Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Tork gaur 2. maí 2025 08:41 „Ég stóð mig að því að kíkja á hann nokkrum sinnum út um eldhúsgluggann þar sem honum var lagt úti á hlaði," segir James Einar Becker Í sjötta þætti Tork gaur skoðar James Einar Becker BMW X3 30e M-Sport. Er þetta fjórða kynslóð X3 sem BMW framleiðir og er þetta tengiltvinn bíll. James Einar hefur þetta að segja um bílinn. „Þessi fjórða kynslóð BMW X3 er svokallaður „looker” og er bíll sem strax grípur augað. Ég stóð mig að því að kíkja á hann nokkrum sinnum út um eldhúsgluggann þar sem honum var lagt úti á hlaði og er það vanalega mjög góð mælistika á það hvort að mér þykir bíll fallegur eða ekki,“ segir James Einar. Línulegur framendi fyrir sem minnsta loftmótstöðu „Undanfarin ár hafa skapast misgáfulegar umræður um það á internetinu hvort að nýrun á nýjum BMW séu falleg, ljót, breið, of stór eða falleg. En í þetta skipti hefur BMW náð að negla hönnunina hvað fallegan framenda varðar. Framan á nefinu þar sem BMW merkið er má finna smáatriði sem að minna á framenda BMW M3. Restin af húddinu er samt mjög flatt og er það parað við mjög línulegan framenda sem er hannað með það í huga að veita sem allra minnstu loftmótstöðu sem gerir bílnum kleift að eyða sem allra minnst af eldsneyti þegar hann er á ferðinni." „Það hefur lengi háð BMW eigendum að aðrir vegfarendur geta ekki séð að þeir séu að aka BMW að kvöldi til. BMW hefur nú gengið úr skugga um að það gerist aldrei aftur á þessum nýja X3. Í myrkri þá lýsast nýrun upp svo að allir geta séð að þú akir um á BMW. Ekki bara BMW, heldur glænýjum BMW,“ segir James Einar. Þessi nýi BMW X3 30e M-Sport er tengiltvinn bíll sem þýðir að hann getur keyrt á rafhlöðunni einni sér einhverja 80-100 km eftir aðstæðum. Svo kemur bíllinn með tveggja lítra, fjögurra sílendra bensínvél framan í húddi og samanlagt skilar bíllinn 299 hestöflum og 420 Nm af togi. Grunnútgáfan skilar jafnmörgum hestöflum M-Sport útgáfan af X3 kostar ca 13,9 milljónir á meðan að grunn útgáfan af bílnum kostar ca 12,7 milljónir. Helsti munurinn á þessum bílum er sá að á M-sport útgáfunni fær maður allskonar aukahluti eins og M-sport stýri, M-Sport felgur, rauðum M-Sport bremsudælum og belti með M-Sport litunum saumað í. Svo fær maður einnig Harman Kardon hljóðkerfi með fimmtán hátölum og bassaboxi aftan í skotti sem hljómar einstaklega vel. Grunn útgáfan af BMW X3 kemur samt með sama vélakost og M-Sport útgáfan og skilar því jafn mörgum hestöflum. Plássið í farþegarými bílsins er einstaklega gott. Bíllinn skartar fallegu panorama þaki sem að gerir það að verkum að það er hátt til lofts og nóg af plássi fyrir fullorðið fólk. Bíllinn ber samt af þegar kemur að því að koma fyrir barnabílstólum. Isofix festingarnar liggja einstaklega vel sem að gerir það að verkum að það er hægt að koma bílstól fyrir á ca 10 sekúndum. Skottið er þokkalegt að stærð og er 480 lítrar. Bíllinn kemur einnig með aðfellanlegum dráttarkrók og getur hann dregið tvö tonn. Bíllinn getur líka lagt sér sjálfur í stæði og virkaði kerfið vel í öll þau skipti sem það var prófað. Notendavæn hönnun og nóg fótapláss Þó svo að hönnunin á innréttingunni sé kannski ekki sú fallegasta sem BMW hefur hannað þá er hún einstaklega notendavæn fyrir ökumanninn. Allir skjáir í bílnum eru sveigðir að ökumanni sem gerir það að verkum að það er mjög gott að gera allt sem þarf í afþreyingarkerfi bílsins. Einnig er mjög rúmt og gott pláss fyrir hné og fætur ökumanns sem færir ökumanni mikil þægindi í lengri akstri. Í miðjunni má svo finna svokallað skartgripaskrín þar sem má finna þráðlausa hleðslu fyrir síma, tvær innstungur fyrir USB-C og heilmikið geymslupláss fyrir smádót. Pabbi gamli er kúl á BMW „Þegar ég skutlaði börnunum mínum í skólann um morguninn tók ég eftir þremur drengjum af unglingastigi sem stöldruðu við og virtu bílinn fyrir sér. Þeir virtust svo nikka til mín eins og að þeir samþykktu það að þetta væri töff bíll. Þannig geta börnin mín átt góðan skóladag vitandi það að pabbi gamli er kúl og keyrir um á töff BMW. Mögulega finnst þeim pabbi ekki kúl, en þau vita allavega að hann keyrir um á BMW,“ segir James Einar. Hér fyrir neðan má horfa á þáttinn: Tork gaur Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira
