Tónlist

Tóku upp tón­listar­mynd­bandið á skjálfta­svæðinu

„Það er góður dagur í dag. Við Helgi Sæmundur fórum tvisvar í sveitina á síðasta ári og úr varð falleg plata sem kemur einhvern tíma á þessu ári. Lagið Heim er fyrsti síngúll af komandi plötu sem við erum báðir mjög stoltir af og spenntir að leyfa fólki að heyra,“ segir Gauti Þeyr Másson.

Tónlist

Hætti við að syngja með Bubba af ótta um mis­skilning

Tónlistarkonan Bríet segist hafa ætlað að fá Bubba til að syngja með sér lagið Esjan, sem var eitt vinsælasta lag síðasta árs, en hætti við af ótta við að fólk héldi að hann hefði samið lagið. Þetta segir hún í Instagram-færslu sem hún birti í síðustu viku.

Tónlist

Dans og báns úr MH á toppi PartyZone listans

Nýr PartyZone hlaðvarpsþáttur er kominn á „öldur netvakans“. Fyrsti PartyZone listi ársins, topp 30 fyrir febrúarmánuð, er kynntur og spilaður í þættinum. Árið fer af stað með látum samkvæmt þáttastjórnendum og má finna frábæra nýja tónlist úr heimi danstónlistarinnar í þættinum. Sem fyrr byggir listinn á vali plötusnúðanna og á „nokkuð ígrunduðu grúski þáttarstjórnenda.“

Tónlist

Föstudagsplaylisti DJ Kötlu

Katla Ásgeirsdóttir þekkir einna best vísindin á bak við það að glæða dansgólf Reykjavíkur lífi. Beiðnin um að setja saman föstudagslagalista varð til þess að hún keypti Spotify áskrift, sem sonur hennar hafði suðað um í tvö ár. Eftir viku af ósætti við leitarvélina og lagaúrvalið féll dómurinn; „Spotify er alveg mestu vonbrigði ársins 2021 hingað til.“

Tónlist

Má ég gista? Má ég sofa hjá þér?

Hringja þessar línur einhverjum bjöllum? Á tíunda áratugnum var varla til sá unglingur sem ekki kunni viðlagið í laginu Grandi Vogar II með rokkhljómsveitinni Soma. Lagið kom út árið 1997 og vakti strax mikla athygli. Texti lagsins þótti ögrandi en á sama tíma einhvern veginn krúttlega saklaus.

Tónlist

„Við erum að byrja byltingu“

Tónlistin sem við erum að gera er frekar áköf og okkur langaði að finna nafn sem passaði við þetta allt. Red - rauður er litur eldsins, Riot – uppreisn/bylting, er einmitt það sem við erum að gera með þessari tónlist. We are starting a riot.

Tónlist

Föstudagsplaylisti Sigtryggs Bergs

Listamaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson, sem hefur ekki lagt í að kaupa sér Spotify áskrift af ótta við að gefa þá efnislega miðla upp á bátinn, safnaði í lagalista úr fjarlægum afkimum veitunnar sænsku.

Tónlist

Elli Grill frumsýnir myndband

Elli Grill gefur út nýtt myndband í dag við lagið LA LA LA sem er af væntanlegri plötu frá honum sem heitir Púströra Funk sem verður skipt niður í 7 kafla , á hverjum föstudegi koma út 3 lög í 7 vikur. Með hverjum kafla nálgast Elli Grill sitt masterplan að ráða yfir heiminum.

Tónlist

Seyðis­fjarðar­pla­ylisti Sexy Lazer

Verkefninu Saman fyrir Seyðisfjörð var nýverið hrundið af stað til að vekja athygli á harmleiknum sem þar ríkir í kjölfar aurskriðna sem féllu á bæinn á síðustu vikum. Tónlistarmaðurinn Jón Atli Helgason, eða Sexy Lazer, gerði sérstakan lagalista fyrir verkefnið, sem kemur í stað föstudagsplaylista þessa vikuna.

Tónlist

PartyZone birtir árslistann fyrir 2020

Það er árlegur viðburður að umsjónarmenn danstónlistarþáttarins PartyZone hói í fjöldan allan af plötusnúðum og taki saman árslista yfir það sem stóð upp úr í danstónlist á árinu.

Tónlist

Föstudagsplaylisti Benna B-Ruff

Benedikt Freyr Jónsson, einnig þekktur sem Benni B-Ruff, gerði sér lítið fyrir og bjó til tvo föstudagslagalista. Einn erlendan og annan íslenskan.

Tónlist

Föstudagsplaylisti Kocoon

Árni Bragi Hjaltason, sem í ófá ár hefur þeytt skífum undir nafninu Kocoon, setti saman lagalista vikunnar. Þar eru dansvænir ryþmar í fyrirrúmi.

Tónlist

Nokkurs konar uppgjör við unglingsárin

Helena og Rósa sendu frá sér sitt fyrsta lag á dögunum undir nafninu Heró. Lagið kallast Horfðu á mig en þær tóku upp nokkur lög saman eftir að þær þurftu að koma heim til Íslands vegna heimsfaraldursins.

Tónlist

„Þá verður maður ósjálf­rátt eyjar­skeggi með öllu sem því til­heyrir“

„Orðið Aloha er mjög fallegt og merkir að ná að skilja sjálfan sig og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Leyfa blóminu að vaxa eins mikið og það vill og vökva það. Búandi á Íslandi þá verður maður ósjálfrátt eyjarskeggi með öllu sem því tilheyrir og út af því hef ég líklega alltaf haft sterka tengingu til Hawaii. Þarf að fara þangað við tækifæri,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson.

Tónlist