„Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2024 08:01 Bræðurnir Jökull Andrésson og Axel Óskar Andrésson voru kampakátir í Hlégarði eftir að tilkynnt var að þeir myndu spila saman með Aftureldingu. Stöð 2 „Þetta er ótrúleg tilfinning. Maður bjóst einhvern veginn aldrei við þessu. Við bræðurnir saman í uppeldisfélaginu okkar,“ segir markvörðurinn Jökull Andrésson eftir mikinn gleðidag í Mosfellsbæ í gær, þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu til leiks fjóra leikmenn. Afturelding fékk til sín Íslandsmeistarann Oliver Sigurjónsson og Þórð Gunnar Hafþórsson frá Fylki, og bræðurna Jökul og Axel Óskar sem nú sameinast á ný hjá uppeldisfélagi sínu, eftir að hafa farið þaðan ungir til Reading á Englandi. Þeir eru sammála um að þrátt fyrir önnur tilboð, meðal annars frá Bandaríkjunum, hafi í raun ekkert annað komið til greina en að spila saman með Aftureldingu: „Þetta er léttasta ákvörðun í heimi, þegar klúbburinn sem maður deyr fyrir er kominn upp í Bestu deildina. Jökull var hérna síðasta tímabil og ég mætti á hvern einasta leik og sá hverja einustu mínútu. Maður hefur gert það síðan maður fór út. Maggi [Magnús Már Einarsson, þjálfari] er líka helvíti góður í að selja manni verkefnið, og það þurfti ekkert að selja manni þetta því þetta er ógeðslega flott verkefni. Við erum mjög spenntir,“ segir Axel. Jökull og Axel eru komnir heim✍️ pic.twitter.com/rKWGnEByZ6— Afturelding (@umfafturelding) December 6, 2024 Ala upp ungar dætur í heimabænum Bræðurnir segja auk þess henta vel að dvelja á Íslandi næsta árið, Jökull með þriggja mánaða dóttur og Axel með dóttur sem er aðeins ári eldri. „Maður er búinn að vera lengi úti, og tók svo eitt ár í KR, og það voru möguleikar úti, vestanhafs. En þetta var of spennandi til að sleppa því. Sérstaklega út af því að bróðir minn er hérna líka. Að bræðurnir komi aftur saman hérna, á fyrsta ári Aftureldingar í efstu deild, var of gott til að vera satt,“ segir Axel og Jökull tekur í sama streng, eftir að hafa varið mark Aftureldingar seinni hluta síðustu leiktíðar. „Mig langaði rosalega til að vera hérna í heilt tímabil á Íslandi. Ég er líka kominn með dóttur hérna, búinn að vera tíu ár á Englandi og mikið einn, og mig langaði aðeins í þetta fjölskyldulíf og toppa það með því að fara í fjölskylduklúbbinn. Það var eiginlega ekkert annað í boði þegar maður fattaði að ég og brósi gátum spilað saman hérna. Við erum búnir að fá inn tvo aðra geggjaða leikmenn. Ég sagði það þegar við komumst upp að við værum ekkert að grínast hérna. Við ætlum ekkert bara að vera með – að sjálfsögðu viljum við vinna þessa deild og komast í Evrópusæti og slíkt. Þetta er sturlað og ég gæti ekki verið meira spenntur,“ segir Jökull, en eins og fyrr segir er Afturelding nú í fyrsta sinn með lið í efstu deild karla í fótbolta. „Erum ekkert að fara úr þessari deild“ „Núna erum við komnir og við erum ekkert að fara úr þessari deild. Ég held að við munum koma mjög mörgum á óvart á þessu tímabili með því sem við getum gert. Við erum með okkar plan, okkar fótbolta, og núna búnir að styrkja hópinn. Ég held að við komum gríðarlega sterkir inn í næsta tímabil,“ segir Jökull, sem er 23 ára gamall. „Það er mikið pepp í kringum klúbbinn. Að sjálfsögðu virðum við deildina eins og hún er – hrikalega sterk. Öll liðin í deildinni eru að styrkja sig og þetta er ekki létt vinna. En ég trúi að með komu okkar munum við standa okkur vel í þessari deild,“ bætir hinn 26 ára gamli Axel við og alveg augljóst hvor er eldri bróðirinn - varfærnari í tali. „Hann er stóri bróðir þannig að maður er létt að skíta í sig“ Jökull er markvörður og Axel miðvörður, og því ljóst að bræðurnir munu vinna náið saman næstu misserin. Þeir eru fyrst og fremst afar spenntir fyrir því en…: „Hann er stóri bróðir minn þannig að maður er létt að skíta í sig líka, og hlustar kannski aðeins of mikið á hvað hann segir. En við erum bestu vinir, höfum alltaf verið það, og ég held að þetta muni ganga ótrúlega vel, þó það geti oft verið smá kýtingur. Ég held að þetta verði ótrúlega gaman,“ segir Jökull. „Ég held að það verði bara gaman að heyra hann öskra á bakvið mann, þó maður verði kannski ekki alltaf sammála. Maður verður bara að hlusta, hann er stjórnandinn fyrir aftan mann,“ bætir Axel við og Jökull er gíraður í það: „Ég er að fara að öskra á þá!