Lífið

Góm­sætar og grænar upp­skriftir

Veganúar hófst formlega í gærkvöldi í tíunda sinn. Samtök grænkera standa fyrir átakinu sem varir allan janúarmánuð með því markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Lífið

Þjóðin er mætt í ræktina

Það er heldur betur gömul saga og ný að þjóðin ætlar sér alltaf að taka sig á í byrjun árs, koma sér í ræktina og missa nokkur kíló eftir hátíðirnar.

Lífið

Egill og Íris Freyja eiga von á barni

Íris Freyja Salguero fyrirsæta og Egill Halldórsson, eigandi Górilla vöruhúss og Wake up Reykjavík, eiga von á sínu fyrsta barni. Parið greindi frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið

Þýskur sirkus engin fyrir­staða fyrir Rúrik

Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og meðlimur strákabandsins Ice-Guys, stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu þáttaröð þýska raunveruleikaþáttarins, Stars in der Manege, í gærkvöldi. Þættirnir gerast í sirkus. Greint er frá árangri Rúriks í þýskum miðlum.

Lífið

Hópárás gegn 90210 stjörnu náðist á mynd­band

Bandaríski leikarinn Ian Ziering lenti í átökum við mótorhjólagengi á gamlárskvöld. Myndband af átökunum hefur verið birt í fjölmiðlum vestanhafs, en þar má sjá marga ráðast að Ziering sem svarar fyrir sig, en endar á að hlaupa á brott.

Lífið

Theo­dóra Mjöll fann ástina og er ó­létt

Theodóra Mjöll Skúladóttir, hárgreiðslukona og vöruhönnuður, hefur fundið ástina í örmum Þórs Steinars Ólafs knattspyrnuþjálfara. Parið á auk þess von á sínu fyrsta barni saman á sumarmánuðum.

Lífið

Plötuðu gesti Vikunnar upp úr skónum

Síðasti Vikuþáttur ársins hjá Gísla Marteini á RÚV fór fram laugardagskvöldið 30. desember þar sem árið var gert upp. Skína með Patrik Atlasyni, Prettyboitjokko, var valið lag ársins og Patrik boðið í þáttinn til að flytja lagið.

Lífið

Bróðir Hemma: „Ég er of­boðs­lega sár yfir þessu“

Ragnar Gunnarsson, bróðir Hermanns heitins Gunnarssonar, segist mjög sár yfir innkomu Hemma í Áramótaskaupið. Í atriðinu sem um ræðir mátti sjá þónokkra þjóðþekkta einstaklinga stíga á stokk, en þar má nefna Boga Ágústsson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, Björk Guðmundsdóttur, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Ólaf Ragnar Grímsson.

Lífið

Missti sjón á öðru auga vegna streitu

Eva Katrín Sigurðardóttir, læknir og Wim Hof kennari segist mögulega eiga Íslandsmet í endurhæfingu eftir kulnun. Eva mætti í podcast Sölva Tryggvasonar og sagði frá því þegar hún blindaðist á öðru auga vegna streitu.

Lífið

Ætlar upp á drottninguna á árinu

Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið.

Lífið

Alls kyns yfir­lýsingar tengdar forsetaframboði

Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram.

Lífið

„Verið vel­komin á trúðasýninguna í vor“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig fram til forsetaembættisins að nýju. Sjöundi forseti Íslands verður því kjörinn í sumar. Sumir kvíða kosningunum en aðrir þakka Guðna fyrir síðastliðin tæp átta ár.

Lífið

Rússíbanareið sem fylgir því að eignast þrí­bura

Árið 2023 var ár þríbura hér á landi, þá fæddust þrennir þríburar á Landspítalanum á einni viku. Nokkurs konar heimsmet hjá smáþjóð að mati sérfræðinga. Þríburafæðingar á Íslandi eru sjaldgæfar en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hafa 57 þríburafæðingar átt sér stað síðustu 33 ár af 143 þúsund fæðingum alls.

Lífið

Fengu leyfi frá fjöl­skyldu Hemma Gunn

Skemmtikraftarnir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. spurðu fjölskyldu Hermanns heitins Gunnarssonar, Hemma Gunn, leyfis áður en þeir nýttu gervigreind til þess að hafa Hemma með í Áramótaskaupinu í ár.

Lífið