Lífið

Hágæða lífrænar snyrtivörur eftir Rose-Marie Swift

RMS beauty lífrænu förðunarvörurnar njóta mikilla vinsælda hjá versluninni Elira. Verslunin fagnar tveggja ára afmæli sínu um helgina og af því tilefni er 20% afsláttur af öllum vörum frá föstudegi til sunnudags, veglegir kaupaukar og kynningar bæði föstudag og laugardag.

Lífið samstarf

Kynnar Söngva­keppninnar þurfa ekki að kynnast

Kynna Söngvakeppni sjónvarpsins í ár þarf ekki að kynna fyrir hvert öðru enda eru þeir þeir sömu og í fyrra, það eru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Þorri Gunnarsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson. Lögin sem keppa í ár verða tilkynnt 27. janúar á næsta ári.

Lífið

Forza Motorsport: Strangheiðarlegur kappakstursleikur

Forza Motorsport er þrusufínn kappakstursleikur þar sem hægt er að upplifa æsispennandi kappakstra, bæði í einspilun og fjölspilun. Þetta er hægt að upplifa á raunverulegum bílum, hvort sem það eru rándýrir kappakstursbílar eða hefðbundnir götubílar.

Leikjavísir

Vildi klæðast ruslinu sínu

„Ég myndi segja að leikgleði einkenni listsköpun mína og hún er mjög litrík og umhverfisvæn,“ segir vöruhönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley, sem finnur notagildi í nánast öllu í kringum sig og fer vistvænar leiðir í sinni listsköpun. Rebekka Ashley er viðmælandi í Kúnst.

Menning

Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara

„Okkur leið eins og unglingum að upplifa fyrstu ástina,“ segir Maríanna Pálsdóttir, pistlahöfundur og eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur eftir að hún og kærastinn, Guðmundur Ingi, eða Dommi, fóru að stinga saman nefjum fyrir tveimur árum síðan.

Lífið

Einfalt og hollt „Helgu hrökkkex“

Helga Gabríela matreiðslumaður og þriggja barna móðir deildi hollri og einfaldri uppskrift afðhrökkkexi á samfélagsmiðlinum Instagram. Helgu hrökkkexið, eins og hún kallar það, aðeins níu innihaldsefni. 

Lífið

Blindaðist á öðru auga vegna streitu og kvíða

Eva Katrín Sigurðardóttir læknir og Wim hof þjálfari segist hafa verið farin að greina sjálfa sig með Parkinson eða MND þegar hún örmagnaðist á líkama og sál árið 2020. Hún var hreinlega farin að vona að hún væri með MS.

Heilsa

Lena Olin verður Hulda Hermannsdóttir

Sænska leikkonan Lena Olin mun fara með hlutverk lögreglukonunnar Huldu Hermannsdóttur í sjónvarpsseríu sem gerð verður eftir þríleik Ragnars Jónassonar, Dimmu, Drunga og Mistri.

Lífið

Fuerteventura komin á fluglista PLAY

Ómótstæðileg náttúrufegurð, gylltar strendur, kristaltær sjór og botnlaust úrval af útivist og afþreyingu gera eyjuna Fuerteventura að fullkomnum áfangastað fyrir þau sem þyrstir í sólarfrí.PLAY flýgur nú til þessarar sólarperlu.

Lífið samstarf

„Svona gerir maður ekki, mamma“

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var í gær og af því tilefni fór dagskrárgerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson og hitti móður sína, Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund, á heimili hennar í Hveragerði. 

Lífið

Leitin hafin að yngri Önnu og Elsu

Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins 1. mars. Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir fara með hlutverk systranna Önnu og Elsu.

Lífið

Sniðug íbúð Skoðanabróður til sölu

Bergþór Másson lífskúnstner og annar hlaðvarpsstjórnandi Skoðanabræðra hefur sett nýstárlega íbúð sína við Hverfisgötu í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 48,9 milljónir.

Lífið

Skammaðist sín fyrir mömmu sína og upp­lifði sig eina

Sig­ríður Gísla­dóttir, for­maður Geð­hjálpar og fram­kvæmda­stjóri Okkar heims, segist hafa skammast sín fyrir and­leg veikindi móður sinnar þegar hún var lítil. Hún segir börn upp­lifa sig ein í slíkum að­stæðum þó rann­sóknir sýni að fimmta hvert barn sé í slíkum að­stæðum.

Lífið