Tónlist

Nýjasta súperstjarna heimsins

Frægðarsól tónlistarkonunnar Sabrina Carpenter hefur aldrei skinið jafn skært og nú. Hún á tvö mest spiluðu lög í heimi um þessar mundir, er að slá sér upp með hjartaknúsaranum og leikaranum Barry Keoghan, kemur fram á tónleikum og viðburðum um allan heim og stelur ósjaldan senunni í einstökum klæðaburði.

Tónlist

„Stefni út í heim og er með stóra drauma“

„Mér hefur alltaf fundist léttara að tjá líðan í gegnum tónlist heldur en að með því að tala,“ segir tónlistarkonan Thelma Tryggvadóttir, sem er gjarnan kölluð TT. Hún er að senda frá sér EP plötu næstkomandi föstudag sem hefur verið í bígerð í nokkur ár og er tilhlökkunin mikil.

Tónlist

Maðurinn sem upp­götvaði Bieber kveður bransann

Umboðsmaðurinn Scooter Braun hefur ákveðið að segja skilið við tónlistarbransann. Braun er maðurinn sem uppgötvaði Justin Bieber og bauð honum samning hjá útgáfufyrirtæki. Þá hefur hann unnið með mörgum stærstu stjörnum tónlistarbransans, þar á meðal Kanye West, Ariönu Grande, David Guetta og Black Eyed Peas.

Tónlist

Lofar svaka­legri veislu

„Ég lofa aldrei upp í ermina á mér en í þetta skipti ætla ég að gera það; þetta verður svakaleg veisla,“ segir Friðrik Dór tónlistarmaður sem heldur tvenna tónleika í Háskólabíói í kvöld.

Tónlist

„Ég hef aldrei reynt að verða nokkur skapaður hlutur“

„Þegar mig langaði að gera eitthvað þá var aldrei sagt við mig finnst þér það nógu karlmannlegt eða er þetta ekki of kvenlegt? Það var bara ekki til. Og þegar ég sagði að ég ætlaði að fara að spila og syngja þá var ekki til að það væru einhverjar efasemdir eða að það væri ekki nógu flott,“ segir tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Jógvan Hansen. Hann ræddi við blaðamann um lífið og tilveruna.

Tónlist

Frikki Dór er til í allt í þriðja skiptið

Frikki Dór gaf út á miðnætti þriðja hluta Til í allt, sem er nú orðið lengsta framhaldslagið í sögu íslenskrar popptónlistar. Með Frikka í för í þetta skiptið eru þeir Herra Hnetusmjör og Steindi jr. Frikki segir lagið eiga sérstakan stað í hjarta sér.

Tónlist

Lykil­maður ís­lensku rappsenunnar stígur inn í sviðs­ljósið

Pródúserinn og plötusnúðurinn Arnar Ingi, betur þekktur sem Young Nazareth, hefur komið víða að í tónlistinni og er búsettur í Berlín um þessar mundir. Hann hefur unnið með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum landsins og er nú að fara að senda frá sér danslaga EP plötu undir eigin nafni.

Tónlist

„Country tón­list er ekki lengur bara sak­bitin sæla“

„Við erum ótrúlega spennt að færa íslenskum hlustendum þessa nýju útvarpsstöð. Aukning á vinsældum country tónlistar bæði hér á landi um allan heim hefur verið eftirtektarverð og við teljum að Country Bylgjan muni mæta síaukinni eftirspurn hlustenda,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarps hjá Sýn um splunkunýja útvarpsstöð sem fer í loftið á morgun og spilar eingöngu country tónlist.

Tónlist

Króli gat ekki hugsað um neitt annað en Bjór

Rafpoppararnir í hljómsveitinni Númer 3 hafa snúið bökum saman með Króla en saman hafa þeir nú gefið út sumarsmellinn Bjór. Einn liðsmaður sveitarinnar segir Króla ekki hafa getað hugsað um annað en lagið eftir að hafa fengið að heyra það í fyrsta sinn.

Tónlist

Leitt að geta ekki aug­lýst leyni­vopnið sem myndi trekkja að

Hressasta hljómsveit landsins, stöllurnar í Heimilistónum blása til sumarkjólaballs í Gamla bíó í kvöld. Þar verða ýmsir leynigestir en vinkonurnar nefna sérstaklega eitt leynivopn sem mikil leynd hvílir yfir. Þær segjast aldrei hafa verið betri, segjast alls ekki vera eins og þær léku sig í Iceguys þáttunum og heita því að House mix af Kúst og fæjó sé í bígerð.

Tónlist

Yo-Yo Ma kemur til landsins

Yo-Yo Ma, einn frægasti tónlistarmaður heims, er væntanlegur til landsins. Hann mun leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu og á sérstökum dúótónleikum í Eldborg með breska píanistanum Kathryn Stott í október.