„Þessi fjórða kynslóð BMW X3 er svokallaður „looker” og er bíll sem strax grípur augað. Ég stóð mig að því að kíkja á hann nokkrum sinnum út um eldhúsgluggann þar sem honum var lagt úti á hlaði og er það vanalega mjög góð mælistika á það hvort að mér þykir bíll fallegur eða ekki,“ segir James Einar. Línulegur framendi fyrir sem minnsta loftmótstöðu „Undanfarin ár hafa skapast misgáfulegar umræður um það á internetinu hvort að nýrun á nýjum BMW séu falleg, ljót, breið, of stór eða falleg. En í þetta skipti hefur BMW náð að negla hönnunina hvað fallegan framenda varðar. Framan á nefinu þar sem BMW merkið er má finna smáatriði sem að minna á framenda BMW M3. Restin af húddinu er samt mjög flatt og er það parað við mjög línulegan framenda sem er hannað með það í huga að veita sem allra minnstu loftmótstöðu sem gerir bílnum kleift að eyða sem allra minnst af eldsneyti þegar hann er á ferðinni." „Það hefur lengi háð BMW eigendum að aðrir vegfarendur geta ekki séð að þeir séu að aka BMW að kvöldi til. BMW hefur nú gengið úr skugga um að það gerist aldrei aftur á þessum nýja X3. Í myrkri þá lýsast nýrun upp svo að allir geta séð að þú akir um á BMW. Ekki bara BMW, heldur glænýjum BMW,“ segir James Einar. Þessi nýi BMW X3 30e M-Sport er tengiltvinn bíll sem þýðir að hann getur keyrt á rafhlöðunni einni sér einhverja 80-100 km eftir aðstæðum. Svo kemur bíllinn með tveggja lítra, fjögurra sílendra bensínvél framan í húddi og samanlagt skilar bíllinn 299 hestöflum og 420 Nm af togi. Grunnútgáfan skilar jafnmörgum hestöflum M-Sport útgáfan af X3 kostar ca 13,9 milljónir á meðan að grunn útgáfan af bílnum kostar ca 12,7 milljónir. Helsti munurinn á þessum bílum er sá að á M-sport útgáfunni fær maður allskonar aukahluti eins og M-sport stýri, M-Sport felgur, rauðum M-Sport bremsudælum og belti með M-Sport litunum saumað í. Svo fær maður einnig Harman Kardon hljóðkerfi með fimmtán hátölum og bassaboxi aftan í skotti sem hljómar einstaklega vel. Grunn útgáfan af BMW X3 kemur samt með sama vélakost og M-Sport útgáfan og skilar því jafn mörgum hestöflum. Plássið í farþegarými bílsins er einstaklega gott. Bíllinn skartar fallegu panorama þaki sem að gerir það að verkum að það er hátt til lofts og nóg af plássi fyrir fullorðið fólk. Bíllinn ber samt af þegar kemur að því að koma fyrir barnabílstólum. Isofix festingarnar liggja einstaklega vel sem að gerir það að verkum að það er hægt að koma bílstól fyrir á ca 10 sekúndum. Skottið er þokkalegt að stærð og er 480 lítrar. Bíllinn kemur einnig með aðfellanlegum dráttarkrók og getur hann dregið tvö tonn. Bíllinn getur líka lagt sér sjálfur í stæði og virkaði kerfið vel í öll þau skipti sem það var prófað. Notendavæn hönnun og nóg fótapláss Þó svo að hönnunin á innréttingunni sé kannski ekki sú fallegasta sem BMW hefur hannað þá er hún einstaklega notendavæn fyrir ökumanninn. Allir skjáir í bílnum eru sveigðir að ökumanni sem gerir það að verkum að það er mjög gott að gera allt sem þarf í afþreyingarkerfi bílsins. Einnig er mjög rúmt og gott pláss fyrir hné og fætur ökumanns sem færir ökumanni mikil þægindi í lengri akstri. Í miðjunni má svo finna svokallað skartgripaskrín þar sem má finna þráðlausa hleðslu fyrir síma, tvær innstungur fyrir USB-C og heilmikið geymslupláss fyrir smádót. Pabbi gamli er kúl á BMW „Þegar ég skutlaði börnunum mínum í skólann um morguninn tók ég eftir þremur drengjum af unglingastigi sem stöldruðu við og virtu bílinn fyrir sér. Þeir virtust svo nikka til mín eins og að þeir samþykktu það að þetta væri töff bíll. Þannig geta börnin mín átt góðan skóladag vitandi það að pabbi gamli er kúl og keyrir um á töff BMW. Mögulega finnst þeim pabbi ekki kúl, en þau vita allavega að hann keyrir um á BMW,“ segir James Einar. Hér fyrir neðan má horfa á þáttinn:
Tork gaur Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira