Lífið

Elísa­bet Gunnars á nýjum vett­vangi

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars.

Lífið

Ein­lægt augna­blik GDRN og Flóna

Mikil stemning var á Menningarnæturtónleikum Bylgjunnar sem fóru fram í Hljómskálagarðinum liðna helgi. Úrval tónlistarfólks steig á stokk og virtust gestir skemmta sér vel þrátt fyrir að kalt væri í veðri.

Lífið

Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orð­róminn

Tónlistarkonan og nýkrýnda popp prinsessan Charlie XCX hefur sjaldan verið vinsælli og platan hennar Brat var að mati margra stærsta popp plata sumarsins. Hún er því á margra vörum og hafa meðal annars komið upp slúðursagnir að eitt lag af plötunni sé um Taylor Swift. 

Tónlist

Flókið púslu­spil gekk upp og fjöl­skyldan fór til Síle

Fréttastjórinn Kolbeinn Tumi Daðason ákvað að skella sér í tvo mánuði með börnunum sínum tveimur til Síle í janúar og febrúar á þessu ári. Börnin voru bæði í fjarnámi og hann í fjarvinnu frá störfum sínum á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Lífið

„Besti mánu­dagur í manna minnum“

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Emil Páls­son og Sunna Rún Heiðars­dótt­ir læknir eru orðin hjón. Parið lét gefa sig saman í gær og fögnuðu tímamótunum með lítilli veislu í heimahúsi.

Lífið

„Ég myndi gera allt fyrir hana“

Vinkonur sem rökuðu hár sitt vegna krabbameinsmeðferðar annarrar þeirra segja allan stuðning gríðarlega mikilvægan í bataferlinu. Þær hafa verið vinkonur í meira en þrjátíu ár og segjast gera allt fyrir hvora aðra.

Lífið

Slíðra sverðin og boða endur­komu sveitarinnar

Liam og Noel Gallagher hafa boðað endurkomu sveitarinnar Oasis. Bræðurnir, sem hafa lengi eldað grátt silfur, virðast hafa slíðrað sverðin og tilkynntu opinberlega að þeir muni koma saman og halda fjórtán tónleika í Bretlandi og Írlandi næsta sumar.

Tónlist

Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tíma­ritinu IQ

Plötusnúðurinn og tónleikahaldarinn Snorri Ástráðsson hefur verið að gera góða hluti í tónleikaheiminum að undanförnu. Tónlistartímaritið IQ Magazine valdi hann á 20 undir 30 lista yfir þá sem þykja skara fram úr. Blaðamaður ræddi við Snorra um spennandi vegferð hans.

Tónlist

Átti erfitt með að kalla sig þolanda

„Ég get ekki ímyndað á hvaða stað ég væri í dag ef ég hefði ekki leitað til Stígamóta á sínum tíma. Sjálfsmyndin mín væri þá líklega ennþá svo brengluð, ég væri örugglega ennþá föst í þeirri hugsun að líkami væri bara sjálfsagður til afnota fyrir aðra,“ segir Heiða Valdís Ármann.

Lífið

Valin á lista efstu tuttugu hjá Norður­löndunum

Í síðastliðinni viku birtu útflutningsskrifstofur Norðurlandanna lista yfir þau 20 undir þrítugu sem skara fram úr í tónlistariðnaðinum. Gabríel Ólafsson og Klaudia Gawryluk hljóta þessa viðurkenningu frá Íslandi í ár.

Tónlist

Ólafía Þórunn og Thomas orðin hjón

Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Thomasi Bojanowski gengu í hjónaband við fallega athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 17 ágúst síðastliðinn.

Lífið

Ítalskur vanillu­búðingur með ástaraldinsósu

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups og matgæðingur, töfraði fram sumarlegan eftirrétt að hætti Ítala, Pannacotta. Hún segir eftirréttinn einfaldan og ljúfan og vinnuframlagið í algjöru lágmarki.

Lífið

Helgi Björns með splunku­nýtt tón­listar­mynd­band

Tónlistarmaðurinn sívinsæli Helgi Björnsson var að senda frá sér lagið Í faðmi fjallanna ásamt tónlistarmyndbandi sem má sjá hér í pistlinum. Lagið er úr nýju íslensku kvikmyndinni Ljósvíkingar en Helgi fer einmitt með hlutverk í henni.

Tónlist

Heim­þráin til staðar en lífið í New York al­gjört ævin­týri

„Ég mæli svo mikið með því að prófa að flytja til útlanda,“ segir meistaraneminn og sölustjórinn Hildur Anissa. Hún hefur verið búsett erlendis í þó nokkur ár og fluttist frá Kaupmannahöfn til New York borgar í sumar. Hún segir mjög þroskandi að prófa að búa erlendis og sömuleiðis krefji það mann til þess að fara út fyrir þægindarammann. Blaðamaður ræddi við Hildi Anissu.

Lífið

Aron Can með stóra tón­leika er­lendis

Rapparinn Aron Can kemur fram í Pumpehuset í Kaupmannahöfn í október. Tónleikarnir voru tilkynntir af alþjóðlega tónleikafyrirtækinu All Things Live sem hefur sett upp tónleika með heimsfrægu tónlistarfólki.

Tónlist

Stjörnulífið: Mara­þon, ástin og seiðandi kroppar í sólinni

Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Mannlífið iðaði um helgina þar sem Menningarnótt var haldin hátíðlega með fjölbreyttri dagskrá. Sömuleiðis reimuðu fjölmargir á sig hlaupaskóna og tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Þá var ástin og rómantíkin áberandi á samfélagsmiðlum. 

Lífið

Rósa hefur átt við 1,1 milljón táa í vinnunni sinni

Kúrekahattar og naut komu við sögu á sveitabæ í Grímsnes- og Grafningshreppi í gærkvöldi þegar 45 ára afmæli snyrtistofu í Reykjavík var fagnað, sem er jafnframt elsta snyrtistofa landsins. Eigandi stofunnar hefur átt við 1,1 milljón táa í öll þessi ár.

Lífið

Mörgum finnst ó­þægi­legt að tala um fjár­málin sín

„Fjármál eru svo ótrúlega stór þáttur af lífi okkar. Af hverju að forðast þau? Viljum við ekki frekar reyna að leggja okkur fram í að skilja peninga og hvernig við getum notað þá? Það er nú einu sinni þannig að allt í lífinu er erfitt þegar við kunnum það ekki,“ segir Valdís Hrönn Berg fjárhagsmarkþjálfi.

Lífið

Alien Romulus: Ung­menna Alien

Þrátt fyrir misjafnar viðtökur áhorfenda á síðustu tveimur Alien-myndum eru þau hjá 20th Century (Fox) hvergi að baki dottin og hafa nú sent frá sér nýja mynd í Alien-bálknum, Alien: Romulus. Endurnýjunin er töluverð; nýr leikstjóri, leikarar og höfundar.

Gagnrýni

Yfir hundrað mál á tólf tímum

Starf lögreglumannsins er álagsstarf, og stressið oft mikið, enda aðstæður þannig að maður veit aldrei út í hvað maður er að fara, segir Páll Ingi Pálsson varðstjóri. Mál þar sem börn koma við sögu eru erfiðust að hans sögn. Lögreglumenn segja umræðuna um störf þeirra oft ósanngjarna, þingmenn og fjölmiðlar séu oft óvægnir í þeirra garð.

Lífið