Fréttir Leita ökumanns sem ók á stúlku og stakk af Lögreglan lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi í fyrradag og stakk af. Enginn ökumaður er sagður hafa stoppað til þess að huga að stúlkunni þrátt fyrir að töluverð umferð hafi verið. Innlent 16.8.2024 12:35 Meiri tíðindi að stjórnin hafi lifað svo lengi Forsætisráðherra segir ummæli Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að útilokað sé að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar ekki valda neinum titringi innan stjórnarflokkanna. Sögulegt sé að þriggja flokka stjórn hafi náð að klára heilt kjörtímabil. Innlent 16.8.2024 12:23 Pottur á eldavél talinn upptök brunans á Amtmannsstíg Rannsókn lögreglu bendir til þess að kviknað hafi í potti á eldavél á neðri hæð þegar eldur kom upp í húsi á Amtmannsstíg á þriðjudag. Ekkert liggur fyrir um dánarorsök íbúa á sjötugsaldri sem lést eftir eldsvoðann. Innlent 16.8.2024 12:23 Láglaunakonur heilsuveilli en konur með hærri laun Líkamleg heilsa kvenna, sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi, er verri en kvenna með meiri menntun. Þá eru konur með háskólamenntun í öllum tilfellum ólíklegri til að vera með klínísk einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en konur með lægra menntunarstig. Innlent 16.8.2024 12:00 Krefst að lágmarki sex og hálfs árs fangelsis yfir Pétri Jökli Saksóknari gerir þá kröfu að Pétur Jökull Jónasson fái að lágmarki sex og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Verjandi hans segir mikinn galla á rannsókn lögreglu þar sem dregið hafi verið stórar ályktanir án beinna sönnunargagna. Aðalmeðferð málsins lýkur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 16.8.2024 11:55 Trump gerði lítið úr æðstu heiðursorðu bandarískra hermanna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lýsti heiðursorðu sem hann sæmdi fjárhagslegan bakhjarl sinn sem betri en æðstu heiðursorðu sem bandarískir hermenn geta hlotið. Hermenn fá orðuna fyrir að hætta lífi sínu við hetjudáðir í stríði. Erlent 16.8.2024 11:51 Ójöfnuður meðal kvenna og ríkisstjórnin gagnrýnd Í hádegisfréttum verður rætt við formann VR sem sakar ríkisstjórnina og Seðlabankann um mistök í hagstjórn landsins. Innlent 16.8.2024 11:36 Gagnrýnir tvískinnung borgaryfirvalda með orlofsgreiðslur Dags Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, furðar sig á tíu milljóna króna orlofsgreiðslu Reykjavíkurborgar til Dags B. Eggertssonar í ljósi þess að borgin hafi reynt að koma í veg fyrir að almennir starfsmenn geti flutt orlofsdaga á milli ára. Innlent 16.8.2024 10:52 Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. Innlent 16.8.2024 10:25 Tæknileg vandræði hjá Háskóla Íslands Vefir Háskóla Íslands liggja nú niðri vegna kerfisbilunar og hafa tæknilegir erfiðleikar meðal annars áhrif á vefi Árnastofnunar. Netið á háskólasvæðinu er sömuleiðis óvirkt vegna bilunarinnar. Innlent 16.8.2024 09:47 Hlé vegna gagna frá ChatGPT Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. Innlent 16.8.2024 09:34 Sérsveitin kölluð til í Urriðaholti Lögreglan á höfuðborgarsvæði óskaði eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra í morgun. Var það vegna tilkynningar um að maður hefði hoppað fram af svölum, að því er virtist með hníf. Innlent 16.8.2024 09:31 „Mér að mæta“ ef krossar yrðu fjarlægðir Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands merkir það að fólki þyrsti í að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. Hún vill halda í nafn Kirkjugarða Reykjavíkur en líst vel á nýtt merki stofunarinnar. Innlent 16.8.2024 08:36 Rússar saka Nató og Vesturlönd um aðild að áhlaupi Úkraínumanna Nikolai Patrushev, einn talsmanna stjórnvalda í Moskvu, sagði í samtali við dagblaðið Izvestia í gær að Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd