Formúla 1

Formúlu 3 meistari fær Ferrari prófun

Tvítugur Frakki, Jules Bianchi fær að prófa Ferrari í tvo daga eftir að hafa tryggt sér sigur í Evrópumótaröðinni í Formúlu 3. Ferrari hefur klikkað á því að gefa ungum ökumönnum tækfæri síðustu árin, ólíkt liðum eins og Red Bull, McLaren, Williams og Renault.

Formúla 1

Button svarar gagnrýni á liðsskiptin

Jenson Button hefur lengið undir nokkru ámæli fyrir aðferðarfræði sína og umboðsmanna vegna samningagerðar við McLaren eftir að hafa unnið titilinn. Hann þykir hafa staðið heldur klaufalega að málum. Í annað skiptið á ferlinum

Formúla 1

Brawn setur stein í götu Buttons

Yfirmenn Brawn liðsins sem Jenson Button ók með og tryggði sér meistaratitilinn með á árinu ætla ekki að liðka fyrir honum vegna framtíðarstarfa hjá McLaren liðinu.

Formúla 1

Efast um heilindi Buttons í samningamálum

Eigendur meistaraliðsins í Formúlu 1 eru heldur sárir Jenson Button fyrir að yfirgefa liðið og ganga til liðs við McLaren. Liðið heitir nú Mercedes í stað Brawn, eftir að bílarisinn keypti það í vikunni.

Formúla 1

Kimi Raikkönen hættir í Formúlu 1

Finninn Kimi Raikkönen keppir ekki í Formúlu 1 á næsta ári, eftir að samningaviðræðum við McLaren fór út um þúfur. Allt bendir til að Jenson Button verði liðsmaður McLaren með Lewis Hamilton.

Formúla 1

Button á leið til McLaren

Jenson Button er á leið til McLaren liðsins við hliðina á Lewis Hamilton á næsta ári. Hann hefur ekki náð samkomulagi við Brawn, sem nú heitir Mercedes um laun. Button er í samningaviðræðum við McLaren og fregnir herma að þriggja ára samningur sé uppi á borðinu.

Formúla 1

Mercedes keypti Brawn og ræður Rosberg

Mercedes bílaframleiðandinn hefur keypt Brawn liðið og ráðið Þjóðverjann Nico Rosberg sem ökumann liðsins. Mercedes er í viðræðum við Nick Heidfeld og Jenson Button um hitt sæti liðsins.

Formúla 1

Mercedes að kaupa hlut í Brawn

Mercedes bílaframleiðandinn hefur kallað til blaðamannafundar í dag og er talið að tilkynning um kaup fyrirtækisins á hlut í meistaraliði Brawn sé á dagskrá.

Formúla 1

Alonso heillaður af Ferrari starfinu

Fernando Alonso frá Spáni tók þátt í sérstaktri Ferrari hátíð í Valencia á Spáni ásamt Felipe Massa. Það er í fyrstu skipti sem liðsfélagarnir koma opinberlega saman með liðinu sem þeir keppa með á næst ári.

Formúla 1

Button og Raikkönen bítast um McLaren

Heimsmeistarinn Jenson Button heimsótti McLaren liðið á föstudag, en Martin Whitmarsh vill ólmur fá hann til liðsins, en fyrr í vikunni mættu umboðsmenn Kimi Raikkönen á svæðið.

Formúla 1

Briatore ásakar FIA um óheilindi

Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault heldur því fram að FIA hafi ákveðið á leynilegum fundi að hann yrði gerður brottrækur frá Formúlu 1 og að Max Mosley fyrrum forseti FIA hafi haft forgöngu í málinu.

Formúla 1

Hamilton vill ólmur keppa

Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren þurfti að sjá á eftir meistaratitilinum í hendur Jenson Button, en segist hafa lært mikið á stormasömu ári.

Formúla 1

Bílaframleiðendur hætta vegna kreppu

Ferrari og Renault eru einu bílaframleiðendurnir sem eru eftir í Formúlu 1, eftir brotthvarf BMW, Honda og Toyota. Ross Brawn, eigandi meistaraliðs Brawn telur þó að bílaframleiðendur mæti aftur þegar efnahagskreppan hefur gengið sitt skeið. Mercedes sér þremur liðum fyrir vélum, en er ekki með eigið keppnislið.

Formúla 1

Brawn: Bruno Senna gæti blómstrað

Frændi hins heimsþekkta Ayrtons Senna, Bruno Senna keppir í Formúlu 1 á næsta ári og Ross Brawn, eigandi heimsmeistaraliðsins telur að hann geti orðið góður í Formúlu 1.

Formúla 1

Brotthvarf Toyota er bjarglína BMW

Það að Toyota bílaframleiðandinn hefur ákveðið að draga sig út úr Formúlu 1 gæti verið bjarglína fyrir BMW liðið, sem hefur verið selt með manni og mús til arabískra fjárfesta.

Formúla 1

Meistararnir mætast í einstaklingskeppni

Meistarar meistaranna mætast á í einstaklingskeppni á Olympíuleikvanginum í Bejing í dag. Þá verður seinni dagur í meistaramóti ökumanna á malbikaðri samhliða braut sem búið er að leggja yfir grasvöllinn á staðnum.

Formúla 1

Toyota yfirgefur Formúlu 1

Formúlu 1 lið Toyota verður ekki á ráslínunni á næsta ári, eftir að stjórn fyrirtækisins tilkynnti í morgun að fjármagni verður ekki miðlað til liðsins. Toyota var búið að skrifa undir samning þess efnis að lið þess yrði í Formúlu 1 til 2012.

Formúla 1

Barrichello og Hulkenberg til Williams

Frank Williams staðfesti í dag að Rubens Barrichello er gengin til liðs við Williams og ekur með liðinu árið 2010. Þá mun meistarinn í GP 2 mótaröðinni, Nico Hulkenberg einnig keyra með Williams á næsta ári.

Formúla 1

Vettell vill titilinn 2010

Sebastian Vettel sýndi mikinn styrk á nýrri kappakstursbraut í Abu Dhabi í gær og vann keppnina eftir að hafa barist af hörku við Lewis Hamilton í upphafi mótsins. Með sigrinum tryggði Vettel sér annað sætið í stigamóti ökumanna.

Formúla 1

Vettel vann miljarðamótið

Sebastian Vettel á Red Bull vann jómfrúarmótið á Abu Dhabi brautinni í dag, á braut sem kostaði 1,5 miljarða að reisa, en hún var formlega vígð í dag að vistöddum 50.000 áhorfendum.

Formúla 1

Hamilton stefnir á sigur í Abu Dhabi

Fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram í Abu Dhabi og Bretinn Lewis Hamilton náði afburðar tíma í tímatökum í gær og verður fremstur á ráslínu. Ræst verður af stað í dagsbirtu, en mótinu lýkur í náttmyrkri og flóðljósum.

Formúla 1