Fréttir Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Augu umheimsins beinast nú að borginni Anchorage í Alaska þar sem fundur Trump og Pútín fer fram á morgun í Elmendorf-Richardson-herstöðinni . Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu og íbúa stolta af þeirri athygli sem borgin nýtur nú í heimspressunni. Erlent 14.8.2025 12:15 Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. Innlent 14.8.2025 12:11 Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Íbúi í Bolungarvík pantaði dúkkuhús úr leikfangaverslun í Reykjavík en fyrir sendinguna átti hann að greiða rúmar tuttugu þúsund krónur. Hann segir um duldan landsbyggðaskatt að ræða þar sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu þyrfti einungis að greiða um sex þúsund krónur í sendingargjald. Innlent 14.8.2025 11:58 Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Leigubílstjórinn Saint Paul Edeh hnakkreifst við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningurinn kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig en hann virðist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga, en Edeh hafnar því. Innlent 14.8.2025 11:50 Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Neyðarástand ríkir í Haukadalsá í Dalabyggð að sögn fiskifræðings. Þrír eldislaxar voru veiddir þar í nótt. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 14.8.2025 11:48 Gular viðvaranir í þremur landshlutum Gular viðvaranir munu taka gildi í þremur landshlutum um helgina. Það er í Breiðafirði, á Vestfjörðum, og á Ströndum og Norðurlandi vestra. Veður 14.8.2025 11:47 Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Formaður BDSM samtakanna á Íslandi segir dæmi um að fólki sé útskúfað af fjölskyldu og vinum þegar það opni sig um hneigðina. Árlega spinnist umræður um hvort BDSM fólk eigi heima í Gleðigöngunni. Innlent 14.8.2025 11:21 Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, snýr aftur til starfa 1. september næstkomandi eftir tæplega árs veikindaleyfi vegna baráttu við krabbamein. Hann reyndi að snúa aftur í febrúar en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi. Innlent 14.8.2025 11:16 Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Pípari í Reykjanesbæ segist hafa margoft síðustu mánuði þurft að gera við handklæðaofna í nýbyggingum sem hafi skemmst vegna súrefnis í heitavatninu á Suðurnesjum. HS Veitur staðfesta að súrefni hafi mælst í vatninu í sumar en taka fram að íbúum stafi engin hætta af því. Innlent 14.8.2025 10:40 Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hagfræðingur hægrisinnaðrar hugveitu sem hefur verið tilnefndur sem sérfræðingur Hvíta hússins í vinnumarkaðstölfræði var í mannfjöldanum þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trump réðst á bandaríska þinghúsið fyrir fjórum árum. Hvíta húsið segir að hann hafi aðeins verið „áhorfandi“. Erlent 14.8.2025 10:37 Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. Innlent 14.8.2025 10:07 Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Helgi Vilberg Hermannsson, listamaður og skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri, lést sunnudaginn 10. ágúst, 73 ár að aldri. Innlent 14.8.2025 09:26 Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Öldur gætu náð alla leið að styttunum frægu á Páskaeyju fyrir árið 2080 vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er ein af afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Stytturnar laða tugi þúsunda ferðamanna að eyjunni árlega en ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein þar. Erlent 14.8.2025 09:21 Starmer og Selenskí funda í dag Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti munu funda í Downing-stræti nú fyrir hádegi, í aðdraganda fundar Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútín Rússlandsforseta á morgun. Erlent 14.8.2025 08:47 Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um það hverjir yrðu heiðraðir af Kennedy-listamiðstöðinni. Fyrir valinu urðu meðal annarra hljómsveitarmeðlimir Kiss, söngkonan Gloria Gaynor og leikarinn Sylvester Stallone. Erlent 14.8.2025 07:54 Haraldur Briem er látinn Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir og aðstoðarlandlæknir, lést 11. ágúst síðastliðinn á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 80 ára að aldri. Innlent 14.8.2025 07:33 Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Lögmenn Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, hafa sent lögmanni Hunter Biden erindi þar sem þeir hóta lögsókn á hendur syni Joe Biden, fyrrverandi forseta, ef hann dregur ekki til baka og biðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla um forsetafrúna. Erlent 14.8.2025 07:07 Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Háttsettur íranskur embættismaður fundaði á miðvikudag með ráðamönnum í Líbanon vegna áætlana um að afvopna Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá klerkastjórninni í Íran frá því þau voru stofnuð á níunda áratug síðustu aldar. Erlent 14.8.2025 07:02 Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Fjórir voru handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglu í Gnoðarvogi í gærkvöldi. Þremur var sleppt stuttu seinna en skýrsla tekin af einum, sem var síðan látinn laus. Innlent 14.8.2025 06:18 Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vopnaðir sérsveitarmenn voru kallaðir út í aðgerð í Gnoðarvogi í Reykjavík í kvöld og voru fjórir leiddir út úr húsnæði þar, þar af þrír í handjárnum að sögn sjónarvotts. Heimildir fréttastofu herma að ráðist hafi verið í svipaðar aðgerðir á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Innlent 13.8.2025 22:16 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. Innlent 13.8.2025 21:50 Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Tveimur bandarískum herskipum var í morgun siglt að umdeildu rifi í Suður-Kínahafi. Var það eftir að tvö kínversk herskip skullu þar saman, þegar áhafnir þeirra reyndu að reka smærra filippseyskt skip á brott frá rifinu. Erlent 13.8.2025 20:49 Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Samtök verslunar og þjónustu kalla eftir hertum viðurlögum vegna sífellt stærri og alvarlegri rána í verslunum. Framkvæmdastjórinn segir of algengt að þjófagengi komist undan með varning upp á milljónir króna. Tvöfalt fleiri þjófnaðarmál og hnupl voru skráð í fyrra en árið á undan. Innlent 13.8.2025 20:00 Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík var rýmd í kvöld vegna heitavatnsleka. Innlent 13.8.2025 19:39 Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjónskerðing, brisbólga og sjálfsvígshugsanir eru meðal sjaldgæfra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja. Forstjórinn brýnir fyrir fólki að tilkynna aukaverkanir til stofnunarinnar. Næstum tuttugu þúsund Íslendingar eru á lyfjunum. Innlent 13.8.2025 19:10 Sprengingar eftir eldingu Elding sem laust niður í rafmagnsstaur í Suður-Karólínu olli stórri sprengingu á mánudaginn. Eldingin var fönguð á myndband úr lögreglubíl sem verið var að aka í gegnum Mount Pleasant í Suður-Karólínu. Erlent 13.8.2025 19:10 Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og trans aðgerðarsinni, svarar ósáttum föður fegurðardrottningar sem blöskraði gjörningur Kvenréttindafélagsins í Gleðigöngunni. Hún segir að ef skipuleggjendur göngunnar bæðust afsökunar hvert sinn sem eitthvað færi fyrir brjóstið á fólki þá myndu þeir varla gera mikið annað. Fegurðarsamkeppnir séu ekki hafðar yfir gagnrýni. Innlent 13.8.2025 19:03 Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á árás á stíflu þar í landi í apríl. Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar segir Rússland helstu ógnina sem steðji að Noregi en talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi Norðmenn harðlega í dag fyrir meinta hervæðingu Svalbarða. Erlent 13.8.2025 18:33 Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík hefur verið rýmd eftir að heitavatnsleki kom upp í húsnæðinu. Innlent 13.8.2025 18:10 Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjónskerðing, brisbólga og sjálfsvígshugsanir eru meðal sjaldgæfra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunar sem brýnir fyrir fólki að tilkynna um aukaverkanir. Nærri tuttugu þúsund Íslendingar eru á lyfjunum. Innlent 13.8.2025 18:01 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 334 ›
Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Augu umheimsins beinast nú að borginni Anchorage í Alaska þar sem fundur Trump og Pútín fer fram á morgun í Elmendorf-Richardson-herstöðinni . Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu og íbúa stolta af þeirri athygli sem borgin nýtur nú í heimspressunni. Erlent 14.8.2025 12:15
Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. Innlent 14.8.2025 12:11
Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Íbúi í Bolungarvík pantaði dúkkuhús úr leikfangaverslun í Reykjavík en fyrir sendinguna átti hann að greiða rúmar tuttugu þúsund krónur. Hann segir um duldan landsbyggðaskatt að ræða þar sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu þyrfti einungis að greiða um sex þúsund krónur í sendingargjald. Innlent 14.8.2025 11:58
Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Leigubílstjórinn Saint Paul Edeh hnakkreifst við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningurinn kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig en hann virðist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga, en Edeh hafnar því. Innlent 14.8.2025 11:50
Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Neyðarástand ríkir í Haukadalsá í Dalabyggð að sögn fiskifræðings. Þrír eldislaxar voru veiddir þar í nótt. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 14.8.2025 11:48
Gular viðvaranir í þremur landshlutum Gular viðvaranir munu taka gildi í þremur landshlutum um helgina. Það er í Breiðafirði, á Vestfjörðum, og á Ströndum og Norðurlandi vestra. Veður 14.8.2025 11:47
Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Formaður BDSM samtakanna á Íslandi segir dæmi um að fólki sé útskúfað af fjölskyldu og vinum þegar það opni sig um hneigðina. Árlega spinnist umræður um hvort BDSM fólk eigi heima í Gleðigöngunni. Innlent 14.8.2025 11:21
Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, snýr aftur til starfa 1. september næstkomandi eftir tæplega árs veikindaleyfi vegna baráttu við krabbamein. Hann reyndi að snúa aftur í febrúar en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi. Innlent 14.8.2025 11:16
Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Pípari í Reykjanesbæ segist hafa margoft síðustu mánuði þurft að gera við handklæðaofna í nýbyggingum sem hafi skemmst vegna súrefnis í heitavatninu á Suðurnesjum. HS Veitur staðfesta að súrefni hafi mælst í vatninu í sumar en taka fram að íbúum stafi engin hætta af því. Innlent 14.8.2025 10:40
Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hagfræðingur hægrisinnaðrar hugveitu sem hefur verið tilnefndur sem sérfræðingur Hvíta hússins í vinnumarkaðstölfræði var í mannfjöldanum þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trump réðst á bandaríska þinghúsið fyrir fjórum árum. Hvíta húsið segir að hann hafi aðeins verið „áhorfandi“. Erlent 14.8.2025 10:37
Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. Innlent 14.8.2025 10:07
Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Helgi Vilberg Hermannsson, listamaður og skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri, lést sunnudaginn 10. ágúst, 73 ár að aldri. Innlent 14.8.2025 09:26
Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Öldur gætu náð alla leið að styttunum frægu á Páskaeyju fyrir árið 2080 vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er ein af afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Stytturnar laða tugi þúsunda ferðamanna að eyjunni árlega en ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein þar. Erlent 14.8.2025 09:21
Starmer og Selenskí funda í dag Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti munu funda í Downing-stræti nú fyrir hádegi, í aðdraganda fundar Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútín Rússlandsforseta á morgun. Erlent 14.8.2025 08:47
Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um það hverjir yrðu heiðraðir af Kennedy-listamiðstöðinni. Fyrir valinu urðu meðal annarra hljómsveitarmeðlimir Kiss, söngkonan Gloria Gaynor og leikarinn Sylvester Stallone. Erlent 14.8.2025 07:54
