Tónlist

Skúli gefur út Búgí!

Platan Búgí! með Skúla mennska og hljómsveitinni Grjót er komin út. Hún hefur að geyma tólf tilvistarspekileg lög um samskipti kynjanna. Lög og textar eru eftir forsprakkann Skúla Þórðarson, sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra.

Tónlist

Tekur íslenska þjóðsönginn í gítarsólói

Gítarleikari hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, Óskar Logi Ágústsson, hefur þegar komið sem stormsveipur inn í íslenskt tónleikalíf með ærslafullum gítarleik sínum og öryggi. Sannkölluð gítarhetja þrátt fyrir að eiga enn nokkur ár í tvítugt. Piltarnir í sveitinni undirbúa sig nú fyrir stærsta gigg ferils þeirra, er þeir koma fram á Bestu útihátíðinni eftir tvær vikur.

Tónlist

Bein útsending frá tónleikum GusGus

Gusgus efnir til útgáfutónleika á Nasa við Austurvöll í kvöld. Um er að ræða tvenna tónleika og eru þeir fyrri í beinni útsendingu hér á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 20:30 en tónleikarnir hefjast klukkan 21.

Tónlist

Högni kann mjög vel við að vinna með GusGus

"Það var engin sérstök vígsluathöfn haldin. En jú jú, ég er orðinn meðlimur í GusGus. Ég kem fram með sveitinni á tónleikum og tók þátt í gerð nýju plötunnar. Mér finnst bara gaman að vera í stuði með góðu fólki," segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, sem einnig er þekktur sem Högni í Hjaltalín. Hann syngur og tók þátt í sköpun þriggja laga á plötu GusGus, Arabian Horse, sem kom út fyrir skömmu og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur almennings. Högni stígur einmitt á svið á útgáfutónleikum sveitarinnar, raunar tvennum, sem haldnir verða í kvöld á Nasa. Fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu hér á Vísir.is. Útsendingin hefst klukkan 20:30 en tónleikarnir klukkan 21.

Tónlist

Útgáfutónleikar Gusgus í beinni á Vísi í kvöld

Gusgus blæs til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna nýjustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi sem hefst klukkan 20:00.

Tónlist

Tveir heimar mætast

Afrísk kúbanska súpergrúppan Afrocubism er væntanleg til Íslands til að halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu 28. júní. Trausti Júlíusson kynnti sér þessa merku sveit og spáði í það hvers er að vænta á þessum stóra heimstónlistarviðburði.

Tónlist

Palli rokseldi í Hörpunni

12 tónar eru með einkaleyfi fyrir sölu á varningi í Hörpu og Páll Óskar Hjálmtýsson varð því að semja sérstaklega við þá þegar hann seldi Silfursafnið fyrir tónleika sína með Sinfóníuhljómsveitinni. Ýmsir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag en Palli kvartar ekki.

Tónlist

Trommari Sykurmolanna: Cyndi Lauper átti nokkuð góð lög

"Hún átti nú nokkuð góð lög, kerlingin. Ég hlustaði nú samt ekki mikið á hana á sínum tíma. Ekki það að ég sé svo mikill hrokagikkur. Ég hafði bara önnur áhugamál,“ segir trommuleikarinn og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson um bandarísku söngkonuna Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld.

Tónlist

Cyndi Lauper dýrkaði Sykurmolana

"Ég veit ekki mikið um Ísland, en mig hefur alltaf langað til að heimsækja landið. Þegar umboðsmaðurinn minn lét mig vita að það væri möguleiki á að halda tónleika á Íslandi varð ég mjög ánægð," segir bandaríska söngkonan Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld.

Tónlist

Aerosmith tekur upp

Rokksveitin Aerosmith er á leið í hljóðver í næsta mánuði. Liðsmenn sveitarinnar hyggjast taka upp nýja plötu, en sú síðasta, Honkin‘ on Bobo, kom út árið 2004.

Tónlist

Áhugaverð breytingatilraun Gus Gus

Ástæðan fyrir því að hljómsveitin Gus Gus ákvað að halda tvenna útgáfutónleika sama kvöldið á Nasa, þann 18. júní næstkomandi, er sú að liðsmenn vilja sjá breytingu á tónlistarmenningu landsins. Frá þessu greindi Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi Veira, í útvarpsþættinum Vasadiskó síðasta sunnudag.

