Vasadiskó gerir upp 2011 í tveimur þáttum Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. janúar 2012 14:28 Næstu tveir þættir af Vasadiskó, sem eru á X-inu 977 á sunnudögum, verða með öðru sniði en venjulega. Í stað þess að einblína á nýja tónlist fara tveir þættir í að gera upp tónlistarárið 2011 á skilvirkan og tæmandi hátt. Fyrri sérþátturinn verður næsta sunnudag kl. 15 og þar verða leikin þau lög sem þáttastjórnandi velur sem lög ársins 2011, bæði innlend og erlend. Viku síðar verður uppljóstrað um hvaða breiðskífur þóttu þær bestu þetta árið í erlendri og innlendri útgáfu. Listarnir eru mjög ólíkir, enda oft sem plötur eru ekki góðar í heild sinni þó svo að þar leynist vissulega gullmolar. Síðastliðin ár virðist sú hefð hafa myndast hjá fjölmiðlum um allann heim að keppast við að nefna plötur og listamenn ársins - stundum allt að mánuði fyrir sjálf áramótin. En þá verða þeir listamenn sem gefa út í desember oft útundan. Þekkt dæmi úr tónlistarsögunni er þegar plata Múm - Yesterday was dramatic kom út um miðjan desember árið 1999. Platan komst ekki á neina lista yfir plötur ársins það árið, þrátt fyrir að hún hafi klárlega haft alla burði til þess að enda á toppi þess lista. Platan fékk svo nokkrar kurteisisbirtingar hjá íslenskum gagnrýnendum ári síðar - þegar hún hafði slegið í gegn erlendis. Þess ákvað umsjónamaður Vasadiskó að bíða fram yfir áramót, gefa sér tíma til þess að fara yfir tónlistarárið og birta lista sem væri ekki undir áhrifum annarra lista né velgengni á sölu- eða vinsældarlistum. Engir gestir verða í sérþáttunum tveimur en haft verður samband við þá sem íslensku listamenn sem lenda ofarlega á listunum. Lagalistinn yfir bestu erlendu- og innlendu lög ársins 2011 að mati Vasadiskó verður birtur hér á Vísi.is að þætti loknum á sunnudag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni, Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Næstu tveir þættir af Vasadiskó, sem eru á X-inu 977 á sunnudögum, verða með öðru sniði en venjulega. Í stað þess að einblína á nýja tónlist fara tveir þættir í að gera upp tónlistarárið 2011 á skilvirkan og tæmandi hátt. Fyrri sérþátturinn verður næsta sunnudag kl. 15 og þar verða leikin þau lög sem þáttastjórnandi velur sem lög ársins 2011, bæði innlend og erlend. Viku síðar verður uppljóstrað um hvaða breiðskífur þóttu þær bestu þetta árið í erlendri og innlendri útgáfu. Listarnir eru mjög ólíkir, enda oft sem plötur eru ekki góðar í heild sinni þó svo að þar leynist vissulega gullmolar. Síðastliðin ár virðist sú hefð hafa myndast hjá fjölmiðlum um allann heim að keppast við að nefna plötur og listamenn ársins - stundum allt að mánuði fyrir sjálf áramótin. En þá verða þeir listamenn sem gefa út í desember oft útundan. Þekkt dæmi úr tónlistarsögunni er þegar plata Múm - Yesterday was dramatic kom út um miðjan desember árið 1999. Platan komst ekki á neina lista yfir plötur ársins það árið, þrátt fyrir að hún hafi klárlega haft alla burði til þess að enda á toppi þess lista. Platan fékk svo nokkrar kurteisisbirtingar hjá íslenskum gagnrýnendum ári síðar - þegar hún hafði slegið í gegn erlendis. Þess ákvað umsjónamaður Vasadiskó að bíða fram yfir áramót, gefa sér tíma til þess að fara yfir tónlistarárið og birta lista sem væri ekki undir áhrifum annarra lista né velgengni á sölu- eða vinsældarlistum. Engir gestir verða í sérþáttunum tveimur en haft verður samband við þá sem íslensku listamenn sem lenda ofarlega á listunum. Lagalistinn yfir bestu erlendu- og innlendu lög ársins 2011 að mati Vasadiskó verður birtur hér á Vísi.is að þætti loknum á sunnudag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni,
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira