Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes

Fjórir vel þekktir kvikmyndaleikarar hafa verið ráðnir til að túlka sjálfa Bítlana – þá Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Ringo Starr – í nýjum kvikmyndum bandaríska leikstjórans Sam Mendes sem áætlað er að verði sýnd 2028.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stjörnum prýdd stikla Black Mirror

Netflix hefur birt stiklu fyrir sjöundu þáttaröð Black Mirror. Óhætt er að segja að þáttanna hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þáttaröðin státar af sex stjörnufylltum þáttum. Þar á meðal er framhald þáttarinns um stafræna áhöfn geimskipsins USS Callister.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Happy Gilmore snýr aftur

Happy Gilmore snýr aftur á golfvöllinn eftir tæplega þrjátíu ára fjarveru þann 25. júlí þegar framhald sígildu golfgrínmyndarinnar kemur út á Netflix. Ný stikla úr myndinni var frumsýnd í dag.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn

Vesturport hyggst ráðast í framhaldsþáttaseríu af Verbúðinni, seríu sem sló í gegn á Ríkisútvarpinu fyrir nokkrum árum síðan. Nýja serían hefur enn ekki fengið íslenskt heiti en heitir Stick 'Em Up á ensku, eða Hendur upp og verður hún kynnt nánar á kvikmynda- og sjónvarpshátíðinni Series Mania síðar í mánuðinum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Anora sigur­vegari á Óskarnum

Kvikmyndin Anora fékk flest verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór vestanhafs í nótt. Myndin fékk alls fimm verðlaun og var meðal annars valin besta myndin. Þá varð leikstjóri myndarinnar Sean Baker sá fyrsti til að vinna fern verðlaun fyrir sömu myndina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bezos bolar Broccoli burt frá Bond

Fjölskyldan sem stýrt hefur sögunum um James Bond, ofurnjósnarann heimsfræga, hefur stigið til hliðar. Amazon MGM Studios munu nú hafa fulla stjórn á njósnaranum en Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, höfðu staðið í vegi fyrirtækisins varðandi nýjar kvikmyndir og þætti úr söguheimi Bonds.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu

Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari fer mikinn í nýjustu stiklunni úr Marvel ofurhetjumyndinni Captain America: Brave New World. Þar er persóna hans í slagsmálum við engan annan en aðalsögupersónu og hetju myndarinnar, Kaptein Ameríku sem leikinn er af Anthony Mackie.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Svaraði kallinu frá Ben Stiller

Ólafur Darri Ólafsson leikari er fyrir löngu orðinn einn allra þekktasti leikari sem Ísland hefur alið af sér. Það skal því engan undra að hann fer með stærðarinnar hlutverk í annarri seríu af sjónvarpsþáttunum Severance sem eru í leikstjórn Ben Stiller. Ólafur segir að vinátta þeirra frá fornu fari, Walter Mitty dögunum á Íslandi, hafi orðið til þess að leikstjórinn hafi hóað í hann vegna hlutverksins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vest­firski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“

Þórður Pálsson, leikstjóri íslenska hrollvekjudramans The Damned, segir vetrartökur á Vestfjörðum vera það erfiðasta sem hann hafi gert um ævina. Svo lítið skjól hafi verið af leikbúningunum að glamrað hafi í tönnum leikaranna sem gátu varla talað fyrir kulda. Myndin hefur fengið það góðar viðtökur í Bandaríkjunum að kvikmyndafyrirtækið A24 var fljótt að kalla Þórð á sinn fund.

Bíó og sjónvarp