Tónlist

Slayer ekki í hljóðver strax

Hljómsveitin Slayer mun ekki hefja upptökur á nýju efni fyrr en gítarleikarinn Jeff Hanneman jafnar sig á veikindum sínum. Þetta kemur fram í tímaritinu Billboard.

Tónlist

"Ég ætla að stela senunni á Bestu útihátíðinni!"

"Það eru náttúrulega svakalega stórir listamenn þarna á Bestu útihátíðinni, þannig að ég þarf að setja saman svakalegt sjóf til þess að stela senunni... sem er einmitt sem ég ætla að gera," sagði Steindi Jr. í viðtali í útvarpsþættinum Vasadiskó á X-inu í gær. Þar greindi hann frá því að hann ætlaði sér að setja upp "svakalegt sjóf" með hóp af aðstoðarfólki.

Tónlist

Snorri Helga klárar nýja plötu

Snorri Helgason, fyrrum liðsmaður Sprengjuhallarinnar, er að ljúka vinnu að annarri breiðskífu sinni. Plötuna vinnur hann með aðstoð Sindra Má Sigfússonar úr Seabear og Sin Fang í hljóðveri hans í Reykjavík.

Tónlist

Vasadiskó - 3. þáttur - handritið

intro & talkback lag - NEU! - Hallogallo. Kynning. Frídagur verkalýðsins, hér sit ég samt - og stóð ég í nótt á bar11. Dagskrá þáttarins etc - Kynning á nýjum plötum Tune-Yards og Kurt Vile. Krummi mætir í Selebb Shuffle. - nýtt frá Mammút - Legend - Sölva Blöndal… - tónlistarfrétt vikunnar sem leið hlýtur að vera endurkoma Quarashi. RÚV fréttirnar/Kastljós/Auddi&Sveppi og fleira. Er að misnota aðstöðu mína þar sem ég er að hjálpa til… en ætla að misnota aðstöðu mína með stæl og spila Quarashi lag sem hefur aldrei fengið útgáfu..

Tónlist

Vasadiskó - 1.þáttur

Fyrsti þátturinn fór í loftið núna á sunnudaginn og allt gekk bara prýðilega. Tæknimálin voru svona 82% á hreinu - en allt annað gekk bara eins og í smurð maskína. Fyrir þá sem misstu af - ætla ég að birta handritið af þættinum hérna eftir hvern þátt. Einnig birti ég sérfærslu um Selebb Shuffle, liðinn þar sem einhver þekktur mætir með vasadiskóið sitt og setur á Shuffle. Það var hún Lilja Katrín úr Makalaus þáttunum á Skjá1 sem reið á vaðið.

Tónlist

Selebb Shuffle: Lilja Katrín Gunnarsdóttir úr Makalaus

Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona úr Makalaus og blaðakona Séð&Heyrt mætti í fyrsta þáttinn og reið á vaðið í liðnum Selebb Shuffle. Þar mætir vel valin einstaklingur með vasadiskóið sitt (iPod eða annan mp3 spilara) og setur á Shuffle. Engin veit hvað gerist.

Tónlist

Selebb Shuffle 2 - Jón Þór Ólafsson

Tónlistarmanninum Jón Þór Ólafssyni er greinilega ekkert heilagt því hann hikaði ekki við að mæta á páskasunnudag í þáttinn minn - sem var í beinni. Hann mætti askvaðandi á svæðið með litrík heyrnartól og silfurlitaðan iPod nanó. Ég hafði spilað lagið Tímavél af nýútkominni EP plötu hans í þættinum þannig að við gátum farið beint í það að tengja vasadiskóið hans í beina og setja á Shuffle.

Tónlist

Lag dagsins - Tennesee Ernie Ford - 16 Tons

Það er eitthvað við þetta lag og þessa bassarödd sem er algjörlega dáleiðandi. Síðan er textinn svo harður - hljómar eins og söngur kolanámumannsins. Menn gefa ekki upp andann þrátt fyrir að vera alsótugir… enginn miskunn!

Tónlist