Íslenski boltinn

Þórdís Elva semur við Þróttara
Þórdís Elva Ágústsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning um að leika með Þrótti á næsta tímabili í Bestu deildinni.

Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni
Knattspyrnulið Dalvíkur/Reynis mun leika undir stjórn Harðar Snævars Jónssonar á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir til tveggja ára.

Birkir Valur yfirgefur HK
Bakvörðurinn Birkir Valur Jónsson hefur yfirgefið herbúðir HK sem féll úr Bestu deild karla í haust.

Enn kvarnast úr liði Vestra
Ibrahima Balde hefur yfirgefið lið Vestra í Bestu deild karla. Hann er áttundi leikmaðurinn til að fara frá liðinu eftir nýliðna leiktíð.

Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“
Nýir þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta eru spenntir fyrir komandi samstarfi. Þeir endurnýja kynnin en voru síðast saman á Hlíðarenda fyrir rúmum áratug.

Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik
Töluverður rígur var milli jafnaldra Arnórs Smárasonar og Rúriks Gíslasonar á yngri árum. Vítaklúður Arnórs veitti Rúrik og félögum sigurinn á Shell-mótinu í Eyjum á sínum tíma.

Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu
Gróttumenn gleðjast yfir því að hafa fengið Rúnar Pál Sigmundsson sem þjálfara meistaraflokks karla í fótbolta. Hann skrifaði undir samning til þriggja ára við félagið.

Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“
Hermann Hreiðarsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs HK í fótbolta, segir það eitt af draumastörfunum sem að þjálfari getur fengið að taka þátt í uppbyggingu og framförum. Hann fær það verkefni að reyna stýra liðinu strax aftur upp í Bestu deildina. Eyjamaðurinn og harðhausinn Hermann setti það ekki fyrir sig að fara inn í hlýjuna í Kórnum.

Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað bæði Víking R. og Breiðablik vegna hegðunar stuðningsmanna í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta, sem fram fór í Víkinni 27. október. Sekt heimaliðsins er þrefalt hærri en sekt útiliðsins.

Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt
ÍA var í dag sektað um 75 þúsund krónur af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna ummæla Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, eftir tap fyrir Víkingi í haust.

„Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“
Axel Óskar Andrésson mun ekki leika áfram með KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann hefur nú formlega kvatt liðið á samfélagsmiðlum, ber hann félaginu og KR-ingum í heild sinni söguna vel.

Kristófer áfram í Kópavogi
Kristófer Ingi Kristinsson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu út tímabilið 2026. Fyrri samningur hans átti að renna út nú um áramótin og var áhugi á leikmanninum bæði hér á landi sem og erlendis.

Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“
Annað árið í röð hlýtur Höttur á Egilsstöðum langmest úr Mannvirkjasjóði Knattspyrnusambands Íslands, eða rúmlega helming af þeim 30 milljónum sem útdeilt er í ár. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Fellavelli Hattarmanna.

Damir á leið til Asíu
Damir Muminovic, miðvörður Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur komist að samkomulagi við félagið um að yfirgefa það tímabundið til þess að spila í úrvalsdeild í Singapúr.

Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert
Katrín Ásbjörnsdóttir bíður þess enn að ganga frá nýjum samningi við Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta. Hún hefur æfingar með liðinu í vikunni en samningur hennar er runninn út.

Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn
Mikil gleði var í Kópavogi í sumar þar sem bæði karla- og kvennalið Breiðabliks urðu Íslandsmeistarar. Gleðin var ekki síst á heimili parsins Damirs Muminovic og Katrínar Ásbjörnsdóttur sem unnu hvor sinn titilinn.

„Velkomin í dal draumanna“
Fram verður með í Bestu deild kvenna í fótbolta næsta sumar og félagið er byrjað að styrkja liðið fyrir næsta tímabil.

Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal
Knattspyrnufélagið Fram og Reykjavíkurborg hafa nú náð saman um frekari uppbyggingu mannvirkja við íþróttaaðstöðu Fram í Úlfarsárdal en þetta er viðauki við samninginn sem var gerður árið 2017.

Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns
Bakvörðurinn Arnór Ingi Kristinsson er genginn í raðir ÍBV og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð.

Hermann Hreiðars tekur við HK
Hermann Hreiðarsson er tekinn við þjálfun Lengjudeildarliðs HK en Kópavogsliðið féll úr Bestu deildinni á dögunum.

Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig
Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er.

Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ
Aron Elí Sævarsson mun ekki ganga í raðir uppeldisfélagsins Vals og tekur slaginn með Aftureldingu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð.

Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka
Benóný Breki Andrésson, markakóngur Bestu deildar karla í knattspyrnu á nýafstöðu tímabili, er einn eftirsóttasti biti deildarinnar sem stendur. Enska B-deildarliðið Sunderland er sagt meðal liða sem vilja fá hann í sínar raðir.

Oliver kveður Breiðablik
Knattspyrnumaðurinn Oliver Sigurjónsson tilkynnti á Instagram í dag að hann hefði nú kvatt Breiðablik og myndi spila fyrir annað félag á næstu leiktíð.

„Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“
Spennandi tímar eru í vændum hjá KR að mati Baldurs Sigurðssonar og Atla Viðars Björnssonar. Þeir segja að KR-ingar megi alveg láta sig hlakka til komandi tíma hjá félaginu.

Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina
Víkingar gleðja ekki bara gjaldkerann sinn með frábæru gengi sínu í Evrópu heldur gætu þeir einnig hjálpað íslenskum fótbolta inn í þá Evrópukeppni sem hefur verið lokuð íslenskum liðunum síðustu ár.

„Þetta er liðið hans Höskuldar“
Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingar Stúkunnar, hrósuðu Höskuldi Gunnlaugssyni, fyrirliða Breiðabliks, í hástert þegar tímabilið í Bestu deild karla var gert upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar.

„Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“
Valur stendur Breiðabliki og Víkingi, bestu liðum Bestu deildar karla, langt að baki og getur ekki stytt sér leið á toppinn. Þetta sagði Baldur Sigurðsson í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem tímabilið 2024 í Bestu deild karla var gert upp.

„Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“
Atli Viðar Björnsson segir að KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sé einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo.

Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks
Einn af óvæntari stjörnum tímabilsins í Bestu deild karla var Stjörnumaðurinn Sigurður Gunnar Jónsson. Baldur Sigurðsson segir að sterkt hugarfar hafi skilað honum á þann stað sem hann er kominn á.