hefðu átt þátt í skipulagningu áhlaups Úkraínumanna inn í Rússland. Erlent 16.8.2024 08:29 Víða bjart og fallegt sunnanlands í dag Létta á til sunnanlands með morgninum og víða er spáð björtu og fallegu veðri þar. Á norðanverðu landinu er spáð norðvestan- og norðangolu eða kalda og rigningu eða súld með köflum. Snjóað gæti í fjöll fyrir norðan á sunnudag. Veður 16.8.2024 08:18 Segir verkfræðinga á villigötum Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins hafnar því sem forsvarsmenn Verkfræðingafélagsins hafa haldið fram um að samtökin hafi of mikil völd þegar það komi að gerð kjarasamninga og meti menntun ekki jafn mikils og áður. Innlent 16.8.2024 08:04 Landsvirkjun gerir 725 milljón króna tilboð í Toppstöðina Landsvirkjun hefur lagt fram óskuldbindandi tilboð í Toppstöðina í Elliðaárdal, sem nú er í eigu Reykjavíkurborgar. Um er að ræða tilboð í Toppstöðina sjálfa og lóð undir bílastæði, upp á samtals 725 milljónir króna. Innlent 16.8.2024 07:32 Skjálfti í Bárðarbunguöskjunni Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt reið skjálfti upp á 3,5 stig yfir í Bárðarbunguöskjunni. Skjálftinn varð í sunnanverðri öskjunni og segir Veðurstofan að nokkrir minni skjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Innlent 16.8.2024 07:09 Landtökumenn á Vesturbakkanum kveiktu í húsum og bifreiðum Tugir ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum kveiktu í nótt í húsum og bílum Palestínumanna. Palestínumenn fullyrða að einn hið minnsta hafi verið drepinn í árásinni en árásarmennirnir voru grímuklæddir og hentu bensínsprengjum í þorpinu Jit. Erlent 16.8.2024 07:01 Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. Innlent 16.8.2024 07:00 Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu. Erlent 16.8.2024 06:52 Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. Innlent 15.8.2024 23:25 Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. Innlent 15.8.2024 22:04 Katrín gerir upp framboðið og safnar heitum Framboðsteymi Katrínar Jakobsdóttur er á lokametrunum við að gera upp framboð hennar til forseta, og hefur leitað til stuðningsmanna til að loka gatinu. Innlent 15.8.2024 21:50 „Viðbrögð lögreglu óásættanleg“ eftir líkamsárás á Þjóðhátíð Foreldrar tveggja ungra manna sem urðu hvor fyrir sig fyrir stórfelldri líkamsárás á Þjóðhátíð segja viðbrögð lögreglunnar í kjölfar árásanna óásættanleg. Hvorugur þeirra var sendur á spítala til frekari aðhlynningar, þrátt fyrir að bera augljós merki um alvarlega áverka. Enga skýrslu um árásirnar var að finna í skrám lögreglunnar. Innlent 15.8.2024 20:41 Munaðarlaus álftarungi ætti að spjara sig Munaðarlaus álftarungi hefur vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en foreldrar hans hurfu á dularfullan hátt fyrir nokkrum vikum. Fuglafræðingur segir afar sjaldgæft að álftir yfirgefi ung afkvæmi sín á þennan hátt. Unginn virðist hins vegar ætla spjara sig og sækir í félagskap annarra fugla og manna. Innlent 15.8.2024 20:16 Apabóla greinist í Svíþjóð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu apabólu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Afriku og fyrsta tilfellið þar fyrir utan greindist í dag í Svíþjóð. Erlent 15.8.2024 20:05 Gæti misst fótinn eftir að starfsmannarútan ók yfir hana Starfsmaður álvers Alcoa á Reyðarfirði brotnaði á báðum fótum þegar rúta sem ók starfsmönnum á milli bæjarfélaga ók yfir fætur hennar. Lögregla og vinnueftirlitið hafa málið til skoðunar. Innlent 15.8.2024 19:43 Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Innlent 15.8.2024 19:00 Ósammála ráðherrar, brotthvarf tónleikastaða og einmana ungi Umhverfisráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið lengi í undirbúningi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Innlent 15.8.2024 18:04 « ‹ 187 188 189 190 191 192 193 194 195 … 334 ›
