Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lovísa Arnardóttir skrifar 2. mars 2025 07:01 Höfundar bókarinnar. Frá vinstri Þórunn Pálsdóttir, Hallfríður Kristín Jónsdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Hildur A. Ármannsdóttir og Hulda Sigurlína Þórðardóttir. Aðsend Á dögunum kom út fyrsta íslenska bókin sem fjallar um brjóstagjöf. Í bókinni er að finna ýmis ráð við þekktum vandamálum, reynslusögur og skýringarmyndir. Höfundar bókarinnar eru Ingibjörg Eiríksdóttir Hildur A. Ármannsdóttir, Þórunn Pálsdóttir, Hulda Sigurlína Þórðardóttir og Hallfríður Kristín Jónsdóttir. Allar eru þær ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og brjóstagjafaráðgjafar. „Við erum ákaflega stoltar af hvernig til tókst þar sem þetta er fyrsta bókin sem skrifuð er á íslensku af fagfólki og við vonumst til að bókin nýtist sem flestum. Tilvalin gjöf fyrir verðandi foreldra, babyshower, foreldra í barneignarferlinu, ömmur og afa eða ef þú ert fagmanneskja sem vinnur með mæðrum í brjóstagjöf,“ segir Hallfríður Kristín Jónsdóttir, eða Fríða eins og hún er alltaf kölluð. Hún segir það lengi hafa verið draum vinkvennanna að skrifa slíka bók. „ Við ákváðum svo loks í byrjun árs 2023 að gefa okkur tíma til að setjast niður og skrifa bók um brjóstagjöf sem hefur verið langþráður draumur okkar allra. Bókin er hugsuð sem handbók fyrir foreldra, ömmur og afa, fagfólk og alla þá sem vilja styðja og valdefla konur í brjóstagjöf.“ Mikill fjöldi keypti bókina áður en hún kom út á Karolinafund. Aðsend Handbók fyrir alla sem vilja valdefla konur Bókin er hugsuð sem handbók fyrir foreldra, ömmur og afa, fagfólk og alla þá sem vilja styðja og valdefla konur í brjóstagjöf. „Bókina má lesa línulega, spjaldanna á milli eða nota sem uppflettirit. Bókin er þannig uppbyggð að þar sem fjallað er um áskoranir er stundum þörf á að fletta fram og til baka í bókinni til að átta sig betur á lausnum við vandamálum. „Bókin er þannig uppbyggð að þar sem fjallað er um áskoranir er stundum þörf á að fletta fram og til baka í bókinni til að átta sig betur á lausnum við vandamálum. Reynsla okkar og þekking byggir á upplýsingum sem við höfum safnað að okkur úr ýmsum áttum svo sem bókum, fræðigreinum, ráðstefnum og veraldarvefnum. En fyrst og fremst hafa mæður og börn kennt okkur hvað mest þegar kemur að brjóstagjöf,“ segir Fríða. Efnisyfirlit bókarinnar. Fríða segir gott fyrir foreldra að undirbúa og fræða sig um brjóstagjöf áður en barnið kemur í heiminn. „Bókin er hugsuð þannig og byggð upp og við mælum með að kona, og maki, lesi fyrstu þrjá kaflana á meðgöngu til að undirbúa sig þannig að fyrstu dagarnir og vikurnar komi ekki á óvart og verði auðveldari. Til dæmis varðandi algenga og eðlilega hegðun brjóstabarnsins.“ Mikilvægt að vita hvernig brjóstin virka Í bókinni er þannig farið yfir kosti brjóstagjafar, undirbúning og ákvörðun um að hafa barn á brjósti. „Þá hvað er gott að hafa í huga við þá ákvörðun, hvernig brjóstamjólk er samsett, hvernig brjóstin virka. Það er líka farið yfir ákveðin mikilvæg atriði eftir fæðingu til að stuðla að farsælli brjóstagjöf, hvað er eðlilegt fyrstu dagana og helstu áskoranir og þá algengu spurningu hvort barnið sé að fá nóg að drekka.“ Síðustu kaflar bókarinnar eru svo helgaðir áskorunum og vandamálum sem snúa að móður eða barni. „Það er ítarlegur kafli um öll möguleg hjálpartæki í brjóstagjöf, tilgang þeirra og allt sem snýr að þeim. Síðan er kafli um að vera með barn á brjósti ásamt daglegu lífi. Að lokum er kafli um það hvernig hætt á brjóstagjöf sama af hvaða ástæðu það er.