Tónlist

„Pínu erfitt fyrir við­kvæman lista­mann“

„Maður getur nálgast ýmsar tilfinningar í gegnum tónlistina, stundum góðar stundum slæmar,“ segir tónlistarmaðurinn Kári Egilsson, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann kom fram á hátíðinni Great Escape. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðastliðið ár í lífi Kára en hann vinnur nú að annarri plötu sinni og frumsýnir splunkunýtt tónlistarmyndband hér í pistlinum.

Tónlist

Gervispilanir tröll­ríða vinsældarlista Spotify

Gervispilanir á streymisveitum á borð við Spotify koma niður á tekjuöflun íslenskra tónlistarmanna. Vandamálið er áberandi á topplista Spotify á Íslandi, þar sem algjörlega óþekktir erlendir listamenn skjóta reglulega upp kollinum með grunsamlega mikið streymi. 

Tónlist

Bríet og Birnir rifu þakið af klúbbnum

Ofurtvíeykið Bríet og Birnir fögnuðu útgáfu plötunnar 1000 orð með trylltu teiti á skemmtistaðnum AUTO síðastliðið föstudagskvöld. Margt var um manninn og virtist stemningin sjóðheit. 

Tónlist

Samdi Höllusmellinn á tuttugu mínútum

Matthías Eyfjörð er maðurinn að baki einum óvæntasta smelli ársins, laginu Halla T House Mix því sem Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands steig trylltan dans við með stuðningsmönnum sínum þegar hún mætti í hús í kosningateiti sitt í Grósku um helgina. Lagið var spilað oft og mörgum sinnum í teiti Höllu af plötusnúðnum Danna Deluxe og hefur slegið í gegn. Líklegt má þykja að það verði spilað oft og mörgum sinnum næstu árin nú þegar ljóst er að Halla er næsti forseti.

Tónlist

Krefjandi að semja tón­list um of­beldi sem þolandi

„Það gat verið erfitt að horfa til baka sem þolandi ofbeldis og nýta mína persónulega reynslu til að semja fyrir leikhúsið,“ segir tónlistarkonan Gugusar um lagið Merki sem hún var að senda frá sér. Lagið er úr sýningu Þjóðleikhússins Orð gegn orði sem hefur slegið í gegn.

Tónlist

„Svo góð til­finning að endur­heimta sjálfa sig“

„Það er svo skrýtin samblanda að vera glöð og hamingjusöm með börnin sín en á sama tíma vera ótrúlega þungur í sálinni,“ segir tónlistarkonan Salka Sól. Salka Sól skaust upp á stjörnuhimininn árið 2014 og fagnar nú áratugi í tónlistinni.

Tónlist

„Aldrei verið jafn stolt af mér“

„Ég trúi ekki að þetta ævilanga markmið sé loksins komið út,“ segir tónlistarkonan María Agnesardóttir eða MAIAA eins og hún kallar sig. MAIAA var að senda frá sér plötu og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lag sitt Lovesick.

Tónlist

Páll Óskar og Skrattar í fyrsta sinn á sama sviði

Páll Óskar og Skrattar leiða saman hesta sína og koma í fyrsta sinn fram saman á sviði, sem og í sitthvoru lagi, á tónlistarhátíðinni Innipúkanum um verslunarmannahelgina, 2-4 ágúst. Meðal annara listamanna sem eru tilkynnt til leiks í fyrstu dagskrártilkynningu hátíðarinnar eru Bjartar sveiflur, Ex.Girls, Hatari, Hipsumhaps, Inspector Spacetime, Lúpína, Una Torfa og Vök.

Tónlist

Bashar Murad kemur fram á enda­lokum LungA

Listahátíðin LungA verður haldin í síðasta sinn í sumar, 15. - 21. júlí, á Seyðisfirði en 24 ár eru liðin frá því að hún var fyrst haldin. Hátíðin hefur tilkynnt flesta tónlistarmenn sem fram koma í ár en þar á meðal verður palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad sem vakti mikla athygli í Söngvakeppninni í ár.

Tónlist

„Við ætlum bók­staf­lega að rífa þakið af húsinu“

Mínusmenn blása til útgáfuveislu næstkomandi fimmtudag í plötuversluninni Smekkleysu í tilefni af endurútgáfu platnanna Halldór Laxness og Jesus Christ. Sveitin mun troða upp ásamt amerísku rokksveitinni The Messthetics ásamt tveimur meðlimum goðsagnakenndu sveitarinnar Fugazi.

Tónlist

Rífandi stemning og valdefldar tónlistarkonur

Tónlistarkonan María Agnesardóttir, jafnan þekkt sem MAIAA, hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi. Hún fagnaði nýrri EP plötu með pompi og prakt í skvísupartýi á Prikinu síðastliðinn föstudag þar sem þemað var stelpukraftur eða „girlpower“.

Tónlist

Tón­leikum Nicki Minaj af­lýst vegna fíkniefnahandtöku

Tilætluðum tónleikum rappstjörnunnar Nicki Minaj í Manchester í gær var aflýst vegna óvæntrar handtöku stjörnunnar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Hún var handtekin vegna gruns um að vera með fíkniefni undir höndum og var á endanum sektuð og sleppt lausri.

Tónlist