Enski boltinn

„Föstu leikatriðin drápu leikinn“

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði föstu leikatriðin hefðu orðið hans mönnum að falli gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal vann leikinn, 2-0, en bæði mörkin komu eftir hornspyrnur.

Enski boltinn

Fyrsti sigur Villa í níu leikjum

Aston Villa komst aftur á sigurbraut þegar liðið lagði Brentford að velli, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Villa í níu leikjum, eða síðan 22. október.

Enski boltinn

Loksins vann City

Eftir sjö leiki án sigurs vann Manchester City loks þegar Nottingham Forets kom í heimsókn. Lokatölur 3-0, Englandsmeisturunum í vil.

Enski boltinn

Leik­maður Man. United neitaði að klæðast regn­boga­lituðum jakka

Hætt var við að láta leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United klæðast jakka framleiddan af Adidas, til stuðnings baráttu hinsegin fólks, fyrir leik gegn Everton um nýliðna helgi eftir að einn leikmaður liðsins neitaði að taka þátt. Ekki eru allir á eitt sáttir með þá ákvörðun í leikmannahópi liðsins. 

Enski boltinn

Breyta fótboltareglunum vegna Arteta

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. hefur kannski haft meiri áhrif á fótboltareglurnar heldur en margan grunar. IFAB, Alþjóða fótboltaráðið, hefur nefnilega ákveðið að breyta reglum sínum vegna atviks í Evrópuleik Arsenal á dögunum.

Enski boltinn

Draumabyrjun hjá Nistelrooy

Ruud van Nistelrooy fékk í kvöld draumabyrjun sem stjóri Leicester, þegar liðið vann West Ham 3-1. Að sama skapi hangir starf Julen Lopetegui, stjóra Hamranna, á bláþræði.

Enski boltinn

Grínaðist með 115 á­kærur City: „Ég endur­tek, þetta var grín“

Arne Slot, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, sló á létta strengi á blaðamannafundi í dag er hann var spurður út í samningsmál Mohamed Salah en samningur hans við félagið rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Slot dró þær 115 ákærur sem Manchester City á yfir höfði sér inn í umræðuna og vildi svo ítreka að hann hafi verið að grínast með því.

Enski boltinn

Salah jafnaði met Rooneys

Mohamed Salah skoraði seinna mark Liverpool í sigrinum á Manchester City í gær og lagði það fyrra upp. Þar með jafnaði hann met Waynes Rooney.

Enski boltinn

Telja sprungur komnar í sam­band stjórans við stjörnuna

Spark­s­pekingarnir og fyrr­verandi leik­mennirnir í ensku úr­vals­deildinni, Gary Nevil­le og Jamie Carrag­her, telja eitt­hvað miður gott í gangi milli Pep Guar­diola, knatt­spyrnu­stjóra Manchester City og eins besta leik­mann liðsins undan­farin ár Kevin De Bru­yne. Sá síðar­nefndi spilaði afar lítið í stór­leiknum gegn Liver­pool í gær. Leik sem var sjötti tap­leikur City í síðustu sjö leikjum.

Enski boltinn