

Rúrik fagnar útgáfu myndbands og blæs á slúðursögurnar
Rúrik Gíslason sendi í dag frá sér nýja útgáfu af laginu sínu Older. Lagið og meðfylgjandi myndband var tekið upp í Hörpu tónlistarhúsi.

Dillandi lag í takt við rísandi sól og fjölgandi bóluefni
Jói P, Rakel og Hafsteinn (CeaseTone) hafa sent frá sér lagið Ég var að spá. Laginu er dreift af Sony Music Entertainment Denmark.

„Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf“
„Í rauninni er þetta lag ádeila á gervimennskuna sem mér finnst svo áberandi í öllu í dag,“ segir tónlistar- og útvarpskonan Vala Eiríksdóttir um nýja lagið sitt.

Eurovision-myndband Daða og Gagnamagnsins komið út
Lag Daða og Gagnamagnsins 10 Years er framlag Íslendinga Íslands í Eurovision 2021. Margir hafa beðið í eftirvæntingu eftir myndbandinu sem kom út rétt í þessu.

Auður og Floni gefa út fjögur ný lög saman á föstudag
Á föstudag kemur út stuttskífan Venus, sem er sköpunarverk tónlistarmannanna Flona og Auðar. Ferlið byrjaði með laginu Týnd og einmana, sem nýlega var tilnefnt á íslensku tónlistarverðlaununum í flokknum rapp og hiphop lag ársins.

Fleiri dýr en fólk í myndbandinu
Hljómsveitin RED RIOT gefur út myndband í dag við fyrsta lag sitt, Bounce Back. Hljómsveitin samanstendur af þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttir og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekkt sem Cell7.

Þessi fengu tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna
Tilkynnt var í dag hvaða tónlistarfólk, hópar, viðburðir og fleiri hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 14.apríl.