Leita ökumanns sem ók á stúlku og stakk af Lögreglan lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi í fyrradag og stakk af. Enginn ökumaður er sagður hafa stoppað til þess að huga að stúlkunni þrátt fyrir að töluverð umferð hafi verið. Innlent 16.8.2024 12:35
Meiri tíðindi að stjórnin hafi lifað svo lengi Forsætisráðherra segir ummæli Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að útilokað sé að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar ekki valda neinum titringi innan stjórnarflokkanna. Sögulegt sé að þriggja flokka stjórn hafi náð að klára heilt kjörtímabil. Innlent 16.8.2024 12:23
Pottur á eldavél talinn upptök brunans á Amtmannsstíg Rannsókn lögreglu bendir til þess að kviknað hafi í potti á eldavél á neðri hæð þegar eldur kom upp í húsi á Amtmannsstíg á þriðjudag. Ekkert liggur fyrir um dánarorsök íbúa á sjötugsaldri sem lést eftir eldsvoðann. Innlent 16.8.2024 12:23
Láglaunakonur heilsuveilli en konur með hærri laun Líkamleg heilsa kvenna, sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi, er verri en kvenna með meiri menntun. Þá eru konur með háskólamenntun í öllum tilfellum ólíklegri til að vera með klínísk einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en konur með lægra menntunarstig. Innlent 16.8.2024 12:00
Krefst að lágmarki sex og hálfs árs fangelsis yfir Pétri Jökli Saksóknari gerir þá kröfu að Pétur Jökull Jónasson fái að lágmarki sex og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Verjandi hans segir mikinn galla á rannsókn lögreglu þar sem dregið hafi verið stórar ályktanir án beinna sönnunargagna. Aðalmeðferð málsins lýkur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 16.8.2024 11:55
Trump gerði lítið úr æðstu heiðursorðu bandarískra hermanna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lýsti heiðursorðu sem hann sæmdi fjárhagslegan bakhjarl sinn sem betri en æðstu heiðursorðu sem bandarískir hermenn geta hlotið. Hermenn fá orðuna fyrir að hætta lífi sínu við hetjudáðir í stríði. Erlent 16.8.2024 11:51
Ójöfnuður meðal kvenna og ríkisstjórnin gagnrýnd Í hádegisfréttum verður rætt við formann VR sem sakar ríkisstjórnina og Seðlabankann um mistök í hagstjórn landsins. Innlent 16.8.2024 11:36
Gagnrýnir tvískinnung borgaryfirvalda með orlofsgreiðslur Dags Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, furðar sig á tíu milljóna króna orlofsgreiðslu Reykjavíkurborgar til Dags B. Eggertssonar í ljósi þess að borgin hafi reynt að koma í veg fyrir að almennir starfsmenn geti flutt orlofsdaga á milli ára. Innlent 16.8.2024 10:52
Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. Innlent 16.8.2024 10:25
Tæknileg vandræði hjá Háskóla Íslands Vefir Háskóla Íslands liggja nú niðri vegna kerfisbilunar og hafa tæknilegir erfiðleikar meðal annars áhrif á vefi Árnastofnunar. Netið á háskólasvæðinu er sömuleiðis óvirkt vegna bilunarinnar. Innlent 16.8.2024 09:47
Hlé vegna gagna frá ChatGPT Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. Innlent 16.8.2024 09:34
Sérsveitin kölluð til í Urriðaholti Lögreglan á höfuðborgarsvæði óskaði eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra í morgun. Var það vegna tilkynningar um að maður hefði hoppað fram af svölum, að því er virtist með hníf. Innlent 16.8.2024 09:31
„Mér að mæta“ ef krossar yrðu fjarlægðir Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands merkir það að fólki þyrsti í að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. Hún vill halda í nafn Kirkjugarða Reykjavíkur en líst vel á nýtt merki stofunarinnar. Innlent 16.8.2024 08:36
Rússar saka Nató og Vesturlönd um aðild að áhlaupi Úkraínumanna Nikolai Patrushev, einn talsmanna stjórnvalda í Moskvu, sagði í samtali við dagblaðið Izvestia í gær að Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd hefðu átt þátt í skipulagningu áhlaups Úkraínumanna inn í Rússland. Erlent 16.8.2024 08:29
