Erlent Beiðni um lausnargjald varð til þess að níu ára stúlka fannst heil á húfi Níu ára gömul bandarísk stúlka hefur fundist heil á húfi í New York-ríki eftir um það bil tveggja daga leit. Lausnargjaldsbréf sem var komið fyrir á heimili stúlkunnar varð til þess að hún fannst. Jafnframt hefur maður sem er grunaður um að nema stúlkuna á brott verið handtekinn. Erlent 3.10.2023 11:37 Þrír látnir eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Bangkok Þrír eru látnir eftir að ungur maður hóf skothríð í Siam Paragon-verslunarmiðstöðinni í taílensku höfuðborginni Bangkok í dag. Fjórtán ára drengur er í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Erlent 3.10.2023 11:17 Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. Erlent 3.10.2023 10:43 Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. Erlent 3.10.2023 10:06 Fjölga myndavélum og nýta sér gervigreindartækni betur Sænsk yfirvöld munu ráðast í sérstaka „eftirlitsmyndavélasókn“ og notast verður við gervigreind í auknum mæli í baráttunni við að glæpagengin og kveða niður þá ofbeldisöldu sem nú ríður yfir Svíþjóð. Erlent 3.10.2023 08:19 Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. Erlent 3.10.2023 07:36 Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. Erlent 3.10.2023 07:32 Páfi virðist leggja blessun sína yfir blessun samkynhneigðra para Frans páfi hefur gefið til kynna að það kunni að vera leiðir til að blessa samkynhneigð pör jafnvel þótt það sé enn afstaða kaþólsku kirkjunnar að aðeins karl og kona geti gengið í heilagt hjónaband. Erlent 3.10.2023 07:10 Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. Erlent 2.10.2023 21:54 Tískumógúll sakaður um skipulagt kynferðisofbeldi Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri tískurisans Abercrombie & Fitch, hefur verið sakaður um að hafa haldið regluleg kynsvöll þar sem ungir menn voru misnotaðir kynferðislega. Erlent 2.10.2023 18:32 Depardieu segir mannorði sínu hafa verið rústað Gérard Depardieu hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um ásakanir á hendur sér um meint kynferðisofbeldi og áreitni. Hann fullyrðir að fjölmiðlar hafi rústað mannorði hans. Erlent 2.10.2023 15:58 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. Erlent 2.10.2023 10:06 Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Nóbelsnefnd Karólínsku stofnunarinnar í Svíþjóð mun tilkynna innan skamms hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði. Erlent 2.10.2023 09:01 Tíu látnir eftir að þak kirkju hrundi í Mexíkó Tíu eru sagðir látnir og um tuttugu aðrir eru fastir undir þaki kirkju sem hrundi í borginni Ciudad Madero í Tamaulipas-ríki í Mexíkó þegar sunnudagsmessan stóð sem hæst í gær. Erlent 2.10.2023 08:49 Tvær sprengjuárásir í Stokkhólmi í morgun Tvær sprengjur sprungu í úthverfum Stokkhólms í morgun, í Huddinge og Hässelby. Erlent 2.10.2023 08:41 Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. Erlent 2.10.2023 07:15 PKK lýsir yfir ábyrgð á sprengjuárásinni Kúrdíski verkamannaflokkurinn PKK hefur lýst ábyrgð á sprengjuárás sem var framin fyrir utan innanríkisráðuneyti Tyrklands í höfuðborginni Ankara í morgun. Innanríkisráðherrann segir ljóst að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Erlent 1.10.2023 20:43 Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. Erlent 1.10.2023 17:01 Skortur og álag á lögregluþjónum: „Einungis fávitar myndu ganga til liðs við lögregluna“ Gífurlegt álag er á lögregluþjónum í Rússlandi, sem má að miklu leyti rekja til fækkunar lögregluþjóna, þó mun fleiri lögregluþjónar séu í Rússlandi miðað við í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fækkunin hefur komið niður á forvörnum þeirra gegn glæpum, leitt til spillingar og annarra vandræða. Erlent 1.10.2023 14:48 Tala látinna á Spáni komin í þrettán Þrettán eru látnir hið minnsta eftir eldsvoða á þremur samliggjandi skemmtistöðum í Múrsía á Spáni. Erlent 1.10.2023 13:20 Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. Erlent 1.10.2023 10:44 Sprenging og skotbardagi í Ankara Maður sprengdi sig í loft við húsnæði