Fótbolti

Um­fjöllun, við­töl og myndir: Víkingur R. - FH 2-1 | Ís­lands­meistararnir með endur­komu­sigur

Nýkrýndir Íslandsmeistarar Víkings Reykjavíkur unnu sterkan endurkomusigur gegn FH í þriðju umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar. FH komst marki yfir en missti svo mann af velli í seinni hálfleik og glataði forystunni. Þeir misstu þar af mjög mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti, eru nú þremur stigum frá Stjörnunni þegar tvær umferðir eru eftir. 

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Kefla­vík 3-1 | Fram nældi í mikilvæg stig og felldi um leið Keflavík

Fram bar sigurorð af Keflavík með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust í fallbaráttuslag í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Fram innbyrti gríðarlega mikilvæg stig í baráttu sinni um að forðast fall úr deildinni með þessum sigri og felldi um leið Keflavík sem kveður deild þeirra bestu eftir tveggja veru þar.

Íslenski boltinn

Kær­komin þróun hafi átt sér stað með inn­komu Arnórs

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í fót­bolta, Arnór Sigurðs­son, er að fara ansi hreint vel af stað í sínum fyrstu keppnis­leikjum með enska B-deildar liðinu Black­burn Rovers. Þjálfari liðsins, Jon Dahl Tomas­son, er afar á­nægður með inn­komu Arnórs í liðið en vill þó fara var­lega af stað með hann.

Enski boltinn

Utan vallar: Á fleygiferð upp Rushmore-fjall íslenskra þjálfara

Eftir erfiða og heldur sérstaka byrjun á þjálfaraferlinum er Arnar Gunnlaugsson sigurvegari íslensks fótbolta þessi dægrin. Víkingarnir hans hafa unnið sex af síðustu níu titlum sem í boði hafa verið. Liðið í ár er í umræðunni sem besta lið Íslandssögunnar og Arnar er á góðri leið með að klífa upp á topp Rushmore-fjalls íslenskra þjálfara.

Íslenski boltinn

Orri með tvennu í níu marka sigri FCK

FCK gerði sér lítið fyrir og sigraði Lyseng 9-0 í 32-liða úrslitum danska bikarsins. Orri Steinn Óskarsson skoraði tvö mörk fyrir gestina frá Kaupmannahöfn en var svo skipt útaf í hálfleik. 

Fótbolti