Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Ólafur Darri og Hera Hilmar eru á leið á skjáinn í haust í splunkunýrri seríu sem ber heitið Reykjavík fusion. Þættirnir eru fyrstu íslensku sjónvarpsþættirnir til að komast inn á Cannes Series-hátíðina og hlutu standandi lófaklapp þar í lok apríl. Bíó og sjónvarp 14.5.2025 12:33
Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Bandaríski leikstjórinn Robert Benton, sem leikstýrði meðal annars Óskarsverðlaunamyndinni Kramer vs. Kramer og skrifaði handritið að Bonnie and Clyde, er látinn. Hann varð 92 ára. Bíó og sjónvarp 14.5.2025 10:39
Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Áhættuatriði leikarans Tom Cruise fyrir Mission Impossible myndirnar hafa lengi vakið gífurelga athygli. Oftar en ekki snúast þessi atriði um það að stökkva af hinum merkilegustu hlutum, eins og hæstu byggingum heims eða fjöllum í Noregi. Bíó og sjónvarp 13.5.2025 09:54
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp 5.5.2025 18:35
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp 19.4.2025 22:03
Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Fjórir vel þekktir kvikmyndaleikarar hafa verið ráðnir til að túlka sjálfa Bítlana – þá Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Ringo Starr – í nýjum kvikmyndum bandaríska leikstjórans Sam Mendes sem áætlað er að verði sýnd 2028. Bíó og sjónvarp 1.4.2025 08:54
Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Netflix hefur birt stiklu fyrir sjöundu þáttaröð Black Mirror. Óhætt er að segja að þáttanna hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þáttaröðin státar af sex stjörnufylltum þáttum. Þar á meðal er framhald þáttarinns um stafræna áhöfn geimskipsins USS Callister. Bíó og sjónvarp 31.3.2025 15:36
Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Christopher Nolan hyggst taka upp stórmynd sína Odyssey hér á landi í júní. Tökur munu fara fram á Suðurlandi en um er að ræða þriðja skiptið sem leikstjórinn tekur upp kvikmynd sína hérlendis. Bíó og sjónvarp 27.3.2025 15:01
Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Ljósbrot var valin besta mynd ársins á Eddunni en í heildina fékk myndin fimm verðlaun. Það var þó Snerting sem fékk flest verðlaun þetta árið eða tíu stykki. Bíó og sjónvarp 26.3.2025 22:35
Happy Gilmore snýr aftur Happy Gilmore snýr aftur á golfvöllinn eftir tæplega þrjátíu ára fjarveru þann 25. júlí þegar framhald sígildu golfgrínmyndarinnar kemur út á Netflix. Ný stikla úr myndinni var frumsýnd í dag. Bíó og sjónvarp 18.3.2025 18:38
Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Vesturport hyggst ráðast í framhaldsþáttaseríu af Verbúðinni, seríu sem sló í gegn á Ríkisútvarpinu fyrir nokkrum árum síðan. Nýja serían hefur enn ekki fengið íslenskt heiti en heitir Stick 'Em Up á ensku, eða Hendur upp og verður hún kynnt nánar á kvikmynda- og sjónvarpshátíðinni Series Mania síðar í mánuðinum. Bíó og sjónvarp 13.3.2025 15:04
Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Íslenska framleiðslufyrirtækið ACT4 sem meðal annars er í eigu Ólafs Darra hefur gert samstarfssamning við þýska teiknimyndaframleiðandann Ulysses Filmproduktion um STORMSKER – fólkið sem fangaði vindinn, teiknimynd fyrir börn. Bíó og sjónvarp 13.3.2025 14:00
Anora sigurvegari á Óskarnum Kvikmyndin Anora fékk flest verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór vestanhafs í nótt. Myndin fékk alls fimm verðlaun og var meðal annars valin besta myndin. Þá varð leikstjóri myndarinnar Sean Baker sá fyrsti til að vinna fern verðlaun fyrir sömu myndina. Bíó og sjónvarp 3.3.2025 05:57