innanríkisráðuneytis Tyrklands í Ankara í morgun og annar var felldur í skotbardaga við lögregluþjóna. Tveir lögregluþjónar særðust í átökunum en þingsetning er í Tyrklandi í dag. Erlent 1.10.2023 09:15 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. Erlent 1.10.2023 08:05 Fjárlagafrumvarp samþykkt til bráðabirgða Hægt verður að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum eftir að fjárlagafrumvarp var samþykkt til bráðabirgða af fulltrúadeild Bandaríska þingsins í dag, nokkrum klukkustundum fyrir fyrirhugaða lokun ríkisstofnana. Erlent 1.10.2023 00:22 Íslendingur lýsir ástandinu í New York sem súrrealísku Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust. Erlent 30.9.2023 20:52 Tókst ekki að mynda hægri stjórn á Spáni Leiðtoga hægri manna á Spáni tókst ekki að tryggja sér meirihluta í spænska þinginu í gær og þar með er ljóst að hægri ríkisstjórn tekur ekki við völdum á Spáni. Það kemur nú í hlut sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista að reyna að mynda ríkisstjórn. Erlent 30.9.2023 15:00 Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. Erlent 29.9.2023 22:43 Handtekinn vegna morðsins á Tupac Lögreglan í Las Vegas hefur handtekið mann vegna morðsins á rapparanum Tupac Shakur árið 1996. Erlent 29.9.2023 16:58 Lokun stofnana vestanhafs virðist óhjákvæmileg Ekkert virðist geta komið í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þvertekur fyrir að frumvarp frá öldungadeildinni um fjármögnun ríkisrekstursins verði tekið fyrir í fulltrúadeildinni en harðlínumenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla sér að velta McCarthy úr sessi. Erlent 29.9.2023 15:59 Dianne Feinstein, elsti öldungadeilarþingmaðurinn, er látin Dianne Feinstein, elsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna, er látin. Feinstein ruddi marga múra niður fyrir konur á sínum langa ferli í stjórnmálum en hún var níutíu ára gömul og hafði glímt við veikindi. Hún er sögð hafa dáið á heimili sínu í gærkvöldi. Erlent 29.9.2023 14:48 « ‹ 105 106 107 108 109 110 111 112 113 … 334 ›
Beiðni um lausnargjald varð til þess að níu ára stúlka fannst heil á húfi Níu ára gömul bandarísk stúlka hefur fundist heil á húfi í New York-ríki eftir um það bil tveggja daga leit. Lausnargjaldsbréf sem var komið fyrir á heimili stúlkunnar varð til þess að hún fannst. Jafnframt hefur maður sem er grunaður um að nema stúlkuna á brott verið handtekinn. Erlent 3.10.2023 11:37
Þrír látnir eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Bangkok Þrír eru látnir eftir að ungur maður hóf skothríð í Siam Paragon-verslunarmiðstöðinni í taílensku höfuðborginni Bangkok í dag. Fjórtán ára drengur er í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Erlent 3.10.2023 11:17
Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. Erlent 3.10.2023 10:43
Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. Erlent 3.10.2023 10:06
Fjölga myndavélum og nýta sér gervigreindartækni betur Sænsk yfirvöld munu ráðast í sérstaka „eftirlitsmyndavélasókn“ og notast verður við gervigreind í auknum mæli í baráttunni við að glæpagengin og kveða niður þá ofbeldisöldu sem nú ríður yfir Svíþjóð. Erlent 3.10.2023 08:19
Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. Erlent 3.10.2023 07:36
Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. Erlent 3.10.2023 07:32
Páfi virðist leggja blessun sína yfir blessun samkynhneigðra para Frans páfi hefur gefið til kynna að það kunni að vera leiðir til að blessa samkynhneigð pör jafnvel þótt það sé enn afstaða kaþólsku kirkjunnar að aðeins karl og kona geti gengið í heilagt hjónaband. Erlent 3.10.2023 07:10
Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. Erlent 2.10.2023 21:54
Tískumógúll sakaður um skipulagt kynferðisofbeldi Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri tískurisans Abercrombie & Fitch, hefur verið sakaður um að hafa haldið regluleg kynsvöll þar sem ungir menn voru misnotaðir kynferðislega. Erlent 2.10.2023 18:32
