Fréttir

Hundruð Banda­ríkja­manna mót­mæltu í nafni Úkraínu

Mótmæli til stuðnings Úkraínu hafa farið fram víða um Bandaríkin í dag. Tilefnið er uppákoman í Hvíta húsinu í fyrradag þegar rifrildi braust út á milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, varaforsetans JD Vance og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta.

Erlent

„Sigur er alltaf sigur“

Guðrún Hafsteinsdóttir er nýkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins en munaði aðeins örfáum atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hún segir að með nýjum fólki komi alltaf breytingar.

Innlent

Ó­sáttur við gjald­töku yfir nýja Ölfus­ár­brú

Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps undrast að það eigi að setja gjaldtöku á nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss og segir það ósanngjarnt fyrir íbúa á Suðurlandi að þurfa að borga fyrir það að aka yfir brú til að komast á höfuðborgarsvæðið.

Innlent

Holtavörðuheiðinni lokað

Holtavörðuheiðinni hefur verið lokað vegna færðar og veðurs. Appelsínugul veðurviðvörun fer í gildi á svæðinu í kvöld.

Innlent

Ný for­ysta Sjálf­stæðis­flokksins kjörin

Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll eftir harða keppni við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningin var jöfn og spennandi, en Guðrún hafði að lokum sigur með 19 atkvæða mun.

Innlent

Kvikusöfnun heldur á­fram

Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga.

Innlent

Stöðva allan vöru­inn­flutning inn á Gasa

Ísraelsstjórn hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún heitir því að stöðva allan flutning neyðargagna inn á Gasa. Stjórnin varaði Hamas við afleiðingum þess og þrýsti þar með enn fremur á samtökin að samþykkja tillögu um að lengja fyrsta fasa vopnahlésins á Gasa.

Erlent

Öflug lægð nálgast landið

Öflug lægð nálgast landið frá Grænlandshafi og blæs óstöðugu éljaloft. Gengur því á með suðvestanhvassviðri- eða stomri og dimmum éljum, en hvassast er í hryðjum suðvestantil.

Veður

Vonast til að geta átt gott sam­band við Trump

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington.

Erlent

Ræða Guð­rúnar: Opnara forystukjör, orð­ljót verka­lýðs­hreyfing og látins fé­laga minnst

Guðrún Hafsteinsdóttir kom víða við í framboðsræðu sinni til formanns Sjálfstæðisflokksins. Sem fyrr minnti hún á rætur sínar hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís en auk þess ræddi hún kosningaloforð sín, störf hennar í kjaraviðræðum og orðljóta verkalýðshreyfingu. Þá minntist hún flokksfélaga sem féll frá fyrir aldur fram og er saknað á fundinum.

Innlent

„Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir boðaðar breytingar á lögum, sem fela í sér auknar heimildir lögreglu, ekki ógna stoðum réttarríkisins. Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra hafa verið kynnt í samráðsgátt, sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinning af glæpum. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar.

Innlent