“ Úr útgáfuhófi sem haldið var í janúar. Aðsend Hún segir tíðni brjóstagjafar á Íslandi ekki sérstaklega háa. Þar skipti máli misvísandi upplýsingar til kvenna frá bæði fagfólki og frá samfélaginu. „Oft eru þær konur sem til okkar leita með einföld vandamál sem hefði verið hægt að leysa mun fyrr ef rétt aðstoð væri til staðar. Okkar von er sú að bókin okkar upplýsi, styðji og valdefli konur í brjóstagjöf og efli brjóstagjöf á Íslandi og að bókin okkar verði til þess að samræma fræðslu og stuðning frá fagfólki.“ Höfðu ekki trú á bókinni Ritstjóri bókarinnar er Sólveig Jónsdóttir. „Við leituðum til Sólveigar þegar bókin var á hugmyndastigi og hún náði einhvern veginn að samræma textann okkar og gera hann svo fallegan og flæðandi fyrir lesandann. Í fyrstu leituðum við til nokkurra bókaútgáfa sem höfðu ekki trú á því að það væri markaður fyrir bók sem þessa á Íslandi. Við afsönnuðum það þegar við seldum um 400 bækur gegnum Karolinafound.“ Eftir það leituðu þær til Jónasar hjá Bókafélaginu. Fríða segir samstarf kvennanna fimm hafa gengið ótrúlega vel. „Hann hafði trú á okkur og var til í að gefa út þessa bók. Þá má kalla það afrek að fimm konur hafi getað komið sér saman um texta en þetta tók samt rúma tuttugu mánuði. Til dæmis vitum við um nokkrar konur sem voru ófrískar þegar þær keyptu bókina, voru búnar að fæða það og annað barn alveg að koma,“ segir Fríða og heldur áfram: „Reynsla okkar og þekking byggir á upplýsingum sem við höfum safnað að okkur úr ýmsum áttum svo sem bókum, fræðigreinum, ráðstefnum og veraldarvefnum. En fyrst og fremst hafa mæður og börn kennt okkur hvað mest þegar kemur að brjóstagjöf. Saman höfum við áratuga reynslu af því að sinna mæðrum í barneignarferlinu og við vonumst til þess að þessi þekking okkar nýtist sem flestum.“ Börn og uppeldi Tengdar fréttir Mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf Stjórn félags brjóstagjafaráðgjafa segir mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf. 1. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
„Við erum ákaflega stoltar af hvernig til tókst þar sem þetta er fyrsta bókin sem skrifuð er á íslensku af fagfólki og við vonumst til að bókin nýtist sem flestum. Tilvalin gjöf fyrir verðandi foreldra, babyshower, foreldra í barneignarferlinu, ömmur og afa eða ef þú ert fagmanneskja sem vinnur með mæðrum í brjóstagjöf,“ segir Hallfríður Kristín Jónsdóttir, eða Fríða eins og hún er alltaf kölluð. Hún segir það lengi hafa verið draum vinkvennanna að skrifa slíka bók. „ Við ákváðum svo loks í byrjun árs 2023 að gefa okkur tíma til að setjast niður og skrifa bók um brjóstagjöf sem hefur verið langþráður draumur okkar allra. Bókin er hugsuð sem handbók fyrir foreldra, ömmur og afa, fagfólk og alla þá sem vilja styðja og valdefla konur í brjóstagjöf.“ Mikill fjöldi keypti bókina áður en hún kom út á Karolinafund. Aðsend Handbók fyrir alla sem vilja valdefla konur Bókin er hugsuð sem handbók fyrir foreldra, ömmur og afa, fagfólk og alla þá sem vilja styðja og valdefla konur í brjóstagjöf. „Bókina má lesa línulega, spjaldanna á milli eða nota sem uppflettirit. Bókin er þannig uppbyggð að þar sem fjallað er um áskoranir er stundum þörf á að fletta fram og til baka í bókinni til að átta sig betur á lausnum við vandamálum. „Bókin er þannig uppbyggð að þar sem fjallað er um áskoranir er stundum þörf á að fletta fram og til baka í bókinni til að átta sig betur á lausnum við vandamálum. Reynsla okkar og þekking byggir á upplýsingum sem við