
Fastir pennar

Forsetakjörið og franski frændinn
Kerry verður að fela það að hann er af frönskum ættum, prýðilega mæltur á franska tungu og á vini í Frakklandi. Ég hef reyndar tvívegis hitt einn náfrænda hans þar. Þetta er lágvaxinn maður, sköllóttur og líflegur - og bauð sig fram til forseta 1981...

EES, Barrosso og Buttiglione
Í dag stendur til að leiðtogar Evrópusambandsríkja komi saman í Róm og skrifi undir nýja stjórnarskrá fyrir sambandið, eins konar nýjan Rómarsáttmála.

Gúrkutíð og áhugaverð netverslun
Meðal varnings eru flestallir sjónvarpsþættir sem Hannes hefur gert, bolir með mynd af Thatcher, golfkúlur og derhúfur með merki Sjálfstæðisflokksins og hið sígilda rit Uppreisn frjálshyggjunnar

Framtaksleysi forsætisráðherra
Sjá þessir ágætu ráðherrar ekki það sem allir aðrir í þjóðfélaginu sjá? Forystumenn kennara og sveitarstjórnarmenn hafa sett vinnudeiluna í óleysanlegan hnút og eina lausnin felst í því að ríkisvaldið höggvi á hann. </font /></b />

Atvinnuleysi á undanhaldi
Atvinnuleysið í Evrópu á sér því aðrar orsakir, einkum ósveigjanlegt vinnumarkaðsskipulag, ónóga grósku og of mikla áhættufælni í efnahagslífinu

Of seinir í Símann?
Ef almennum ráðleggingum hefði verið fylgt, væri sölu Símans væntanlega nýlokið eða að ljúka. Slík sala hefði temprað hækkanir á eignamörkuðum að undanförnu og dregið úr undirliggjandi þenslu í hagkerfinu.

Hjörleifur er æði
Margir furða sig á að þingið sé komið í frí aðeins fáum vikum eftir að það byrjaði. Hjörleifur mátti þó eiga að hann nennti að vinna - gleypa í sig skýrslu eftir skýrslu....

Vond skoðanafesta
Á Íslandi hafa menn jafnan borið svo djúpa virðingu fyrir sínum eigin skoðunum að lokaður hugmyndaheimur og einbeitt þrjóska hefur verið álitin aðall hins sanna manns.

Til hvers er verið að funda?
Nú síðdegis munu deiluaðilar í kennaradeilunni hittast hjá ríkissáttasemjara. Tveimur tímum síðar er boðaður samningafundur. Margir foreldrar og aðilar þessarar kjaradeilu hafa eflaust andað léttara eftir þessar fréttir í gær. Þegar slitnaði upp úr samningaviðræðum á fimmtudaginn var annar fundur ekki boðaður fyrr en eftir tvær vikur og á meðan ekki er fundað eru litlar líkur á að semjist.

Bush í vandræðum?
Bush er fyrirlitinn og hataður víðast í Evrópu. Maður heyrir fólk segja að það verði fyrir áfalli ef hann vinnur. Það er víst bara í Póllandi sem hann hefur meirihluta...

Hugleiðingar frá stjórnunarfræðum
Stjórnunarfræði er ný fræðigrein á mælistiku fræðigreina sem kenndar eru í háskólum. Hún er yngri en stjórnmálafræði en eldri en kynjafræði. Í fljótheitum taldi ég fjórar námsleiðir í háskólum landsins sem veita meistaraprófgráðu sem kennd er við einhverskonar stjórnun og kannski eru þær fleiri.

Pólitískar ofsóknir
Refsingin verður fyrirfram ákveðin. Hannesi verður bannað að skrifa meira - það getur ekki orðið vægara. Þetta verða sýndarréttarhöld...

Hættulegt vanmat
Samhliða uppbyggingu eigin menntakerfis hafa Íslendingar notið aðgengis að menntakerfi annarra þjóða. Lánasjóður íslenskra námsmanna var ódýr aðgöngumiði samfélagsins að menntun meðal nágrannaþjóða okkar.

Fylking á ferð
Mæt og virt baráttukona, kennari og fyrrum borgarfulltrúi, Elín G. Ólafsdóttir, skrifaði grein hér á dögunum þar sem hún lagði út af ævintýrinu um Unga litla sem hélt að himinninn væri að hrynja og lét skolla ginna sig inn í greni sitt með fyrirsjáanlegum endalokum. Skilaboð Elínar til kennara eru: standið saman, trúið ekki fagurgala lágfótu, allt sanngjarnt fólk styður ykkur.

Leiður misskilningur Víkverjans
Ég las að á einu ári hefði John McCain öldungadeildarþingmaður komið fimmtíu sinnum í helstu sunnudagsmorgunsþættina í Bandaríkjunum. Þeir gátu einfaldlega ekki fengið nóg af þessum áhugaverða manni...

Dauðans alvara í Afganistan
Atvikið í miðborg Kabúl í Afganistan í gær, þegar tveir Íslendingar særðust og einn hlaut skrámur í sprengjuárás á hóp friðargæsluliða, hlýtur að skapa alvarlegar opinberar umræður um forsendurnar fyrir þátttöku Íslands í alþjóðlegri friðargæslu.

