Sannar dætur kaldrar vetrarnætur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 15. október 2021 15:31 Kælan Mikla var stofnuð fyrir ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013 og bar sigur úr býtum. Meðlimirnir voru þá undir tvítugu en í dag, átta árum síðar, er fjórða breiðskífa sveitarinnar komin út. kælan mikla Kælan Mikla gefur í dag út sína fjórðu breiðskífu, Undir köldum norðurljósum. Sveitin, sem nefnd er eftir holdgervingi vetrarins í Múmínálfunum, hefur átt góðu gengi að fagna erlendis með sínum myrku og köldu rafpönktónum. Platan nýja er poppaðri og þjóðlagaskotnari en fyrri verk en heldur þó áfram á sömu vegferð og síðasta plata, Nótt eftir nótt, lagði upp í. Sveitin hóf einmitt við gerð þeirrar plötu samstarf sitt við Barða Jóhannsson Bang Gang-bósa, sem pródúseraði plöturnar tvær. Undir Köldum Norðurljósum by Kælan Mikla Að sögn sveitarinnar segir platan frá sögum og ævintýrum. „Á plötunni er ábreiða af laginu Óskasteinar og lag um örlaganornirnar, Urði, Verðandi og Skuld. Einnig eru sögur skapaðar beint úr hugarheimi ísdrottningarinnar, Kælunnar Miklu. Allt eiga sögurnar það sameiginlegt að gerast undir köldum norðurljósum.“ Fjórar smáskífur hafa þegar litið dagsins ljós, hver með sínu tónlistarmyndbandi. Arna Beth gerði eitt þeirra, fyrir lagið Ósýnileg. Sveitin samanstendur af söngvaranum Laufeyju Soffíu, bassaleikaranum Margréti Rósu Dóru- Harrysdóttur og hljóðgervlaleikaranum Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur. Í einu laganna fá þær liðsstyrk frönsku síðþungarokksveitarinnar Alcest, sem þær fóru á tónleikaferðalag með skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Máni Sigfússon, sem hefur m.a. unnið visjúala fyrir Shawn Mendes og Rolling Stones, gerði myndband við lagið. Sveitin vakti á sínum athygli Robert Smith, forsprakka The Cure, sem sendi þeim handskrifað bréf með boði um að spila á Meltdown tónlistarhátíðinni í Lundúnum árið 2018, en hann var listrænn stjórnandi það árið. Hún hefur sömuleiðis vakið athygli sænska leikstjórans Lukas Moodysson, en lag þeirra Sýnir er opnunarlag HBO þáttaraðar hans, Gösta. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Platan nýja er poppaðri og þjóðlagaskotnari en fyrri verk en heldur þó áfram á sömu vegferð og síðasta plata, Nótt eftir nótt, lagði upp í. Sveitin hóf einmitt við gerð þeirrar plötu samstarf sitt við Barða Jóhannsson Bang Gang-bósa, sem pródúseraði plöturnar tvær. Undir Köldum Norðurljósum by Kælan Mikla Að sögn sveitarinnar segir platan frá sögum og ævintýrum. „Á plötunni er ábreiða af laginu Óskasteinar og lag um örlaganornirnar, Urði, Verðandi og Skuld. Einnig eru sögur skapaðar beint úr hugarheimi ísdrottningarinnar, Kælunnar Miklu. Allt eiga sögurnar það sameiginlegt að gerast undir köldum norðurljósum.“ Fjórar smáskífur hafa þegar litið dagsins ljós, hver með sínu tónlistarmyndbandi. Arna Beth gerði eitt þeirra, fyrir lagið Ósýnileg. Sveitin samanstendur af söngvaranum Laufeyju Soffíu, bassaleikaranum Margréti Rósu Dóru- Harrysdóttur og hljóðgervlaleikaranum Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur. Í einu laganna fá þær liðsstyrk frönsku síðþungarokksveitarinnar Alcest, sem þær fóru á tónleikaferðalag með skömmu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Máni Sigfússon, sem hefur m.a. unnið visjúala fyrir Shawn Mendes og Rolling Stones, gerði myndband við lagið. Sveitin vakti á sínum athygli Robert Smith, forsprakka The Cure, sem sendi þeim handskrifað bréf með boði um að spila á Meltdown tónlistarhátíðinni í Lundúnum árið 2018, en hann var listrænn stjórnandi það árið. Hún hefur sömuleiðis vakið athygli sænska leikstjórans Lukas Moodysson, en lag þeirra Sýnir er opnunarlag HBO þáttaraðar hans, Gösta.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira