Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Þrír af öflugustu sóknarleikmönnum Íslandsmeistara Breiðabliks í kvennafótboltanum eru horfnir af braut og reyna fyrir sér í atvinnumennsku. Besta lið Bestu deildar kvenna þarf því að fylla í stór skörð næsta sumar. Íslenski boltinn 9.1.2026 15:17
TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur valið TikTok sem aðalvettvang sinn fyrir myndefni á samfélagsmiðlum á heimsmeistaramóti karla í fótbolta næsta sumar en knattspyrnusambandið gaf þetta út í gær. Fótbolti 9.1.2026 14:02
Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Spænska deildin tók sér smá frí yfir jól og áramót og það eru því engir stórir fótboltaleikir þessa dagana á heimavelli Atlético Madrid. Spænska félagið ákvað að nýta leikvanginn í annað á meðan. Fótbolti 9.1.2026 13:03
„Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Åge Hareide var jarðsunginn í dómkirkjunni í Molde í gær en þessi fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lést 18. desember síðastliðinn, 72 ára að aldri, eftir að hafa greinst með heilaæxli fyrr á sama ári. Fótbolti 9.1.2026 06:30
„Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að töfraaugnablik hefði þurft til að brjóta ísinn í stórleiknum við Liverpool í kvöld. Hann varði Gabriel Martinelli sem sakaður var um slæma framkomu í lok leiks. Enski boltinn 8.1.2026 23:16
Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Það sauð aðeins upp úr í lokin á stórleik Arsenal og Liverpool í kvöld, þegar Gabriel Martinelli kom illa fram við meiddan Conor Bradley úti við hliðarlínu, kastaði í hann bolta og reyndi að ýta honum yfir línuna. Enski boltinn 8.1.2026 22:39
Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Minnstu munaði að AC Milan tapaði sínum fyrsta deildarleik síðan í ágúst, þegar liðið mætti Mikael Agli Ellertssyni og félögum í Genoa í kvöld. Niðurstaðan 1-1 jafntefli eftir að vítaspyrna Genoa í blálokin fór forgörðum. Fótbolti 8.1.2026 22:06
Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Þrátt fyrir að sigurgöngu Arsenal hafi lokið í kvöld er liðið komið með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, eftir markalaust jafntefli í stórleiknum gegn Liverpool í Lundúnum. Enski boltinn 8.1.2026 19:30
Real bjó til El Clásico úrslitaleik Real Madrid og Barcelona mætast í úrslitaleik spænska ofurbikarsins í fótbolta, eftir að Real vann grannaslaginn við Atlético í undanúrslitum í Sádi-Arabíu í kvöld. Fótbolti 8.1.2026 21:07
PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Marseille var hársbreidd frá því að leggja meistaralið PSG að velli í Kúvæt í kvöld, í franska ofurbikarnum í fótbolta, en tapaði að lokum í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 8.1.2026 20:15
Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Það ríkir mikil spenna fyrir stórleik Arsenal og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Byrjunarliðin hafa nú verið tilkynnt. Enski boltinn 8.1.2026 18:52
Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Hætta er á því að fresta þurfi leik eða leikjum í þýsku 1. deildinni í fótbolta um helgina vegna mikillar snjókomu og fárviðris sem spáð er. Fótbolti 8.1.2026 18:07
Kudus bætir gráu ofan á svart Þegar rignir þá dembir í Norður-Lundúnum. Mohamed Kudus mun ekki spila næstu þrjá mánuði og bætist við langan meiðslalista Tottenham, sem er í alls kyns vandræðum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 8.1.2026 17:17
Birta eltir ástina og semur við Genoa Birta Georgsdóttir er gengin til liðs við Genoa á Ítalíu frá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hún mun því spila fyrir sama lið og kærasti sinn, landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson. Íslenski boltinn 8.1.2026 17:02
Júlíus Mar seldur til Kristiansund Júlíus Mar Júlíusson er genginn til liðs við Kristiansund í Noregi eftir eitt tímabil sem leikmaður KR. Íslenski boltinn 8.1.2026 16:01
Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Cristian Romero, fyrirliði Tottenham, var allt annað en sáttur með stjórnendur félagsins sem kom fram í harðorðri færslu á samfélagsmiðlum, sem nú hefur verið breytt. Enski boltinn 8.1.2026 15:30
Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Enzo Le Fée, leikmaður Sunderland, vill líklega seint sjá endursýningu af vítaspyrnu sinni í 3-0 tapi fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann var eðlilega flóttalegur eftir skelfilega slaka spyrnu. Enski boltinn 8.1.2026 14:47
Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Fyrrum úrvalsdeildardómarinn David Coote hlaut níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að framleiða barnaníðsefni. Hann mun því ekki þurfa að sitja inni en mun sinna 150 klukkustunda samfélagsþjónustu. Enski boltinn 8.1.2026 14:01
„Við erum meistarar, ekki þeir“ Dominik Szoboszlai, leikmaður Liverpool, er klár í slaginn fyrir stórleik kvöldsins þegar hans menn sækja topplið Arsenal heim á Emirates-völlinn. Enski boltinn 8.1.2026 13:16
Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Stefán Teitur Þórðarson er á leiðinni til Hannover 96 í Þýskalandi frá Preston North End á Englandi en félagaskiptin verða ekki fullkláruð fyrr en í næstu viku. Fótbolti 8.1.2026 12:30
Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Breiðablik ætlar heldur betur að bæta aðstöðuna fyrir meistaraflokka félagsins í fótboltanum fyrir næsta sumar. Íslenski boltinn 8.1.2026 12:00
Andrea til Anderlecht Andrea Rut Bjarnadóttir er gengin til liðs við Anderlecht í Belgíu. Hún kemur til félagsins frá Breiðabliki þar sem hún hefur spilað síðustu þrjú tímabil. Fótbolti 8.1.2026 11:33
Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Jose Mourinho, þjálfari Benfica, var mjög reiður eftir óvænt tap liðsins gegn Braga í undanúrslitum portúgalska deildabikarsins á miðvikudag. Fótbolti 8.1.2026 11:30
Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Eftir hvert tapið á fætur öðru eru Englandsmeistarar Liverpool hættir að tapa leikjum en nú er það spilamennska liðsins inni á vellinum sem pirrar harða suðningsmenn félagsins. Enski boltinn 8.1.2026 11:00