Lífið

Leikarinn Charles Grodin er látinn

Leikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Charles Grodin, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í myndunum Midnight Run, The Heartbreak Kid og Beethoven, er dáinn. Hann var 86 ára gamall og dó úr krabbameini í dag.

Lífið

Euro­vision­vaktin: Engum hlíft á fyrra undan­k­völdinu

Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft.

Lífið

Líður ekki eins og hann sé í Euro­vision lengur

Daði Freyr segir það hálf súrrealískt að vera kominn út til Hollands til að keppa í Euro­vision en vera fastur í sótt­kví. „Við erum bara búin að vera uppi á hótel­her­bergi að bíða og manni líður ekkert eins og maður sé í Euro­vision lengur. Svo á morgun eigum við bara að fara beint inn í general­prufu. Þetta er alveg súrrealískt.“

Lífið

Viðar Örn einhleypur

Norski miðillinn Verdens Gang greinir frá því að knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson sé einhleypur.

Lífið

Maðurinn á bak við „Vi er røde, vi er hvide“ er fallinn frá

Danski tónlistarmaðurinn Michael Bruun er látinn, sjötugur að aldri. Bruun er einna þekktastur fyrir að hafa samið og framleitt lagið Re-Sepp-Ten, með laglínuna „Vi er røde, vi er hvide“ í viðlaginu. Lagið ómaði í kringum leiki danska landsliðsins á HM í knattspyrnu 1986 og raunar löngu eftir það og gerir enn.

Lífið

Ariana Grande gengin í það heilaga

Söngkonan Ariana Grande giftist unnusta sínum, fasteignasalanum Dalton Gomez, um helgina. Athöfnin var lágstemmd og voru færri en tuttugu viðstaddir þegar söngkonan og Gomez gengu í það heilaga.

Lífið

Daði og Gagna­magnið enn í sótt­kví

Daði Freyr og Gagnamagnið eru enn í sóttkví og munu fara í annað PCR-próf á miðvikudag. Smit kom upp í íslenska hópnum í gær en greint var frá því fyrr í kvöld að enginn annar í hópnum væri smitaður.

Lífið

Ekki fleiri smit í íslenska hópnum

Ekkert smit greindist í sýnatöku íslenska Eurovision-hópsins eftir að einn úr hópnum greindist með veiruna í gær. Þau þrettán sem eru í hópnum fóru í skimun í gær en sá sem greindist í gær er ekki á meðal þeirra sem koma fram í atriðinu sjálfu.

Lífið

Óvissunni um Stockfish eytt

Eftir töluverða óvissu er ljóst að hægt verður að standa fyrir kvikmyndahátíðinni Stockfish frá 20. maí til 30. maí í Bíó Paradís.

Lífið

Fór í sérútbúnum hjólastól að gosinu

Dagur Steinn Elfu Ómarsson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem lagt hefur leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall síðustu vikur. Hann notar sérútbúinn hjólastól og fékk því lánaðan sérstakan stól fyrir þessa skemmtilegu ferð. 

Lífið

Hætt saman eftir nokkurra mánaða sam­band

Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Trevor Noah og leikkonan Minka Kelly eru hætt saman samkvæmt heimildum People. Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðasta haust en nú hefur sést til þeirra í sitthvoru lagi og segja heimildarmenn sambandinu lokið.

Lífið

Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest

Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum.

Lífið

Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið

Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku.

Lífið