Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Á morgun verður Gleðigangan gengin í Reykjavík, hápunktur Hinsegin daga sem hafa staðið alla vikuna. Skoðun 8.8.2025 17:02
Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Fyrir skömmu var gefin út skýrsla af Parkinsonsamtökunum sem ber heitið Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig og efni hennar er sá ávinningur sem hlýst af endurhæfingu á vegum Parkinsonsamtakanna. Skoðun 8.8.2025 16:00
Hinsegin í vinnunni Fyrir um það bil 35 árum var nýr stjórnandi ráðinn til starfa í stóru fyrirtæki í Reykjavík og olli það nokkrum usla. Stjórnandinn var nefnilega ekki aðeins kona, heldur líka lesbía. Hið fyrrnefnda þótti alveg nógu róttækt að mati margra og hið síðarnefnda bætti því gráu ofan á svart. Skoðun 8.8.2025 13:31
Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Skoðun 7.8.2025 16:01
Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði nýverið grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að „Ísland ætti ekki að íhuga aðild að ESB“. Það er sérkennileg nálgun, ekki síst í ljósi þess að flestar samanburðarþjóðir Íslands í Evrópu hafa talið hag sínum borgið innan þess samstarfs. Skoðun 7.8.2025 11:01
Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Í starfi mínu hjá Ljósinu, þar sem unnið er með krabbameinsgreindum, sé ég daglega hversu öflug áhrif fjölbreytt iðja getur haft á þá sem sækja endurhæfingu. Þar eru allir að vinna að ákveðnum bata en engir tveir eru eins og það á einnig við um markmið þeirra, áskoranir og hvatningu til framfara. Skoðun 7.8.2025 10:32
Sumarfríinu aflýst Í sumar fengu yfir fjörutíu einstaklingar loks aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð hjá SÁÁ á Vík. Þrátt fyrir að fjármunir hafi verið fyrir hendi hafa stjórnvöld síðustu ár tekið meðvitaða ákvörðun um að fjármagna ekki rekstur meðferðarheimilisins yfir sumarmánuðina. Skoðun 7.8.2025 10:01
Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Við Íslendingar elskum frið. Næstum jafn mikið og við elskum að segja öðrum frá hvað við erum friðelskandi. Við erum svo friðsæl að okkur finnst aðrar þjóðir megi læra af okkur. (Sleppa samt Sturlungatímabilinu því við erum almennt hætt að höggva hvert annað.) Skoðun 7.8.2025 09:02
Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Nú eru Hinsegin dagar nýhafnir og sjaldan hefur þörfin á þeim verið meiri. Helst þyrftu allir dagar að vera hinsegin dagar, því það er sorglegt að verða vitni að því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim. Skoðun 7.8.2025 08:30
„Er allt í lagi?“ Fyrir skömmu ók ég að uppáhalds fjörunni minni sem staðsett er á Álftanesi. Lagði bílnum og sá öðrum bíl var lagt rétt hjá. Ég fékk ónotatilfinningu. Tilfinningu sem ég þekki of vel og er orðin hundleið á. Ég yfirgaf þó bílinn minn því ég hafði ákveðið að ganga þessa fjöru fram og til baka þann dag. Ég vil stunda útivist og daglega og fjölbreytta hreyfingu. Helst einsömul. Skoðun 7.8.2025 08:00
Göngum í Haag hópinn Þann 16. júlí síðastliðinn tóku 13 ríki það sögulega skref að skuldbinda sig til þess að ráðast þegar í stað í aðgerðir til þess að rjúfa tengsl ríkja sinna við eyðileggingarherferð Ísraels gagnvart Palestínu. Þetta samkomulag ríkjanna var gert á vegum Haag hópsins svokallaða. Skoðun 7.8.2025 07:31
Kirkjuklukkur hringja Í dag kl. 13 mun að beiðni biskupa heyrast samhljómur kirkjuklukkna á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi ásamt systurkirkjum okkar í Jerúsalem. Það er ákall um frið á Gaza og um alla veröld. Hvarvetna er fólk hvatt til að tendra ljós og biðja fyrir friði. Skoðun 7.8.2025 07:03
Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Samkvæmt nýjustu tölum sem aðgengilegar eru frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands hefur orðið umtalsverð aukning á fjölda þeirra sem útskrifast með kennsluréttindi, sjá. Það eru jákvæð teikn á lofti en 2025 útskrifuðust 431 með MT eða MEd gráðu sem veitir möguleika á leyfisbréfi til kennslu í grunnskóla. Til samanburðar þá útskrifuðust 129 nemendur árið áður. Skoðun 6.8.2025 23:53