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í kvöld í 97. sinn. Sannkallaður óskarsverðlaunasérfræðingur sem búsettur er í englanna borg og starfar í bransanum fór yfir helstu verðlaunaflokkana í samtali við fréttastofu og spáði í Hollywood-spilin. Bíó og sjónvarp 2.3.2025 23:20
Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmyndaverðlaunanna, 2025 hafa verið gerðar opinberar. Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar eru tilnefndar í flokki kvikmyndar ársins. Bíó og sjónvarp 25.2.2025 13:56
Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Fjölskyldan sem stýrt hefur sögunum um James Bond, ofurnjósnarann heimsfræga, hefur stigið til hliðar. Amazon MGM Studios munu nú hafa fulla stjórn á njósnaranum en Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, höfðu staðið í vegi fyrirtækisins varðandi nýjar kvikmyndir og þætti úr söguheimi Bonds. Bíó og sjónvarp 21.2.2025 10:10
Næsti Dumbledore fundinn Allt bendir til þess að bandaríski leikarinn John Lithgow muni leika galdrakarlinn Albus Dumbledore í nýrri þáttaröð um Harry Potter. Bíó og sjónvarp 13.2.2025 15:16
Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja John Oliver heimsótti læriföður sinn Jon Stewart í The Daily Show í gærkvöldi. Þar hlakkaði mjög í hinum breska Oliver sem var mættur til að bjóða Bandaríkjamenn velkomna í hóp konungsríkja. Bíó og sjónvarp 11.2.2025 12:31
Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari fer mikinn í nýjustu stiklunni úr Marvel ofurhetjumyndinni Captain America: Brave New World. Þar er persóna hans í slagsmálum við engan annan en aðalsögupersónu og hetju myndarinnar, Kaptein Ameríku sem leikinn er af Anthony Mackie. Bíó og sjónvarp 4.2.2025 15:58
Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ólafur Darri Ólafsson leikari er fyrir löngu orðinn einn allra þekktasti leikari sem Ísland hefur alið af sér. Það skal því engan undra að hann fer með stærðarinnar hlutverk í annarri seríu af sjónvarpsþáttunum Severance sem eru í leikstjórn Ben Stiller. Ólafur segir að vinátta þeirra frá fornu fari, Walter Mitty dögunum á Íslandi, hafi orðið til þess að leikstjórinn hafi hóað í hann vegna hlutverksins. Bíó og sjónvarp 3.2.2025 07:00
Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hlaut í gær aðalverðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem besta norræna mynd ársins. Bíó og sjónvarp 2.2.2025 11:09
Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þórður Pálsson, leikstjóri íslenska hrollvekjudramans The Damned, segir vetrartökur á Vestfjörðum vera það erfiðasta sem hann hafi gert um ævina. Svo lítið skjól hafi verið af leikbúningunum að glamrað hafi í tönnum leikaranna sem gátu varla talað fyrir kulda. Myndin hefur fengið það góðar viðtökur í Bandaríkjunum að kvikmyndafyrirtækið A24 var fljótt að kalla Þórð á sinn fund. Bíó og sjónvarp 1.2.2025 07:00
Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu voru kynntar í dögunum, í sömu viku og tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru kynntar. Bíó og sjónvarp 23.1.2025 17:33
Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og leikstjórinn Robert Eggers leiða saman hesta sína á nýjan leik og hafa skrifað nýjan varúlfahrylling. Bíó og sjónvarp 22.1.2025 22:32
Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. Bíó og sjónvarp 21.1.2025 15:38
Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Sigurjón Sighvatsson minnist vinar síns, David Lynch, sem eins áhrifamesta kvikmyndaleikstjóra sögunnar. Lynch hafi verið prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og var alltaf langt á undan sinni samtíð. Bíó og sjónvarp 19.1.2025 09:02