Fréttir

Rík á­stæða til að kvíða næstu mánuðum

Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni.

Innlent

Réttað yfir ung­lingi vegna „níðings­veiða“

Réttarhöld yfir sautján ára gömlum pilti sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps hófust í Finnlandi í dag. Hann er sakaður um að hafa mælt sér mót við mann sem sóttist eftir að komst í kynni við pilta undir lögaldri gagngert til þess að drepa hann. Athæfið hefur verið kallað „níðingsveiðar“ á samfélagsmiðlum.

Erlent

Játaði fjár­drátt hjá Stangaveiðifélagi Reykja­víkur

Ari Hermóður Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var í morgun dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í starfi sínu fyrir félagið. Ari Hermóður játaði brot sín sem voru framin árin 2017 og 2018.

Innlent

Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins

Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 

Innlent

Borgar­stjóri biðlaði til at­vinnu­lífsins vegna leikskólavandans

Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni.

Innlent

Aug­ljósir hags­munaá­rekstrar að lyf­sali skrifi upp á lyf

Læknir segir að margir þeirra sem starfa við heilsugæsluna hafi misst hökuna í gólfið þegar þeir lásu tillögu starfshóps heilbrigðisráðherra um að lyfjafræðingar gætu ávísað lyfjum. Það skapaði hagsmunaárekstra sem kæmu niður á sjúklingum og gerði lítið úr störfum lækna.

Innlent

Stakk sér í skor­stein á flótta undan lög­reglu

Seinheppinn maður í Fall River í Massachusetts í Bandaríkjunum varð fyrir því óláni í vikunni að festast í skorsteini. Þangað stakk hann sér á flótta undan lögregluþjónum, sem þurftu í kjölfarið að koma honum til bjargar með hjálp slökkviliðsmanna.

Erlent

Á­fall fyrir and­stæðinga sjókvíaeldis í Seyðis­firði

Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum.

Innlent

Bannaði full­trúa að bóka og fékk bágt fyrir

Innviðaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita kjörnum fulltrúa um stutta bókun á fundi sveitarstjórnar hafi ekki verið í samræmi við lög. Fulltrúinn vildi þakka sjálfboðaliða fyrir vel unnin störf. 

Innlent

Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps

Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar.

Erlent

Telja Seyðis­fjörð þola tíu þúsund tonn af eldis­laxi

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði.

Innlent

Skip­stjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnar­kant

Gáleysi skipstjóra hvalaskoðunarskips var talin orsök þess því var siglt á hafnarkant í Reykjavíkurhöfn í sumar. Þrátt fyrir að skipstjórinn væri í brúnni var hann ekki með athygli við stýrið samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Innlent

„Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki á­huga“

Afleiðingar vændis eru miklu alvarlegri en afleiðingar annars kynferðisofbeldis og lengur að koma fram. Vændi er falið vandamál í íslensku samfélagi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri herferð Stígamóta þar sem bæði er vakin athygli á algengi vændis og afleiðingum þess.

Innlent

Stormur á Aust­fjörðum

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan hvassviðri á austanverðu landinu og stormi á Austfjörðum þar sem gul viðvörun tekur gildi fyrir hádegi.

Veður

Raunir ársins 2024

Árið 2024 var árið sem við slóum ýmis met sem enginn vill slá. Fjöldi banaslysa í umferðinni á fyrsta mánuði ársins hefur ekki sést áður og manndrápsmál aldrei verið fleiri á einu ári. 

Innlent

„Mér finnst þetta bara ömur­legt“

„Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús.

Innlent