höfum safnað að okkur úr ýmsum áttum svo sem bókum, fræðigreinum, ráðstefnum og veraldarvefnum. En fyrst og fremst hafa mæður og börn kennt okkur hvað mest þegar kemur að brjóstagjöf,“ segir Fríða. Efnisyfirlit bókarinnar. Fríða segir gott fyrir foreldra að undirbúa og fræða sig um brjóstagjöf áður en barnið kemur í heiminn. „Bókin er hugsuð þannig og byggð upp og við mælum með að kona, og maki, lesi fyrstu þrjá kaflana á meðgöngu til að undirbúa sig þannig að fyrstu dagarnir og vikurnar komi ekki á óvart og verði auðveldari. Til dæmis varðandi algenga og eðlilega hegðun brjóstabarnsins.“ Mikilvægt að vita hvernig brjóstin virka Í bókinni er þannig farið yfir kosti brjóstagjafar, undirbúning og ákvörðun um að hafa barn á brjósti. „Þá hvað er gott að hafa í huga við þá ákvörðun, hvernig brjóstamjólk er samsett, hvernig brjóstin virka. Það er líka farið yfir ákveðin mikilvæg atriði eftir fæðingu til að stuðla að farsælli brjóstagjöf, hvað er eðlilegt fyrstu dagana og helstu áskoranir og þá algengu spurningu hvort barnið sé að fá nóg að drekka.“ Síðustu kaflar bókarinnar eru svo helgaðir áskorunum og vandamálum sem snúa að móður eða barni. „Það er ítarlegur kafli um öll möguleg hjálpartæki í brjóstagjöf, tilgang þeirra og allt sem snýr að þeim. Síðan er kafli um að vera með barn á brjósti ásamt daglegu lífi. Að lokum er kafli um það hvernig hætt á brjóstagjöf sama af hvaða ástæðu það er.“ Úr útgáfuhófi sem haldið var í janúar. Aðsend Hún segir tíðni brjóstagjafar á Íslandi ekki sérstaklega háa. Þar skipti máli misvísandi upplýsingar til kvenna frá bæði fagfólki og frá samfélaginu. „Oft eru þær konur sem til okkar leita með einföld vandamál sem hefði verið hægt að leysa mun fyrr ef rétt aðstoð væri til staðar. Okkar von er sú að bókin okkar upplýsi, styðji og valdefli konur í brjóstagjöf og efli brjóstagjöf á Íslandi og að bókin okkar verði til þess að samræma fræðslu og stuðning frá fagfólki.“ Höfðu ekki trú á bókinni Ritstjóri bókarinnar er Sólveig Jónsdóttir. „Við leituðum til Sólveigar þegar bókin var á hugmyndastigi og hún náði einhvern veginn að samræma textann okkar og gera hann svo fallegan og flæðandi fyrir lesandann. Í fyrstu leituðum við til nokkurra bókaútgáfa sem höfðu ekki trú á því að það væri markaður fyrir bók sem þessa á Íslandi. Við afsönnuðum það þegar við seldum um 400 bækur gegnum Karolinafound.“ Eftir það leituðu þær til Jónasar hjá Bókafélaginu. Fríða segir samstarf kvennanna fimm hafa gengið ótrúlega vel. „Hann hafði trú á okkur og var til í að gefa út þessa bók. Þá má kalla það afrek að fimm konur hafi getað komið sér saman um texta en þetta tók samt rúma tuttugu mánuði. Til dæmis vitum við um nokkrar konur sem voru ófrískar þegar þær keyptu bókina, voru búnar að fæða það og annað barn alveg að koma,“ segir Fríða og heldur áfram: „Reynsla okkar og þekking byggir á upplýsingum sem við höfum safnað að okkur úr ýmsum áttum svo sem bókum, fræðigreinum, ráðstefnum og veraldarvefnum. En fyrst og fremst hafa mæður og börn kennt okkur hvað mest þegar kemur að brjóstagjöf. Saman höfum við áratuga reynslu af því að sinna mæðrum í barneignarferlinu og við vonumst til þess að þessi þekking okkar nýtist sem flestum.“
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf Stjórn félags brjóstagjafaráðgjafa segir mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf. 1. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf Stjórn félags brjóstagjafaráðgjafa segir mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf. 1. febrúar 2024 08:00