Depardieu segir mannorði sínu hafa verið rústað Gérard Depardieu hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um ásakanir á hendur sér um meint kynferðisofbeldi og áreitni. Hann fullyrðir að fjölmiðlar hafi rústað mannorði hans. Erlent 2.10.2023 15:58
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. Erlent 2.10.2023 10:06
Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Nóbelsnefnd Karólínsku stofnunarinnar í Svíþjóð mun tilkynna innan skamms hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði. Erlent 2.10.2023 09:01
Tíu látnir eftir að þak kirkju hrundi í Mexíkó Tíu eru sagðir látnir og um tuttugu aðrir eru fastir undir þaki kirkju sem hrundi í borginni Ciudad Madero í Tamaulipas-ríki í Mexíkó þegar sunnudagsmessan stóð sem hæst í gær. Erlent 2.10.2023 08:49
Tvær sprengjuárásir í Stokkhólmi í morgun Tvær sprengjur sprungu í úthverfum Stokkhólms í morgun, í Huddinge og Hässelby. Erlent 2.10.2023 08:41
Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. Erlent 2.10.2023 07:15
PKK lýsir yfir ábyrgð á sprengjuárásinni Kúrdíski verkamannaflokkurinn PKK hefur lýst ábyrgð á sprengjuárás sem var framin fyrir utan innanríkisráðuneyti Tyrklands í höfuðborginni Ankara í morgun. Innanríkisráðherrann segir ljóst að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Erlent 1.10.2023 20:43
Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. Erlent 1.10.2023 17:01
Skortur og álag á lögregluþjónum: „Einungis fávitar myndu ganga til liðs við lögregluna“ Gífurlegt álag er á lögregluþjónum í Rússlandi, sem má að miklu leyti rekja til fækkunar lögregluþjóna, þó mun fleiri lögregluþjónar séu í Rússlandi miðað við í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fækkunin hefur komið niður á forvörnum þeirra gegn glæpum, leitt til spillingar og annarra vandræða. Erlent 1.10.2023 14:48
Tala látinna á Spáni komin í þrettán Þrettán eru látnir hið minnsta eftir eldsvoða á þremur samliggjandi skemmtistöðum í Múrsía á Spáni. Erlent 1.10.2023 13:20
Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. Erlent 1.10.2023 10:44
Sprenging og skotbardagi í Ankara Maður sprengdi sig í loft við húsnæði innanríkisráðuneytis Tyrklands í Ankara í morgun og annar var felldur í skotbardaga við lögregluþjóna. Tveir lögregluþjónar særðust í átökunum en þingsetning er í Tyrklandi í dag. Erlent 1.10.2023 09:15
Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. Erlent 1.10.2023 08:05
Fjárlagafrumvarp samþykkt til bráðabirgða Hægt verður að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum eftir að fjárlagafrumvarp var samþykkt til bráðabirgða af fulltrúadeild Bandaríska þingsins í dag, nokkrum klukkustundum fyrir fyrirhugaða lokun ríkisstofnana. Erlent 1.10.2023 00:22
Íslendingur lýsir ástandinu í New York sem súrrealísku Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust. Erlent 30.9.2023 20:52
Tókst ekki að mynda hægri stjórn á Spáni Leiðtoga hægri manna á Spáni tókst ekki að tryggja sér meirihluta í spænska þinginu í gær og þar með er ljóst að hægri ríkisstjórn tekur ekki við völdum á Spáni. Það kemur nú í hlut sitjandi forsætisráðherra og leiðtoga sósíalista að reyna að mynda ríkisstjórn. Erlent 30.9.2023 15:00
Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. Erlent 29.9.2023 22:43
Handtekinn vegna morðsins á Tupac Lögreglan í Las Vegas hefur handtekið mann vegna morðsins á rapparanum Tupac Shakur árið 1996. Erlent 29.9.2023 16:58
Lokun stofnana vestanhafs virðist óhjákvæmileg Ekkert virðist geta komið í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þvertekur fyrir að frumvarp frá öldungadeildinni um fjármögnun ríkisrekstursins verði tekið fyrir í fulltrúadeildinni en harðlínumenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla sér að velta McCarthy úr sessi. Erlent 29.9.2023 15:59
Dianne Feinstein, elsti öldungadeilarþingmaðurinn, er látin Dianne Feinstein, elsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna, er látin. Feinstein ruddi marga múra niður fyrir konur á sínum langa ferli í stjórnmálum en hún var níutíu ára gömul og hafði glímt við veikindi. Hún er sögð hafa dáið á heimili sínu í gærkvöldi. Erlent 29.9.2023 14:48