Fótbolti

Juventus í Meistara­deildarsæti

Juventus vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Inter í síðasta leik dagsins í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn þýðir að Juventus er komið í Meistaradeildarsæti á meðan Inter mistókst að komast á topp deildarinnar. 

Fótbolti

Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, var hundóánægður vegna rauða spjaldsins sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í 1-1 jafnteflinu við Osasuna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Hann segir dómarann ekki hafa skilið ensku nógu vel.

Fótbolti

Armstrong til Man United frá PSG

Marc Armstrong mun á næstu vikum ganga til liðs við Manchester United sem viðskiptafulltrúi enska knattspyrnufélagsins. Hann kemur frá París Saint-Germain þar sem hann var í svipuðu hlutverki.

Enski boltinn

„Mundum hverjir við erum“

Pep Guardiola sagði sína menn í Manchester City hafa munað hverjir þeir væru í dag þegar Newcastle United kom í heimsókn. Lærisveinar Pep eru margfaldir Englandsmeistarar en það hefur ekki sést á frammistöðu liðsins til þessa á leiktíðinni.

Enski boltinn

Madrídar­liðin sáu rautt í jafn­teflum

Bæði Real og Atlético Madríd fengu rauð spjöld í leikjum sínum í La Liga, spænsku efstu deild karla í knattspyrnu í dag. Jafnframt gerðu bæði lið jafntefli í leikjum sínum. Þá lauk toppslag efstu deildar karla í Þýskalandi með markalausu jafntefli.

Fótbolti

Amad lík­lega frá út tíma­bilið

Amad Diallo verður líklega ekki meira með enska knattspyrnufélaginu Manchester United á þessari leiktíð vegna meiðsla á ökkla. Þá verður Kobbie Mainoo frá næstu vikurnar ásamt því að Manuel Ugarte og Toby Collyer missa af leiknum gegn Tottenham Hotspur á sunnudag.

Enski boltinn

Mar­moush með þrennu í sigri Man City

Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 4-0 sigur á Newcastle United í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu þökk sé þrennu Omar Marmoush. Önnur úrslit dagsins má finna hér að neðan.

Enski boltinn

Merino sá um að setja pressu á Liverpool

Spánverjinn Mikel Merino sá til þess að Arsenal fengi öll þrjú stigin með 2-0 sigri gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann skoraði bæði mörkin á lokakaflanum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Enski boltinn

Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjöl­farið

Íslenska landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hefur átt draumabyrjun með RB Leipzig í efstu deild Þýskalands í fótbolta, eftir komuna frá Nordsjælland um áramótin. Markið sem hún skoraði í gær má nú sjá á Vísi.

Fótbolti

Víkingar með lægra til­boð en „grín“ í Gylfa

Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil.

Íslenski boltinn