Auðmenn fólksins
Það hefur risið ný kynslóð auðmanna sem nýtur aðdáunar. Hún þarf ekki að mæta á fundi hjá stjórnmálaflokkum; það er miklu sennilegra að stjórnmálamennirnir bíði í röðum eftir að fá áheyrn hjá þeim. Hún hefur ítök í fjölmiðlum og afþreyingariðnaði nútímans; býður fólki skemmtun, ódýrar flugferðir, meiri neyslu, endalaust úrval...........

Mætti lemja mann í trúnaði?
Umboðsmaður Alþingis hefur sett reglur um samskipti sín við ráðamenn. Þar er meðal annars kveðið á um að þeir eigi ekki að tala við hann í trúnaði. Vilji þeir geta athugasemdir við störf umboðsmanns verði það að vera skriflega eða á sérstökum fundi......

Stjórnmál í turnskugga
Umræðan í samfélaginu og í fjölmiðlum í kjölfar flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar um síðustu helgi er um margt athyglisverð. Vissulega er hún – eins og gengur - athyglisverð í ljósi þeirra pólitísku áherslumála sem forystumenn flokksins eru að reyna að koma á dagskrá.

Forneskjutaut á Alþingi
Það kemur ekki á óvart að hinir venjulegu talsmenn kyrrstöðu á Alþingi skuli finna þróuninni allt til foráttu. En það er einkennilegt að forneskjutautið skuli eiga jafn víðtækan hljómgrunn meðal stjórnarandstæðinga og umræður í þinginu á fimmtudaginn sýndu. .

Þolinmæðin er þrotin
Ríkisstjórnin á að kalla Alþingi saman í dag eða á morgun til að ljúka kennaraverkfallinu. Annað væri ábyrgðarleysi. Eftir atburði gærdagsins er fullreynt að deilendur munu ekki ná saman. Almenningur sem horfði á oddvita þeirra í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi velkist áreiðanlega ekki í vafa um að þessir ágætu menn geta ekki klárað málið.

Kosningar án lýðræðis
Smátt og smátt hefur "öruggum kjördæmum" fjölgað uns svo er komið að níu af hverjum tíu Bandaríkjamönnum búa í eins flokks kjördæmum.

Frændur og vinir
Miðbaugs-Gínea heitir land og var spænsk nýlenda í 190 ár og hefur verið sjálfstætt ríki síðan 1968. Obiang Nguem Mbasogo forseti hefur stjórnað þessu litla landi í vestanverðri Afríku með harðri hendi síðan 1979, en það ár rændi hann völdunum af blóði drifnum frænda sínum í vopnaðri uppreisn.

Sauðvitlausir fulltrúar fólksins
Eiríkur lýsir því hvernig sveitarstjórnir landsins glæptust til að taka að sér grunnskólann - létu ríkið plata sig vill hann meina. Lýsingar Eiríks á samningaviðræðunum þar sem þetta gerðist eru heldur betur skrautlegar....

Vond landkynning
Um miðjan áttunda áratuginn blöskraði Bandaríkjastjórn svo hótanir og kröfugirni íslenskra stjórnvalda að hún íhugaði í alvöru að segja upp varnarsamningi landanna og lét jafnframt með leynd kanna hvort hægt væri að halda uppi vörnum og eftirliti á Norður-Atlantshafi án liðveislu Íslendinga.

Össur, Guðni og JBH í Silfri
Össur Skarphéðinsson, Guðni Ágústsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Jacques Juillard eru meðal gesta í Silfrinu á sunnudag. Einhverjir fleiri munu svo bætast við þetta einvalalið....

Í skugganum af Davíð
Íslenskir listamenn líta á heiminn sem sinn starfsvettvang. Það eru líklega ekki mörg samfélög á jörðinni sem hafa hagnast eins mikið á hnattvæðingu síðustu áratuga og það íslenska.

Repúblikanar og demókratar á Fróni
Íslensk stjórnmál eru svo langt til vinstri við allt sem tíðkast í Bandaríkjunum að erfitt er að taka það alvarlega þegar fólk hér fer að leika repúblikana og demókrata. Mér skilst að menn hafi samt verið að skipast í slíkar fylkingar á fundi sem ungir sjálfstæðismenn héldu um síðustu helgi....

Skjöl og gögn í dagsljósið
Taka ber undir með stjórnarandstöðunni á Alþingi að leggja ber fram "öll gögn stjórnvalda um Íraksmálið, þar með taldar fundargerðir, minnisblöð og greinargerðir, sem varpað geta ljósi á þetta ferli", eins og það er orðað í þingsályktunartillögunni. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að sambærileg gögn bandarískra og breskra stjórnvalda hafa verið gerð opinber.

Iðrunarför ritstjóra til Liverpool
Johnson sagði að efnahagsleg hnignun og það hversu háðir borgarbúar séu velferðarkerfinu hafi gert sálarlíf þeirra ókræsilegt. Hvenær sem þeir hafi tækifæri til líti borgarbúar á sig sem fórnarlömb...