Gagnrýni

Amma og ömmubarn

Bráðskemmtilegir debút-tónleikar Agnesar Þorsteinsdóttur. Hún er ein efnilegasta söngkona sem ég hef heyrt í lengi. Amma hennar Agnes Löve lék með á píanó; leikur hennar var fullur af músík og skáldskap.

Gagnrýni

Fyrirgefðu ehf. aftengir sprengjuna fyrir þig!

Nýtt íslenskt leikverk þar sem ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og hrist upp í hugmyndum um fyrirgefningu og samfélagsgerð. Innihaldsrík sýning í fallegri umgjörð. Flutningshraðinn á villigötum.

Gagnrýni

Í skugga átaka

Ágætis sýning sem gefur góða innsýn í fjölbreytileika þeirra verkefna sem nútímadansarar þurfa að takast á við.

Gagnrýni

Sjónrænar blekkingar

Skondin sýning sem höfðað gæti til yngri kynslóða áhorfenda, byggð á leikhúsformi sem varla hefur verið sýnilegt hér á landi áður.

Gagnrýni

Góður Hamlet í gallaðri sýningu

Ólafur Darri leggur allt undir í titilhlutverkinu mikla og skilar heilsteyptri og oft áhrifamikilli mynd af Hamlet. En misheppnað leikaraval, undarleg textagerð og vafasamar áherslur í leikstjórn og sviðsetningu draga sýninguna niður og lokaþátturinn jaðrar við að verða farsi.

Gagnrýni

Stefán Hallur vinnur leiksigur

Virðingarverð og vönduð tilraun til að dusta rykið af gömlu íslensku verki sem líður fyrir rangt leikendaval í tvö af hlutverkunum þremur. Frábær túlkun Stefáns Halls Stefánssonar á Lúkasi er meginstyrkur sýningarinnar.

Gagnrýni

Kellur sýna klærnar

Vel unnin og lífleg útfærsla á 2500 ára gömlum satíruleik Aristófanesar, frekar þyngslalegu verki um afar áhugaverð pólitísk álitamál sem enn eru í fullu gildi – illu heilli!

Gagnrýni

Saga handa karlmönnum

Börkur tekst á við stórar hugmyndir og liggur mikið á hjarta en missir tökin á sögunni eftir því sem á líður. Hefði virkað betur sem smásaga í tímariti.

Gagnrýni

Brosið sem hvarf

Skemmtilega myndlýst bók fyrir unga krakka með áhugaverðum boðskap sem ætti að vekja umræður.

Gagnrýni