Lífið

Fjandinn laus þegar máls­hættina vantar

Framkvæmdastjóri hjá Nóa Síríus segir páskaeggjavertíðinni senn lokið hjá fyrirtækinu, og að síðustu egg fari brátt úr húsi á lager fyrirtækisins. Að mörgu þurfi að huga við gerð eggjanna, en mikilvægastir séu málshættirnir. Fjarvera þeirra í eggjum landsmanna geti jafnvel eyðilagt hátíðarnar fyrir einhverjum.

Lífið

Undurfagrar páskaskreytingar

Páskarnir eru handan við hornið með tilheyrandi veisluhöldum og samverustundum. Mínímalískar og undurfagrar páskaskreytingar lífga upp á heimilið og er sannkallaður vorboði. 

Lífið

Á­tján ára og stefna langt

Helgi Trausti Stefánsson, Maron Birnir Reynisson og Egill Airi Daníelsson eru á öðru ári í menntaskóla og ætla sér stóra hluti í tónlistarheiminum. Þeir voru að senda frá sér myndband við splunkunýtt lag sem þeir gáfu út í gegnum Tónhyl akademíu en Tryggvi Þór Torfason gerði taktinn. 

Tónlist

„Harry Klein“ er látinn

Þýski leikarinn Fritz Wepper er látinn, 82 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Harry Klein í þáttunum um lögreglumanninn Derrick.

Lífið

Súperstjörnur landsins fögnuðu með GDRN

Ofurstjarnan GDRN fagnaði nýrri plötu með pomp og prakt á veitingastaðnum Önnu Jónu í síðastliðinni viku. Platan ber heitið Frá mér til þín og inniheldur átta einlæg og poppskotin lög.

Tónlist

Vill komast aftur í vinnuna

Karl Bretakonungur er orðinn þreyttur á krabbameinsmeðferðinni og þrýstir nú á lækna sína og starfsfólk sitt um að fá grænt ljós til þess að mæta aftur í vinnu. Þetta segir frændi hans Peter Phillips í sjaldgæfu viðtali við ástralska miðla.

Lífið

Vaknaði einn daginn og gat ekki notað hægri höndina

Daníel Már Pálsson atvinnupókerspilari vakti athygli á dögunum eftir að hann vann 26 milljónir íslenskra króna á stórmóti á Jeju Island í Suður-Kóreu á dögunum. Þetta er stærsti sig­ur Daní­els á pókermóti hingað til. Hann segir baráttuna við gigtina hafa mótað sig mest í lífinu.

Lífið

„Hann er með svona Connery áru yfir sér“

Breska götublaðið The Sun fullyrti í vikunni að breska leikaranum Aaron Taylor-Johnson hefði verið boðið hlutverk njósnara hennar hátignar James Bond. Aðdáendurnir Pétur Ívarsson og Marín Eydal Sigurðardóttir eru bæði ánægð með valið og ganga svo langt að segja að það sé svipur með Aaron og hinum upprunalega Bond, sjálfum Sean Connery.

Bíó og sjónvarp

Ítalski píanistinn Maurizio Pollini látinn

Margrómaði píanistinn Maurizio Pollini lést í gær 23. mars 82 ára að aldri. Tilkynning barst í gær frá óperuhúsinu í Mílanó, La Scala, þar sem hann var tíður flytjandi. Pollini hefur heillað alþjóð með píanóleik sínum í rúmlega sextíu ár. Hann naut mikillar virðingar annarra tónlistarmanna.

Tónlist

Hámhorfið: Hvað eru hetjur hafsins að horfa á?

Sunnudagar til sjónvarpsgláps segja sumir og gildir þá einu hvort það sé á landi eða sjó. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks til að heyra hvað það er að horfa á. Í dag er rætt við sjómenn en hetjur hafsins eru sannarlega með fjölbreyttan smekk á afþreyingarefni.

Lífið

Ein­stakar ljós­myndir úr Sund­höll Reykja­víkur í gegnum tíðina

Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg á sér langa sögu sem nær aftur til fjórða áratugs seinustu aldar. Um áratugaskeið var Sundhöllin helsta kennslu- og æfingalaug Reykjavíkur og í gegnum tíðina hefur laugin eignast óteljandi fastakúnna sem þangað koma til að fá sér sundsprett, rækta líkama og sál og ræða þjóðmálin til mergjar í heita pottinum.

Lífið

Ást­ríðu­fullur safnari í Reykja­nes­bæ

Á heimili Ólafs Ólafssonar í Reykjanesbæ er líklega að finna eitt stærsta einkasafn landsins af merkjum og fatnaði sem tengjast starfsemi lögreglu, flugi, hersins og ýmissa annarra embættisaðila, bæði íslenskum og erlendum. Þar má meðal annars finna lögregluhúfu frá 1930, smellubindi frá Varnarmálastofnun Íslands, húfumerki yfirmanna Landhelgisgæslunnar frá tímum Þorskastríðsins því og svo mætti lengi telja.

Lífið

Hlustendaverðlaunin 2024: Barna­kór tók undir með XXX Rottweiler

Félagarnir í þekktustu og gamalgrónustu rapphljómsveit landsins XXX Rottweiler mættu, sáu og sigruðu á Hlustendaverðlaunum 2024 sem fram fóru í Gamla bíó á fimmtudagskvöld. Óvæntir gestir frá Drengjakór Reykjavíkur og Kársneskórnum slógu í gegn á sviðinu með hljómsveitinni.

Tónlist

„Hæ, ég held að þú sért blóðfaðir minn“

Stærsti draumur Tori Lynn Gísladóttur rættist um síðustu jól. Þá voru hún og bandarískur blóðfaðir hennar sameinuð á ný, eftir fimmtán ára aðskilnað. Sagan þar á bak við er flókin og óvenjuleg – og á sama tíma hjartnæm og falleg.

Lífið