Stríð skapar ekki frið Í dag eru áttatíu ár liðin frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju fyrst á borgina Hírósíma og þremur dögum síðar var annarri sprengju varpað á Nagasakí með hörmulegum afleiðingum. Fjörutíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna. Skoðun 6.8.2025 23:53
Íslenska stóðhryssan og Evrópa Upplýsingaóreiðu hefur verið beitt gegn íslensku stóðhryssunni og hefur eðlilegum hluta, sem er að benda á tilvik illrar meðferðar, verið hrært saman við ósannindi og áróður. Tilgangurinn er ekki að bæta velferð við stóðhald heldur að afleggja þessi gömlu stóð okkar Íslendinga. Skoðun 6.8.2025 12:32
Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Umfjöllun vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun hefur verið áberandi í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í ljósi þeirrar umræðu er nauðsynlegt að rifja upp staðreyndir máls. Skoðun 6.8.2025 09:30
Norska leiðin er fasismi Dómsmálaráðherra Íslands, Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir boðar miklar breytingar á útlendingalögum á Íslandi (heimild 1, heimild 2), sem eru nú þegar meðal þeirra ströngustu í allri Evrópu vegna fólks sem er ekki nema 10.000 manns, eða rétt um 2,50% af allri íslensku þjóðinni sem er nærri því að vera um 400.000 manns um þessar mundir. Skoðun 6.8.2025 09:00
Um mýkt, menntun og von Ég hef alltaf þráð að geta talað af virðingu og einlægni, án þess að hækka röddina eða fela mig. En, þegar ég reyni að tala í hópi titrar röddin, og stundum koma tár. Skoðun 6.8.2025 08:30
Höfum alla burði til þess Málflutningur margra þeirra sem talað hafa fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur lengi einkum verið á þá leið að við Íslendingar séum of fámennir til þess að standa á eigin fótum í samfélagi þjóðanna og verðum fyrir vikið að verða hluti af stærri heild. Skoðun 6.8.2025 08:00
Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum. Skoðun 6.8.2025 07:31
Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Í grein eftir Magnús Árna Skjöld Magnússon á Vísi 4. ágúst sl. Er fullyrt að umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið sé enn í gildi. Það er þó einungis vegna þess að sambandið segi svo vera. Skoðun 6.8.2025 07:02
Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Á okkar heimili spilum við öll tölvuleiki, foreldrar og börn, 40 ára, 38 ára, 18 ára, 15 ára og tæplega 7 ára. Við foreldrarnir ólumst upp með internetinu í hraðri þróun og höfum spilað tölvuleiki frá því við vorum krakkar á tíunda áratugnum. Skoðun 5.8.2025 16:01
Líkindi með guðstrú og djöflatrú Ýmis líkindi má finna með himnafeðgum Biblíunnar og þeim hugmyndum sem fólk hefur um djöfla. Guðinn er til að mynda raðmorðingi og sonur hans hótar að senda þá, sem hann segir illt fremja, lifandi í eldinn, þar sem verður "grátur og gnístran tanna". Skoðun 5.8.2025 15:00
Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Á þessum degi 04 ágúst, fyrir nákvæmlega þrjátíu árum varð ég flóttamaður. Ég var ein af þeim 200.000 Serbum sem voru hraktir á brott (eða drepnir) frá svæðunum sem króatíski herinn tók yfir og Serbar voru minnihluti í, og ég lifði það af. Skoðun 5.8.2025 08:30
Vér vesalingar Síðustu árin hafa nokkrir einstaklingar alið á ótta við Evrópusambandið og hugsanlega fulla aðild okkar Íslendinga að því. Þeir hafa jafnvel kallað sig sérfræðinga á þessu sviði en gætt þess vandlega að telja aldrei upp eitt einasta atriði sem reynst hefur jákvætt við þátttökuna í EES-samstarfinu – aldrei orð um það enda þótt þar sé af mörgu að taka og svokölluðum sérfræðingum ætti að vera kunnugt um. Skoðun 5.8.2025 08:02