Lífið

Féll fyrir brúð­kaupum þegar hún gifti sig og gerðist brúð­kaupsplanari

Þegar Alina Vilhjálmsdóttir missti vinnuna í byrjun árs 2020 ákvað hún að hella sér í brúðkaupsbransann. Hún stofnaði fyrirtækið Andatakið þar sem hún fór að bjóða upp á persónuleg boðskort og annað bréfsefni tengt brúðkaupum. Það vatt þó hratt upp á sig og nú er Alina farin að skipuleggja brúðkaup frá A til Ö fyrir aðra.

Lífið

Vilja 18,5 milljónir frá Dua Lipa vegna myndar á Instagram

Fyrirtæki hefur höfðað mál gegn bresku tónlistarkonunni Dua Lipa vegna myndar sem hún birti á Instagram. Myndin var tekin af svokölluðum paparassa, ljósmyndara sem tekur myndir af frægu fólki og eltir það jafnvel, á flugvelli þar sem hún stóð í röð.

Lífið

Vök frumsýnir nýtt myndband tekið í Rauðhólum

Hljómsveitin Vök hefur sent frá sér nýtt myndband við smáskífu sína, Skin sem kom út fyrir viku. Skin kemur í kjölfarið á smáskífunni, Lost in the Weekend. Bæði lögin gefa innsýn í hvers er að vænta af nýrri plötu sem meðlimir Vakar vinna nú að.

Lífið

Jay-Z og Beyoncé komu ekki með vélinni

Rapparinn Jay-Z var ekki um borð í einka­þotunni sem lenti á Reykja­víkur­flug­velli í dag. Rapparinn vin­sæli ferðast iðu­lega um á þotunni en hún er merkt með í­þrótta­vöru­merkinu Puma, sem Jay-Z á í sam­starfi við auk þess sem skráningar­númer hennar vísar beint í rapparann.

Lífið

Lil Baby hand­tekinn í París vegna fíkni­efna

Bandaríski rapparinn Lil Baby hefur verið handtekinn í París eftir að fíkniefni fundust í fórum hans. Hann er staddur í París með körfuboltamanninum James Harden í tilefni tískuvikunnar í París. Harden var ekki handtekinn og er ekki grunaður um nokkuð glæpsamlegt.

Lífið

Bríet í fyrsta sinn á Þjóð­há­tíð

Tónlistarkonan Bríet mun í fyrsta sinn spila á Þjóðhátíð um komandi Verslunarmannahelgi en auk hennar munu Aron Can, Cell 7, Herra Hnetusmjör, Jóhanna Guðrún, Bandmenn og Stuðlabandið spila á hátíðinni.

Lífið

Sigurður Ingi og Bjarni Ben grilla ofan í gesti Kótelettunnar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, munu grilla ofan í gesti Kótelettunnar á Selfossi á laugardaginn. Þá verða þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, sérstakir aðstoðargrillarar. BBQ kóngurinn sjálfur, Alfreð Fannar Björnsson, mun vera þeim til halds og trausts.

Lífið

Hikar ekki við að hringja í fólk með reynslu

Fida Abu Libdeh orku- og umhverfistæknifræðingur er frumkvöðull með meiru. Fida er stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins GeoSilica, sem býr til fæðubótarefni úr affallsvatni frá jarðhitavirkjunarinnar Hellisheiðarvirkjun.

Lífið

Haf-dóttirin komin í heiminn

Hjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store, eignuðust í dag sitt annað barn, litla stúlku. 

Lífið

Auglýsingar fyrir SS fyrsta verkefnið sem lærður leikari

Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli melló, er að eigin sögn frábær í að veiða í soðið og selja alls konar dót. Hann er einnig fínasti tónlistarmaður en það tók hann þónokkurn tíma að treysta á færni sína á leiksviðinu, þótt það síðarnefnda sé atvinnan hans í dag.

Lífið

„Ég hélt að þetta væri búið hjá mér“

“Ég hélt þetta væri búið hjá mér. Ég sá svipinn hjá Heimi og Ank og ég sagði að þetta væri mjög slæmt,“ segir Everestfarinn og göngugarpurinn Sigurður Barni Sveinsson í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. 

Lífið

Leynd ó­létta Scar­lett Johans­son opin­beruð

Hollywood leikkonan Scarlett Johansson á von á barni með eiginmanni sínum Colin Jost. Erlendir fjölmiðlar greindu frá fréttunum fyrr en dag, en samkvæmt þeirra heimildum á leikkonan að vera komin töluvert langt á leið.

Lífið

Þórólfur neitar að taka við brekkusöngnum

Eftir að brekkusöng Ingólfs Þórarinssonar var aflýst á Þjóðhátíð í vikunni upphófst nokkur umræða um það hver ætti að hlaupa í skarðið. Á meðal tillagna sem kom fram var að sjálfur sóttvarnalæknir tæki við brekkusöngnum, enda bæði Eyjamaður og lunkinn gítarleikari.

Lífið

Símamótið kveður númerin og fer nýjar leiðir við nafngjöf

Mótstjórn Símamótsins og Knattspyrnudeild Breiðabliks hvetja félög til þess að leggja niður númeraröðun liða í yngstu flokkunm. Mælt er með því að skíra liðin eftir íslensku knattspyrnufólki. Knattspyrnukonum í tilfelli Símamótsins sem hefst í Kópavogi á föstudag.

Lífið

Hildi barst líflátshótun í kjölfar Eurovison

„Ég er heppin með það að lyfin breyttu miklu hjá mér, með mitt ADHD. Ég man alltaf þegar ég byrjaði á lyfjunum og ég hugsaði: Vá, er það svona sem að fólki á að líða?“ Þetta segir söngkonan og lagahöfundurinn Hildur Kristín Stefánsdóttir í vefþættinum Á rúntinum.

Lífið