Lífið

Skammaðist sín fyrir mömmu sína og upp­lifði sig eina

Sig­ríður Gísla­dóttir, for­maður Geð­hjálpar og fram­kvæmda­stjóri Okkar heims, segist hafa skammast sín fyrir and­leg veikindi móður sinnar þegar hún var lítil. Hún segir börn upp­lifa sig ein í slíkum að­stæðum þó rann­sóknir sýni að fimmta hvert barn sé í slíkum að­stæðum.

Lífið

Bleikasta partý ársins í Höfuðstöðinni

Eitt bleikasta partý ársins fór fram í Höfuðstöðinni í Elliðarárdal þar sem útgáfa Bleiku slaufunnar var fagnað. Hönnuðir slaufunnar í ár eru gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir.

Lífið

Upplifði að hann myndi aldrei aftur eiga breik í lífinu

Sölvi Tryggva­son fjöl­miðla­maður lýsir stundinni þar sem hann upp­lifði að hann myndi aldrei eiga breik aftur í lífinu þar sem hann var staddur í Barcelona í Kata­lóníu árið 2021. Hann segir stundina hafa verið sína erfiðustu frá því hann lagðist inn á geð­deild á Ís­landi. Þá ræðir hann þá viðurkenningu sem hann þráði hjá konum.

Lífið

„Hjálp, ég er með of stórt typpi“

Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg, svarar ákalli karlmanns sem er úrræðalaus vegna stærðar getnaðarlims síns. Hann segir liminn meiða bólfélaga sinn í samförum.

Lífið

Karnival stemmning á árshátíð Sýnar

Árshátíð Sýnar fór fram með pompi og prakt síðastliðið laugardagskvöld í Hafnarþorpinu. Salurinn í Kolaportinu var glæsilega skreyttur í karnival þema sem færði gesti inn í sannkallaðan töfraheim hátíðarinnar.

Lífið

Upplifði verki um allan líkama

Einn vinsælasti förðunarfræðingur landsins Margrét R. Jónasdóttir ofkeyrði sig í vinnu og í of langan tíma eins og svo margir og endaði með því að upplifa algjört þrot eða burnout eins og hún kallar það.

Lífið

Ein­hverfa og hinseginleiki í for­grunni

Ljósmyndarinn Eva Ágústa Aradóttir heldur fyrirlesturinn „Ljósmyndun í einhverfu ljósi“ annað kvöld. Þar fer hún yfir fjölbreytt verkefni sín en minnihlutahópar eru í forgrunni hjá henni og er málefnið henni kærkomið.

Menning

Hefur gengið 3200 sinnum á Heimaklett á 10 árum

Göngugarpurinn Svavar Steingrímsson segist hafa labbað um 3200 sinnum á Heimaklett síðan árið 2013. Hann hefur nánast farið upp fjallið á hverjum degi síðustu tíu ár. Það sem gerir þetta afrek enn merkilegra er að Svavar er 87 ára gamall. 

Lífið

Góðar fréttir og slæmar af Magnúsi og Jóhanni

Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara vel þegar ég var drengur. Hann var kærasti vinkonu systur minnar og kom oft í heimsókn á fjölskylduheimilið. Það voru skemmtilegar stundir; Villi var manna fjörugastur og reytti af sér brandarana.

Gagnrýni

„Ein­hverjir galdrar í pressunni“

„Hafið togar alltaf í mig,“ segir myndlistarkonan Jónína Björg sem stendur fyrir sýningunni Undiralda. Sýningin verður í Mjólkurbúðinni á Akureyri og opnar næstkomandi laugardag.

Menning

Skammast sín fyrir skyr­bjúgslagið

Bandaríska söngkonan Pink segist sjá eftir því að hafa gert lag um skyrbjúg undir lok þarsíðasta áratugs. Lagið gerði hún fyrir teiknimyndaþættina vinsælu um Svamp Sveinsson.

Lífið

„Ís­lendingar virðast oft eiga heims­met í skamm­sýni“

„Okkur þykir einstaklega vænt um að vera partur af hátíð sem þessari þar sem okkur er svo innilega annt um umhverfi okkar og þá náttúruperlu sem hálendi okkar Íslendinga er,“ segir hljómsveitin Celebs, sem kemur fram á Hálendishátíðinni á miðvikudagskvöld í Iðnó.

Menning

Hommahöllin komin á sölu

Listamennirnir Há­kon Hildi­brand, frum­kvöðull, menn­ing­ar­frömuður og dragdrottn­ing, og  Haf­steinn Haf­steins­son, mynd­list­ar­maður og rithöfundur hafa sett hið sögufræga stórhýsi, Sigfúsarhús, á Neskaupstað til sölu. Húsið gengur í dag undir nafninu Hommahöllin.

Lífið

Fór heim í löngu frímínútum að sniffa lím

Bogi Jónsson frumkvöðull og þúsundþjalasmiður sniffaði lím daglega í tvö ár sem unglingur og segist stálheppinn að hafa komist lífs af úr neyslunni. Bogi, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segir í þættinum sögu sína, meðal annars ótrúlegt tímabil á unglingsárunum þar sem hann sniffaði lím daglega.

Lífið

Tvö­föld og ó­vænt af­mælis­gleði hjá Magnúsi Geir

Leikhúsvinir og vandamenn Magnúsar Geirs Þórðarsonar Þjóðleikhússtjóra komu honum á óvart með óvæntri afmælisveislu í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöldið. Magnús Geir er floginn til Amsterdam til að fagna tímamótum frekar með sínum nánustu vinum.

Lífið

Klósettið fræga

Það var sannkallaður landsbyggðarslagur í Kviss á laugardagskvöldið þegar Tindastóll mætti Vestra.

Lífið

Óborganlegt upphaf steypiboðs Berglindar Bjargar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hrökk í kút með óborganlegum hætti þegar vinkonur hennar komu henni á óvart með steypiboði í dag. Uppákoman náðist sem betur fer á myndband fyrir þá sem hafa gaman af því að hlæja.

Lífið

„Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur“

Óskar Logi Ágústs­son, söngvari og gítar­leikari hljóm­sveitarinnar Vinta­ge Caravan, segist í eitt sinn hafa verið hræddur þegar að­dá­endur börðu hann augum í fyrsta skiptið þar sem hann var staddur á tón­leika­ferða­lagi í Mexíkó. Það hafi verið eina skiptið sem hann hafi hræðst.

Lífið

Meiri­háttar gleði og minni­háttar klúður

Það var skálað fyrir ástinni og álinu í Hörpu í gærkvöldi á meðan ein vinsælasta rokkhljómsveit landsins fyllti Eldborg. Múgur og margmenni skemmti sér konunglega í tónlistarhúsi allra landsmanna. Veislustýrur fengu óvænt ný nöfn þegar þær voru kynntar á svið.

Lífið