Þolinmæðin er þrotin 22. október 2004 00:01 Ríkisstjórnin á að kalla Alþingi saman í dag eða á morgun til að ljúka kennaraverkfallinu. Annað væri ábyrgðarleysi. Eftir atburði gærdagsins er fullreynt að deilendur munu ekki ná saman. Almenningur sem horfði á oddvita þeirra í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi velkist áreiðanlega ekki í vafa um að þessir ágætu menn geta ekki klárað málið. Það liggur jafnframt fyrir að skoðanamunur deilenda er of mikill til að grundvöllur sé fyrir sáttatillögu frá ríkissáttasemjara. Við þessar aðstæður er það skylda almannavaldsins að koma til skjalanna. Enginn annar getur höggvið á hnútinn. Það er algerlega óviðunandi að bjóða 45 þúsund skólabörnum upp á áframhaldandi verkfall kennara. Það væri virðingarleysi við börnin, við menntun, við heimilin og atvinnuvegina að láta verkfallið halda áfram. Fullyrða má að þolinmæði almennings er þrotin. Alþingi á vitaskuld ekki að lögbjóða kaup og kjör kennara heldur fela gerðardómi að útkljá deiluna. Réttast væri að úrskurður hans væri til skamms tíma þannig að hægt væri að leggja grunn að frjálsum samningi við fyrsta tækifæri. Frumvarp þessa efnis þarf helst að koma fram á Alþingi í dag þannig að eðlilegur tími gefist til að ræða það og afgreiða fyrir byrjun næstu viku. Á mánudaginn ætti síðan að hefja kennslu á ný í öllum skólum landsins. Það er óviðunandi að hefja sjöttu viku kennaraverkfalls. Ástæða er til að ætla að þverpólitísk samstaða geti skapast um gerðardóm við þær aðstæður sem nú hafa skapast, þótt að sjálfsögðu muni enginn fagna slíkri ákvörðun í kjaradeilu. Þetta er neyðarráðstöfun við óviðunandi aðstæðum fyrir þjóðfélagið allt. Hafa ber í huga að á bak við launanefnd sveitarfélaganna standa stjórnmálaflokkarnir og samtökin sem ráða sveitarfélögunum. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi fara til dæmis með stjórn þess sveitarfélags, Reykjavíkur, sem segja má að ráði ferðinni í launanefndinni. Auðvitað verður það ekki ánægjulegt fyrir kennara að koma til starfa eftir fimm vikna árangurslaust verkfall. En önnur leið blasir ekki við og treysta verður því að komi til úrskurðar gerðardóms þá verði hann sanngjarn og óvilhallur þannig að þegar upp er staðið fái kennarar að minnsta kosti ekki minni launahækkanir en aðrir. Sjálfsagt er að gerðardómur horfi einnig til ágreinings um vinnutíma og líti þá til þess árangurs sem þegar hafði náðst í viðræðunum um það efni þegar úrskurður verður kveðinn upp. Það er ágreiningslaust að kennarar eiga að búa við góð kjör sem hæfir menntun þeirra og mikilvægu starfi. En þeir verða eins og aðrir að haga kröfugerð sinni í samræmi við forsendur efnahagslífsins og fjárhagslega getu viðsemjenda sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar
Ríkisstjórnin á að kalla Alþingi saman í dag eða á morgun til að ljúka kennaraverkfallinu. Annað væri ábyrgðarleysi. Eftir atburði gærdagsins er fullreynt að deilendur munu ekki ná saman. Almenningur sem horfði á oddvita þeirra í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi velkist áreiðanlega ekki í vafa um að þessir ágætu menn geta ekki klárað málið. Það liggur jafnframt fyrir að skoðanamunur deilenda er of mikill til að grundvöllur sé fyrir sáttatillögu frá ríkissáttasemjara. Við þessar aðstæður er það skylda almannavaldsins að koma til skjalanna. Enginn annar getur höggvið á hnútinn. Það er algerlega óviðunandi að bjóða 45 þúsund skólabörnum upp á áframhaldandi verkfall kennara. Það væri virðingarleysi við börnin, við menntun, við heimilin og atvinnuvegina að láta verkfallið halda áfram. Fullyrða má að þolinmæði almennings er þrotin. Alþingi á vitaskuld ekki að lögbjóða kaup og kjör kennara heldur fela gerðardómi að útkljá deiluna. Réttast væri að úrskurður hans væri til skamms tíma þannig að hægt væri að leggja grunn að frjálsum samningi við fyrsta tækifæri. Frumvarp þessa efnis þarf helst að koma fram á Alþingi í dag þannig að eðlilegur tími gefist til að ræða það og afgreiða fyrir byrjun næstu viku. Á mánudaginn ætti síðan að hefja kennslu á ný í öllum skólum landsins. Það er óviðunandi að hefja sjöttu viku kennaraverkfalls. Ástæða er til að ætla að þverpólitísk samstaða geti skapast um gerðardóm við þær aðstæður sem nú hafa skapast, þótt að sjálfsögðu muni enginn fagna slíkri ákvörðun í kjaradeilu. Þetta er neyðarráðstöfun við óviðunandi aðstæðum fyrir þjóðfélagið allt. Hafa ber í huga að á bak við launanefnd sveitarfélaganna standa stjórnmálaflokkarnir og samtökin sem ráða sveitarfélögunum. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi fara til dæmis með stjórn þess sveitarfélags, Reykjavíkur, sem segja má að ráði ferðinni í launanefndinni. Auðvitað verður það ekki ánægjulegt fyrir kennara að koma til starfa eftir fimm vikna árangurslaust verkfall. En önnur leið blasir ekki við og treysta verður því að komi til úrskurðar gerðardóms þá verði hann sanngjarn og óvilhallur þannig að þegar upp er staðið fái kennarar að minnsta kosti ekki minni launahækkanir en aðrir. Sjálfsagt er að gerðardómur horfi einnig til ágreinings um vinnutíma og líti þá til þess árangurs sem þegar hafði náðst í viðræðunum um það efni þegar úrskurður verður kveðinn upp. Það er ágreiningslaust að kennarar eiga að búa við góð kjör sem hæfir menntun þeirra og mikilvægu starfi. En þeir verða eins og aðrir að haga kröfugerð sinni í samræmi við forsendur efnahagslífsins og fjárhagslega getu viðsemjenda sinna.