Fótbolti

Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ís­land

Heimir Hallgrímsson er efins um að Ísland eigi möguleika á að komast á HM í Norður-Ameríku á næsta ári en fylgist spenntur með. Hann hefur átt samtöl við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson um starfið og hvetur hann til góðra verka.

Fótbolti

Enska augna­blikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum

Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Ríkharð Óskar Guðnason er einn mesti Paolo Di Canio maður landsins og sem ungur maður keypti hann sér treyju merkta Ítalanum þrátt fyrir að styðja allt annað lið.

Enski boltinn

„Rýr stigasöfnun í deildinni vissu­lega á­hyggju­efni“

Sölvi Geir Ottesen var að mörgu leyti sáttur við spilamennsku Víkings þrátt fyrir tap liðsins gegn Stjörnunni í Bestu-deild karla í fótbolta í Víkinni í kvöld. Sölvi Geir hefur þó áhyggjur af rýrri uppskeru í deildinni upp á síðkastið og fannst vanta upp á einbeitingu í báðum vítateigum í leiknum í kvöld. 

Íslenski boltinn

Barcelona rúllaði yfir Como

Ungstirnið Lamine Yamal skoraði tvö mörk, sitthvoru megin við hálfleikinn, þegar Barcelona tók á móti Como í æfingaleik í kvöld. Katalónarnir sýndu mönnum fyrrum Börsungsins, Cesc Fabregas, enga gestrisni og unnu sannfærandi 5-0 sigur.

Fótbolti

Hall­grímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast

„Það var klárlega léttir að sjá boltann inni, ég var farin að hugsa að þetta myndi enda 0-0. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur þar sem bæði lið hefðu geta skorað tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-0 sigur á móti ÍBV í Bestu deild karla í dag þar sem sigurmarkið kom þegar skammt var eftir af leiknum.

Íslenski boltinn

Brøndby náði í sigur heima­fyrir

Brøndby, sem var niðurlægt í Víkinni vikunni, náði í sigur í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið lagði Vejle 2-1 á heimavelli og jafnaði FC Kaupmannahöfn að stigum í deildinni.

Fótbolti

Davíð Smári: Á­nægður með orkustigið

Vestri vann dramatískan sigur á Fram í 18. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 með marki á 92. mínútu og var þjálfari Vestra, Davíð Smáir Lamude, ánægður með ýmislegt eftir leik.

Íslenski boltinn

Ísak nældi í gult í tapi

Þrír Íslendingar tóku þátt í leik IFK Norrköping og Hammarby í 19. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Ekki komust þeir á blað nema Ísak Sigurgeirsson sem nældi sér í gult spjald. Hammarby vann leikinn 0-2 á heimavelli Norrköping.

Fótbolti

Enska augna­blikið: Hjá­trú og al­sæla

Fimm dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Enski boltinn hefur haft mikil áhrif á sálartetur Kjartans í gegnum tíðina og leikur Manchester United og Tottenham vorið 1999 gleymist seint.

Enski boltinn

Hákon gaf syni Dag­nýjar treyjuna sína

Landsliðsgóðsögnin Dagný Brynjarsdóttir var meðal áhorfenda á Ólympíuleikvanginum í gær þegar karlalið West Ham tók á móti franska liðinu Lille í æfingarleik. Dagný var mjög ánægð með íslenska landsliðsmanninn á vellinum eftir leikinn.

Fótbolti

Enska augna­blikið: Lærði 200 ný blóts­yrði

Fimm dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kristjana Arnarsdóttir fór í eftirminnilega ferð á Anfield veturinn 2002.

Enski boltinn