“ Klippa: Bræðurnir Jökull og Axel sameinaðir Besta deild karla Afturelding Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Afturelding fékk til sín Íslandsmeistarann Oliver Sigurjónsson og Þórð Gunnar Hafþórsson frá Fylki, og bræðurna Jökul og Axel Óskar sem nú sameinast á ný hjá uppeldisfélagi sínu, eftir að hafa farið þaðan ungir til Reading á Englandi. Þeir eru sammála um að þrátt fyrir önnur tilboð, meðal annars frá Bandaríkjunum, hafi í raun ekkert annað komið til greina en að spila saman með Aftureldingu: „Þetta er léttasta ákvörðun í heimi, þegar klúbburinn sem maður deyr fyrir er kominn upp í Bestu deildina. Jökull var hérna síðasta tímabil og ég mætti á hvern einasta leik og sá hverja einustu mínútu. Maður hefur gert það síðan maður fór út. Maggi [Magnús Már Einarsson, þjálfari] er líka helvíti góður í að selja manni verkefnið, og það þurfti ekkert að selja manni þetta því þetta er ógeðslega flott verkefni. Við erum mjög spenntir,“ segir Axel. Jökull og Axel eru komnir heim✍️ pic.twitter.com/rKWGnEByZ6— Afturelding (@umfafturelding) December 6, 2024 Ala upp ungar dætur í heimabænum Bræðurnir segja auk þess henta vel að dvelja á Íslandi næsta árið, Jökull með þriggja mánaða dóttur og Axel með dóttur sem er aðeins ári eldri. „Maður er búinn að vera lengi úti, og tók svo eitt ár í KR, og það voru möguleikar úti, vestanhafs. En þetta var of spennandi til að sleppa því. Sérstaklega út af því að bróðir minn er hérna líka. Að bræðurnir komi aftur saman hérna, á fyrsta ári Aftureldingar í efstu deild, var of gott til að vera satt,“ segir Axel og Jökull tekur í sama streng, eftir að hafa varið mark Aftureldingar seinni hluta síðustu leiktíðar. „Mig langaði rosalega til að vera hérna í heilt tímabil á Íslandi. Ég er líka kominn með dóttur hérna, búinn að vera tíu ár á Englandi og mikið einn, og mig langaði aðeins í þetta fjölskyldulíf og toppa það með því að fara í fjölskylduklúbbinn. Það var eiginlega ekkert annað í boði þegar maður fattaði að ég og brósi gátum spilað saman hérna. Við erum búnir að fá inn tvo aðra geggjaða leikmenn. Ég sagði það þegar við komumst upp að við værum ekkert að grínast hérna. Við ætlum ekkert bara að vera með – að sjálfsögðu viljum við vinna þessa deild og komast í Evrópusæti og slíkt. Þetta er sturlað og ég gæti ekki verið meira spenntur,“ segir Jökull, en eins og fyrr segir er Afturelding nú í fyrsta sinn með lið í efstu deild karla í fótbolta. „Erum ekkert að fara úr þessari deild“ „Núna erum við komnir og við erum ekkert að fara úr þessari deild. Ég held að við munum koma mjög mörgum á óvart á þessu tímabili með því sem við getum gert. Við erum með okkar plan, okkar fótbolta, og núna búnir að styrkja hópinn. Ég held að við komum gríðarlega sterkir inn í næsta tímabil,“ segir Jökull, sem er 23 ára gamall. „Það er mikið pepp í kringum klúbbinn. Að sjálfsögðu virðum við deildina eins og hún er – hrikalega sterk. Öll liðin í deildinni eru að styrkja sig og þetta er ekki létt vinna. En ég trúi að með komu okkar munum við standa okkur vel í þessari deild,“ bætir hinn 26 ára gamli Axel við og alveg augljóst hvor er eldri bróðirinn - varfærnari í tali. „Hann er stóri bróðir þannig að maður er létt að skíta í sig“ Jökull er markvörður og Axel miðvörður, og því ljóst að bræðurnir munu vinna náið saman næstu misserin. Þeir eru fyrst og fremst afar spenntir fyrir því en…: „Hann er stóri bróðir minn þannig að maður er létt að skíta í sig líka, og hlustar kannski aðeins of mikið á hvað hann segir. En við erum bestu vinir, höfum alltaf verið það, og ég held að þetta muni ganga ótrúlega vel, þó það geti oft verið smá kýtingur. Ég held að þetta verði ótrúlega gaman,“ segir Jökull. „Ég held að það verði bara gaman að heyra hann öskra á bakvið mann, þó maður verði kannski ekki alltaf sammála. Maður verður bara að hlusta, hann er stjórnandinn fyrir aftan mann,“ bætir Axel við og Jökull er gíraður í það: „Ég er að fara að öskra á þá!“ Klippa: Bræðurnir Jökull og Axel sameinaðir
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann