Fréttir

Krefjast bóta verði ekki fallið frá á­formum um skólaþorp

Eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla breytingum á aðalskipulagi sem þau segja brjóti gegn óbeinum eignarétti þeirra á bílastæðum í Laugardalnum. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár en þar á að rísa skólaþorp. Forsvarsmenn stöðvarinnar krefjast bóta verði ekki fallið frá áformunum.

Innlent

Þriðjungur endur­reisnarinnar gæti fallið á Rússa

Alþjóðabankinn áætlar að tíu ára enduruppbygging Úkraínu muni kosta um það bil 524 milljarða dala en færi svo að Rússum yrði að ósk sinni og þeir fengju þau svæði sem þeir hafa nú þegar lagt undir sig í friðarsamningum, myndu tæplega 200 milljarðar dala falla á þá.

Erlent

Halda á­fram að ræða veiðigjöldin

Þingfundur hefur verið boðaður á Alþingi klukkan tíu dag þar sem eina málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöldin. Fundurinn kemur í kjölfar viðburðaríks þingfundar gærdagsins.

Innlent

Tekur önnur Ís­lendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi

Anna Guðný Baldursdóttir bóndi undirbýr sig núna fyrir þátttöku í lengstu og erfiðustu kappreið heims, Mongol Derby. Keppnin hefst þann 4. ágúst í Ulaanbatar. Anna Guðný segir það langþráðan draum að taka þátt í keppninni. Aðeins einu sinni áður hefur Íslendingur tekið þátt en það var Aníta Aradóttir árið 2014. 46 taka þátt í keppninni í ár.

Innlent

Fyrsta raf­knúna flug­vélin í dönsku innan­lands­flugi

Flug lítillar rafmagnsflugvélar í gær frá Sønderborg á sunnanverðu Jótlandi til Kaupmannahafnar þykir marka þáttaskil í dönsku flugsögunni. Fullyrt er að þetta teljist fyrsta græna innanlandsflugið í Danmörku á flugvél sem eingöngu er rafknúin.

Erlent

„Það er þarna sem rúss­neskir kaf­bátar fara í gegn“

Skipstjóri kafbáts segir það skipta sköpum að geta lagt að bryggju við Ísland við þjónustuheimsókn. Það gerðist í fyrsta sinn í dag við Grundartanga en Hæstsetti aðmíráll bandaríska sjóhersins í Evrópu segir rússneska kafbáta hafa sést víða í Norður-Atlantshafi undanfarið. 

Innlent

Hélt á lokuðu um­slagi

Stjórn og stjórnarandstaða hafa átt í heitum deilum um „lokuð umslög“ í dag þar sem forsætisráðherra sagði stjórnarandstæðinga hafa lagt fram sitt eigið frumvarp í umslagi í þinglokaviðræðum. Stjórnarandstæðingar neituðu því en þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt einmitt á lokuðu umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í kvöld.

Innlent

Til­lögur „ekki af­hentar í lokuðu um­slagi“

Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafna því að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið“ í þinglokaviðræðum. Þeir segja óæskilegt að ræða um viðræðurnar, sem eigi að vera bundnar trúnaði, á opinberum vettvangi. 

Innlent

Jökul­hlaupið í rénun

Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm er enn í gangi en er í rénun. Náttúruvársérfræðingar segja þó ekki hægt að útiloka að vatnshæð í ánum aukist á ný. 

Innlent

Segir um­mæli ráð­herra um sig ó­geð­felld

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir orðum ráðherra um hana í kjölfar fundarslita gærkvöldsins alvarleg og ógeðfelld. Ríkisstjórnin hefur fordæmt ákvörðun Hildar, og mennta- og barnamálaráðherra hefur líkt atvikinu við valdarán.

Innlent

Mennirnir þrír sjáist ekki í mynd­efni

Rannsókn lögreglu á meintri stunguárás sem mun hafa átt sér stað í miðborginni síðdegis á laugardag hefur lítinn árangur borið. Maður sem var stunginn í rassinn sagði þrjá menn hafa verið að verki, en ekkert hefur spurst til þeirra.

Innlent

Vara við slysa­hættu vegna kaldavatnsleysis

Vegna bilunar er kaldavatnslaust við Þingholtsstræti. Samkvæmt nýjustu uppfærslu á vef Veitna er búist við því að vatnið ætti að vera komið á klukkan sex í kvöld, en upphaflega var búist við því að kaldavatnslaust yrði milli hálf átta í morgun til eitt í dag.

Innlent

Vilja herða reglur um frá­gang rafhlaupahjóla í Reykja­vík

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur nú birt samráðsgátt uppfærslu á verklagsreglum fyrir rafhlaupahjólaleigur. Samráðið stendur til 15. ágúst og er óskað eftir athugasemdum frá almenningi og hagaðilum. Í umsögnum er að finna ákall um safnstæði, aukinn sýnileika hjólanna og að ekki megi leggja þeim á hjóla- og göngustíga.

Innlent

Segir val­kyrjur rang­nefni og vill kalla þær skjaldmeyjar

„Valkyrjur er algjört rangnefni,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í athyglisverðri athugasemd um það heiti sem valist hefur á konurnar þrjár sem leiða ríkisstjórn Íslands. Bendir Haraldur á að valkyrjur hafi í goðafræðinni það hlutverk að færa líkin af vígvellinum til Valhallar.

Innlent

Sam­tal við stjórnar­and­stöðuna full­reynt

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir ljóst að frumvarp hennar um hækkun veiðigjalda verði að lögum. Hún segir að ríkisstjórnin muni beita þeim úrræðum sem henni standa til boða til að keyra málið í gegn og útilokar ekki að svokölluðu „kjarnorkuákvæði“ þingskaparlaga verði beitt.

Innlent

Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu?

„Þær nefndu ekki 71. greinina. En mér sýndist algjörlega augljóst að það sé í rauninni það sem þær eru að tala um,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, um ávarp Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og málflutning ráðherranna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland á Alþingi í morgun.

Innlent

„For­sætis­ráð­herra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir áhugavert að hlusta á forsætisráðherra, sem hann segir búinn að koma Alþingi „fullkomlega í skurðinn,“ útskýra fyrir þinginu hvernig þetta hefur verið. „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðlaugur ákveðinn.

Innlent

Nóróveira lík­leg or­sök hópsýkingar á Laugar­vatni

Nóróveira hefur greinst í öllum fimm sýnum sem bárust frá einstaklingum sem veiktust af magakveisu eftir þríþraut á Laugarvatni 5. júlí síðastliðinn. Á fjórða tug hafa lýst því að hafa veikst á samfélagsmiðlum og 22 tilkynnt veikindin til sóttvarnalæknis.

Innlent

„Það er orrustan um Ís­land“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir að framundan sé orrusta um Ísland sem ríkisstjórnin ætli að vinna. Hún segir framkomu núverandi minnihluta fordæmalausa á aldarfjórðungs þingferli hennar. Sérhagsmunaöfl úti í bæ stýri minnihlutanum í samningaviðræðum.

Innlent