Lífið

Sýning sem breytir upp­lifun okkar á heiminum

„Viðbrögðin hafa verið frábær! Sýningin kallar fram undrun, hlátur og oft umræðu um hvernig við skynjum veruleikann. Krakkar og fullorðnir hafa bæði gaman af því að prófa sig áfram og uppgötva hvernig litir, form og ljós geta breytt upplifun okkar á heiminum.“ segir Þórunn Birna Úlfarsdóttir, markaðsfulltrúi hjá Smáralind um sýninguna Sjónarspil sem sett hefur verið upp í verslunarmiðstöðinni.

Lífið samstarf

Ævar vísinda­maður í miðaldrakrísu

Áður en Ævar Þór Benediktsson varð landsþekktur sem Ævar vísindamaður útskrifaðist hann sem leikari úr Listaháskóla Íslands. Ævar var meira að segja nokkuð góður leikari þrátt fyrir að frægðarsól hans hafi ekki risið hæst á þeim vettvangi. Nei, Ævar er frægastur hjá börnum og foreldrum landsins fyrir fjölmargar bækur og þætti um vísindi og gagn þeirra í samfélaginu.

Gagnrýni

„Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Ís­lands“

Gaflaraleikhúsið og Geðhjálp eru í skemmtilegu samstarfi þessa dagana sem snýr að því að finna fyndnasta hlátur Íslands. Landsmenn eru hvattir til að senda inn myndband af þeim sem þeim finnst búa yfir fyndnasta hlátrinum en sigurvegari fær gjafabréf á sýninguna Tóm hamingja sem leikhópurinn sýnir við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu.

Lífið samstarf

„Þetta var orðið svo­lítið hættu­legt fyrir mig“

„Ég fattaði að fólk gat sagt allt sem það vildi um mig óháð því hvort það væri satt. Það var svolítið sjokk fyrir mig að vita að ég væri orðin svoleiðis manneskja. Ég varð svolítið hrædd að vera búin að hleypa fólki svona nálægt mér,“ segir Sonja Valdín, sem var lengi þekkt sem Sonja Story. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu og er jafnframt í sínu fyrsta viðtali í fjögur ár.

Lífið

Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Ís­landi

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri, sem kallar sig Jón Jónsson, stefnir að því að opna fyrsta kynlífsklúbb landsins undir nafninu Aphrodite innan nokkurra vikna. Hann segir klúbbinn sérstaklega ætlaðan fólki í swing-senunni.

Lífið

Eva sýnir giftingahringinn

Eva Bryngeirsdóttir, jógakennari og eiginkona Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, birti mynd af vinstri hönd sinni á Instagram. Á myndinni má veglegan, gylltan giftingahring með stórum steini á baugfingri hennar.

Lífið

Traustið var löngu farið úr sam­bandinu

Unnur Helga Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Bakarísins Jóa Fel og fyrrverandi eiginkona veitingamannsins Jóa Fel, segir traustið hafa verið löngu farið úr sambandi þeirra fyrir skilnað. Hún þakkar hugvíkkandi efnum hvernig gekk að vinna úr skilnaðinum.

Lífið

Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló

Verzlunarskóla Íslands er þekktur fyrir að setja upp mjög svo metnaðarfullar sýningar og í ár stýra fyrrum Verslingarnir Tómas Arnar Þorláksson og Mikael Emil Kaaber Stjarnanna borg sem er byggt á þekktri dans og söngvamynd frá árinu 2016.

Lífið

Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun

Dr. Thomas Ragnar Wood, eða Tommy eins og hann er kallaður, prófessor í barnalækningum og taugavísindum, var gestur í þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms á dögunum og ræddi um hvernig daglegar venjur og lífsstíll geta haft afgerandi áhrif á heilsu heilans og minnkað líkur á heilabilun um helming og jafnvel enn meir.

Lífið

Upp­skrift að umræddasta súkku­laði landsins

Dúbaí-súkkulaðið umrædda hefur vakið ómælda athygli síðustu misserin eftir að svokallað taste-test varð vinsælt á samfélagsmiðlinum TikTok. Súkkulaðið á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hefur nú náð að hrífa íslenska súkkulaðunnendur.

Lífið

Inga Lind hlaut blessun á Balí

Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og framleiðandi, er á heimleið eftir ævintýralegt frí á Balí með vinkonu sinni, Áslaugu Huldu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni bæjarráðs Garðabæjar. Vinkonurnar deildu myndum frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum sínum.

Lífið

Elín Hall í Vogue

Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue.

Tíska og hönnun

Unnur Birna og Pétur selja rað­húsið

Hjónin, Unn­ur Birna Vil­hjálms­dótt­ir, lögfræðingur og fyrrum Ungfrú Heimur, og Pét­ur Rún­ar Heim­is­son, markaðs-og þjónustustjóri fasteignafélagsins Heima, hafa sett raðhús sitt við Kjarrmóa í Garðabæ á sölu. Ásett verð er 142,5 milljónir.

Lífið

„Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“

Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson greindist með krabbamein fyrir akkúrat ári síðan. Það sem átti að vera stutt læknisheimsókn endaði sem fimm vikna innlögn en í dag hefur hann verið í sjúkdómshléi í tæpa tíu mánuði. 

Lífið

Frétta­stjóri Heimildarinnar orðin móðir

Ragnhildur Þrastardóttir, fréttastjóri Heimildarinnar, og unnustinn hennar Sigurður Páll Guttormsson, þáttastjórnandi Hvítþvottar, hlaðvarps um peningaþvætti, og sérfræðingur í vörnum gegn peningaþvætti, eru orðin foreldrar. 

Lífið

„Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“

„Ég var alltaf pínulítið að drífa tískutrendin áfram á Hornafirði man ég, ég hafði svo gaman að því. Ég var aldrei mikið að pæla í því, ég var bara svona. Og ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró. Hann er viðmælandi í þættinum Tískutal þar sem hann veitir innsýn í einstakan fataskáp sinn.

Tíska og hönnun

Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður að­gangur að þing­sal

Skrautlegur klæðaburður Jóns Gnarr hefur oft vakið athygli og rifjast í því samhengi upp bleiku jakkafötin sem hann klæddist í borgarstjóratíð sinni. Honum leiðist þó tilgerð og svo virðist sem í dag hafi þau náð hámarki sínu að hans mati þegar átti að meina honum aðgang að þingsal vegna þess að hann var í gallabuxum.

Lífið

Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónasdóttir og kærastan hennar Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir létu skíra son sinn viðhátíðlega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Bjarki Bergþór.

Lífið