Haraldur Briem er látinn Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir og aðstoðarlandlæknir, lést 11. ágúst síðastliðinn á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 80 ára að aldri. Innlent 14.8.2025 07:33
Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Lögmenn Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, hafa sent lögmanni Hunter Biden erindi þar sem þeir hóta lögsókn á hendur syni Joe Biden, fyrrverandi forseta, ef hann dregur ekki til baka og biðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla um forsetafrúna. Erlent 14.8.2025 07:07
Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Háttsettur íranskur embættismaður fundaði á miðvikudag með ráðamönnum í Líbanon vegna áætlana um að afvopna Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá klerkastjórninni í Íran frá því þau voru stofnuð á níunda áratug síðustu aldar. Erlent 14.8.2025 07:02
Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Fjórir voru handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglu í Gnoðarvogi í gærkvöldi. Þremur var sleppt stuttu seinna en skýrsla tekin af einum, sem var síðan látinn laus. Innlent 14.8.2025 06:18
Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vopnaðir sérsveitarmenn voru kallaðir út í aðgerð í Gnoðarvogi í Reykjavík í kvöld og voru fjórir leiddir út úr húsnæði þar, þar af þrír í handjárnum að sögn sjónarvotts. Heimildir fréttastofu herma að ráðist hafi verið í svipaðar aðgerðir á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Innlent 13.8.2025 22:16
Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. Innlent 13.8.2025 21:50
Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Tveimur bandarískum herskipum var í morgun siglt að umdeildu rifi í Suður-Kínahafi. Var það eftir að tvö kínversk herskip skullu þar saman, þegar áhafnir þeirra reyndu að reka smærra filippseyskt skip á brott frá rifinu. Erlent 13.8.2025 20:49
Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Samtök verslunar og þjónustu kalla eftir hertum viðurlögum vegna sífellt stærri og alvarlegri rána í verslunum. Framkvæmdastjórinn segir of algengt að þjófagengi komist undan með varning upp á milljónir króna. Tvöfalt fleiri þjófnaðarmál og hnupl voru skráð í fyrra en árið á undan. Innlent 13.8.2025 20:00
Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík var rýmd í kvöld vegna heitavatnsleka. Innlent 13.8.2025 19:39
Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjónskerðing, brisbólga og sjálfsvígshugsanir eru meðal sjaldgæfra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja. Forstjórinn brýnir fyrir fólki að tilkynna aukaverkanir til stofnunarinnar. Næstum tuttugu þúsund Íslendingar eru á lyfjunum. Innlent 13.8.2025 19:10
Sprengingar eftir eldingu Elding sem laust niður í rafmagnsstaur í Suður-Karólínu olli stórri sprengingu á mánudaginn. Eldingin var fönguð á myndband úr lögreglubíl sem verið var að aka í gegnum Mount Pleasant í Suður-Karólínu. Erlent 13.8.2025 19:10
Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og trans aðgerðarsinni, svarar ósáttum föður fegurðardrottningar sem blöskraði gjörningur Kvenréttindafélagsins í Gleðigöngunni. Hún segir að ef skipuleggjendur göngunnar bæðust afsökunar hvert sinn sem eitthvað færi fyrir brjóstið á fólki þá myndu þeir varla gera mikið annað. Fegurðarsamkeppnir séu ekki hafðar yfir gagnrýni. Innlent 13.8.2025 19:03
Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á árás á stíflu þar í landi í apríl. Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar segir Rússland helstu ógnina sem steðji að Noregi en talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi Norðmenn harðlega í dag fyrir meinta hervæðingu Svalbarða. Erlent 13.8.2025 18:33
Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík hefur verið rýmd eftir að heitavatnsleki kom upp í húsnæðinu. Innlent 13.8.2025 18:10
Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjónskerðing, brisbólga og sjálfsvígshugsanir eru meðal sjaldgæfra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunar sem brýnir fyrir fólki að tilkynna um aukaverkanir. Nærri tuttugu þúsund Íslendingar eru á lyfjunum. Innlent 13.8.2025 18:01