Víða bjart og fallegt sunnanlands í dag Létta á til sunnanlands með morgninum og víða er spáð björtu og fallegu veðri þar. Á norðanverðu landinu er spáð norðvestan- og norðangolu eða kalda og rigningu eða súld með köflum. Snjóað gæti í fjöll fyrir norðan á sunnudag. Veður 16.8.2024 08:18
Segir verkfræðinga á villigötum Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins hafnar því sem forsvarsmenn Verkfræðingafélagsins hafa haldið fram um að samtökin hafi of mikil völd þegar það komi að gerð kjarasamninga og meti menntun ekki jafn mikils og áður. Innlent 16.8.2024 08:04
Landsvirkjun gerir 725 milljón króna tilboð í Toppstöðina Landsvirkjun hefur lagt fram óskuldbindandi tilboð í Toppstöðina í Elliðaárdal, sem nú er í eigu Reykjavíkurborgar. Um er að ræða tilboð í Toppstöðina sjálfa og lóð undir bílastæði, upp á samtals 725 milljónir króna. Innlent 16.8.2024 07:32
Skjálfti í Bárðarbunguöskjunni Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt reið skjálfti upp á 3,5 stig yfir í Bárðarbunguöskjunni. Skjálftinn varð í sunnanverðri öskjunni og segir Veðurstofan að nokkrir minni skjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Innlent 16.8.2024 07:09
Landtökumenn á Vesturbakkanum kveiktu í húsum og bifreiðum Tugir ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum kveiktu í nótt í húsum og bílum Palestínumanna. Palestínumenn fullyrða að einn hið minnsta hafi verið drepinn í árásinni en árásarmennirnir voru grímuklæddir og hentu bensínsprengjum í þorpinu Jit. Erlent 16.8.2024 07:01
Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. Innlent 16.8.2024 07:00
Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu. Erlent 16.8.2024 06:52
Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. Innlent 15.8.2024 23:25
Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. Innlent 15.8.2024 22:04
Katrín gerir upp framboðið og safnar heitum Framboðsteymi Katrínar Jakobsdóttur er á lokametrunum við að gera upp framboð hennar til forseta, og hefur leitað til stuðningsmanna til að loka gatinu. Innlent 15.8.2024 21:50
„Viðbrögð lögreglu óásættanleg“ eftir líkamsárás á Þjóðhátíð Foreldrar tveggja ungra manna sem urðu hvor fyrir sig fyrir stórfelldri líkamsárás á Þjóðhátíð segja viðbrögð lögreglunnar í kjölfar árásanna óásættanleg. Hvorugur þeirra var sendur á spítala til frekari aðhlynningar, þrátt fyrir að bera augljós merki um alvarlega áverka. Enga skýrslu um árásirnar var að finna í skrám lögreglunnar. Innlent 15.8.2024 20:41
Munaðarlaus álftarungi ætti að spjara sig Munaðarlaus álftarungi hefur vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en foreldrar hans hurfu á dularfullan hátt fyrir nokkrum vikum. Fuglafræðingur segir afar sjaldgæft að álftir yfirgefi ung afkvæmi sín á þennan hátt. Unginn virðist hins vegar ætla spjara sig og sækir í félagskap annarra fugla og manna. Innlent 15.8.2024 20:16
Apabóla greinist í Svíþjóð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu apabólu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Afriku og fyrsta tilfellið þar fyrir utan greindist í dag í Svíþjóð. Erlent 15.8.2024 20:05
Gæti misst fótinn eftir að starfsmannarútan ók yfir hana Starfsmaður álvers Alcoa á Reyðarfirði brotnaði á báðum fótum þegar rúta sem ók starfsmönnum á milli bæjarfélaga ók yfir fætur hennar. Lögregla og vinnueftirlitið hafa málið til skoðunar. Innlent 15.8.2024 19:43
Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Innlent 15.8.2024 19:00
Ósammála ráðherrar, brotthvarf tónleikastaða og einmana ungi Umhverfisráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið lengi í undirbúningi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Innlent 15.8.2024 18:04