Fréttir

Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott

Merki Landsbankans sem málað var á stuðlaberg höfuðstöðva bankans við Reykjastræti þegar þær opnuðu 2023 hefur verið fjarlægt. Skilti með sama merki hefur verið komið upp í staðinn. 

Innlent

Skyld­leiki við lög­reglu­þjón þvældist fyrir

Héraðsdómur Reykjaness vísaði á dögunum frá máli þar sem fjórmenningar voru ákærðir fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Málinu var vísað frá vegna tengsla lögreglumanns, sem var aðalrannsakandi málsins, við einstakling sem varð fyrir annarri þessara tveggja meintu árása.

Innlent

Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur

Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent.

Innlent

Blaða­menn drepnir í tuga­tali: Ban­vænt mynstur mis­ræmis og mót­sagna

Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi.

Erlent

Skrefi nær draumnum um þjónustu­í­búð með vinningnum

Einn stálheppinn miðaeigandi vann sextíu skattfrjálsar millljónir króna þegar dregið var í Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld. Sá segist nú eiga möguleika á að láta drauminn rætast um að komast í þjónustuíbúð, en er einnig umhugað um að geta aðstoðað börnin sín. 

Innlent