Í þættinum á föstudaginn mættu leikararnir Þuríður Blær og Vilhelm Neto og fór hreinlega á kostum.
Villi Neto var með Steinda í liði og fengu þau eitt mjög skemmtilegt verkefni sem var að leika frægt atriði úr þætti.
Fyrir valinu varð þekkt atriði úr raunveruleikaþáttunum Rockstar Supernova sem voru geysivinsælir á sínum tíma. Þar tók tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson þátt og náði mjög vel í þáttunum sem teknir voru upp í Bandaríkjunum.
Einn af bestu flutningum Magna í þáttunum var þegar hann flutti lagið Dolphin's Cry með sveitinni Live.
Steindi ákvað vera sjálfur Magni og fór Villi Neto með hlutverk allra í dómnefndinni, m.a. Tommy Lee. Hér að neðan má sjá atriðið sjálft.