Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Meðeigandi Inter Miami segir að Lionel Messi sé ákaflega ósáttur með að vera dæmdur í eins leiks bann fyrir að skrópa í Stjörnuleik MLS deildarinnar. Fótbolti 26.7.2025 07:03
Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Alan Shearer er allt annað en sáttur með að félagið hans Newcastle United þurfi mögulega að horfa á eftir sínum besta leikmanni til Englandsmeistara Liverpool. Hann er sérstaklega óhress með skilaboðin sem berast frá félaginu sjálfu. Enski boltinn 25.7.2025 21:45
Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum ÍR og Njarðvík gerðu 2-2 jafntefli í kvöld í uppgjöri tveggja efstu liða Lengjudeildar karla í fótbolta en spilað var í Mjóddinni. Íslenski boltinn 25.7.2025 21:13
Ísak aftur með frábæra innkomu Ísak Snær Þorvaldsson er að byrja vel með Lyngby í danska fótboltanum en hann kom til liðsins á dögunum á láni frá norska félaginu Rosenborg. Fótbolti 25.7.2025 18:55
Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Liðsfélögunum Lionel Messi og Jordi Alba verður refsað fyrir það að skrópa í Stjörnuleik bandarísku MLS deildarinnar. Fótbolti 25.7.2025 18:00
Gyökeres í flugvél á leið til London Viktor Gyökeres verður fljótlega orðinn nýr leikmaður Arsenal en sænski framherjinn er á leiðinni til Englands. Enski boltinn 25.7.2025 17:39
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Víkingur tók á móti Stjörnunni og vann 2-1 sigur í elleftu umferð Bestu deildar kvenna. Víkingar sitja enn í næstneðsta sætinu en nú aðeins tveimur stigum frá Stjörnunni og þremur frá Tindastóli. Shaina Ashouri skoraði fyrsta markið, í sínum fyrsta leik í sumar. Dagný Rún Pétursdóttir tvöfaldaði forystuna svo rétt fyrir hálfleik. Íslenski boltinn 25.7.2025 17:30
„Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Einar Guðnason hefur mikla trú á því að Víkingarnir geti bjargað sér frá falli. Síðustu vikur hefur hann hert skrúfurnar hjá liðinu og fengið til sín leikmann sem getur gert allt. Allir vinir hans og kunningjar ætla svo að fylla stúkuna í kvöld. Íslenski boltinn 25.7.2025 16:21
„Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Nýi þjálfarinn hjá Real Sociedad er mjög hrifinn af Orra Steini Óskarssyni, sem hefur glímt við meiðsli undanfarið en er nú orðinn heill heilsu og byrjaði af krafti í fyrsta æfingaleiknum á undirbúningstímabilinu. Fótbolti 25.7.2025 15:01
FH leysir loks úr markmannsmálunum FH hefur fengið bandarískan markmann til að spila með liðinu það sem eftir lifir tímabils. Macy Elizabeth Enneking mun berjast um markmannsstöðuna við Söndru Sigurðardóttur, sem tók hanskana af hillunni til að hjálpa FH þegar aðalmarkmaðurinn Aldís Guðlaugsdóttir meiddist. Fótbolti 25.7.2025 14:15
Orri Steinn með tvennu í Japan Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson er að byrja undirbúningstímabilið vel og hann reimaði á sig markaskóna í dag. Fótbolti 25.7.2025 13:30
Sádarnir spenntir fyrir Antony Framtíð Brasilíumannsins Antony er í óvissu enda hefur Man. Utd lítinn áhuga á að halda honum í sínum herbúðum. Enski boltinn 25.7.2025 12:45
Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Besta deild kvenna hófst aftur eftir sumarfríi með þremur skemmtilegum leikjum í gærkvöldi. Mörkin úr þeim öllum má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 25.7.2025 11:39
Newcastle íhugar að kaupa Sesko Það er nóg að gera á skrifstofunni hjá Newcastle þessa dagana en óvissan með framtíð Alexander Isak hjá félaginu hefur eðlilega mikil áhrif. Enski boltinn 25.7.2025 11:02
Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Samkomulag er í höfn milli Arsenal og Sporting um kaup og sölu á sænska sóknarmanninum Viktor Gyökeres, sem er á leiðinni til Lundúna og mun gangast undir læknisskoðun á morgun. Enski boltinn 25.7.2025 10:36
Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Valur náði í jafntefli gegn litáenska liðinu Kauno Zalgiris í gærkvöldi. Heimamenn tóku forystuna með furðumarki en Tryggvi Hrafn tryggði jafntefli með jöfnunarskallamarki undir lokin. Mörkin má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 25.7.2025 10:32
Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Javier Hernandez, einnig þekktur sem Chicharito og var áður leikmaður Manchester United og landsliðsfyrirliði Mexíkó, hefur beðist afsökunar á karlrembulegum ummælum sem hann var sektaður fyrir. Fótbolti 25.7.2025 09:32
Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Woody Johnson hefur formlega gengið frá kaupum á hlut Johns Textor í enska úrvalsdeildarfélaginu Crystal Palace, sem má samt ekki taka þátt í Evrópudeildinni. Enski boltinn 25.7.2025 08:47
Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Það getur orðið mjög dýrt að komast í bestu sætin í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Enski boltinn 25.7.2025 07:30
Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Chelsea, Arsenal, Manchester United og Manchester City eru öll í hópi þeirra félaga sem ætla að opna fyrir áfengisdrykkju áhorfenda upp í stúku á leikjum kvennaliða félaganna á komandi tímabili. Enski boltinn 25.7.2025 07:02
Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Taylor Marie Hamlett, leikmaður FHL, spilaði í kvöld sinn fyrsta leik á Íslandi og ekki nóg með það, þá skoraði hún einnig þegar hún jafnaði leikinn í fyrri hálfleik. Þetta var sannkallað framherjamark þar sem hún var réttur maður á réttum stað í vítateig andstæðingsins. Íslenski boltinn 25.7.2025 00:00
„Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Agla María Albertsdóttir átti frábæran leik í kvöld þegar Blikar unnu 3-1 sigur á Þrótti í toppslag Bestu deildar kvenna í fótbolta og fannst það mjög jákvætt að vinna leikinn og tylla sér einar á toppinn. Íslenski boltinn 24.7.2025 23:13
Andrea Rán semur við FH FH-ingar hafa fengið mikinn liðstyrk fyrir seinni hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta því miðjumaðurinn öflugi Andrea Rán Hauksdóttir er kominn heim og mun spila með Hafnarfjarðarliðinu út tímabili. Íslenski boltinn 24.7.2025 21:55
Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Manchester United náði loksins að klára kaupin á franska framherjanum Bryan Mbeumo í þessari viku eftir eltingarleik við hann í allt sumar. Það eru samt fleiri í Manchester borg sem fagna því. Enski boltinn 24.7.2025 21:32