Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hyggst aðskilja samskiptaforritið Teams frá Office-hugbúnaðinum og selja þau hvort í sínu lagi. Með þessu leitast fyrirtækið við að komast hjá háum sektum sem Evrópusambandið hafði í hótunum á grundvelli samkeppnisreglna. Viðskipti erlent 12.9.2025 10:07
Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. Viðskipti erlent 10.9.2025 18:51
Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Lyfjafyrirtækið Novo Nordisk sem malaði gull á þyngdarstjórnunarlyfjunum Ozempic og Wegovy tilkynnti að það ætlaði að segja upp um níu þúsund starfsmönnum í dag. Af þeim eru um fimm þúsund í Danmörku. Viðskipti erlent 10.9.2025 12:13
Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent 26.8.2025 23:30
Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Meta, móðurfélag Facebook og annarra samfélagsmiðla, sætir nú gagnrýni vegna reglna sem leyfa gervigreindarspjallmenni sínu Meta AI að eiga í rómantískum og lostafullum samtölum við börn. Viðskipti erlent 16.8.2025 10:40
Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Bandarískir framleiðendur bjórs, víns og annarskonar áfengis, hafa tapað fúlgum fjár vegna mikils samdráttar á útflutningi til Kanada. Nágrannar þeirra í norðri vilja lítið sem ekkert með áfengi frá Bandaríkjunum hafa þessa dagana. Viðskipti erlent 14.8.2025 21:54
Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum. Viðskipti erlent 12.8.2025 11:06
Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Forsvarsmenn OpenAI opinberuðu í gær nýja útgáfu mállíkansins ChatGPT. Þessu nýja líkani, sem ber titilinn GPT-5, er ætlað að leysa af hólmi GPT-4 sem kom út fyrir rúmum tveimur árum. Útgáfan er talin geta varpað ljósi á það hvort mállíkön sem þessi muni halda áfram að þróast hratt eða hvort þau hafi þegar náð toppinum, ef svo má segja. Viðskipti erlent 8.8.2025 16:47
Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Breska orkufyrirtækið BP, þriðja stærsta orkufyrirtæki heims, hefur tilkynnt um stærsta olíu- og gasfund þeirra á þessari öld við austurströnd Brasilíu. Fundurinn er sá stærsti hjá fyrirtækinu síðan gaslindir við Shah Deniz í Kaspíahafi voru uppgötvaðar 1999. Viðskipti erlent 5.8.2025 08:39
Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Innflutningstollur Bandaríkjanna á færeyskar vörur verður tíu prósent. Færeyingar mega þannig una við fimm prósentustigum lægri toll en Íslendingar, sem fá fimmtán prósenta toll á sínar útflutningsvörur, eins og Norðmenn. Tollarnir eiga að taka gildi þann 7. ágúst. Viðskipti erlent 3.8.2025 16:00
Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. Viðskipti erlent 2.8.2025 09:24
Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Meta, sem rekur meðal annars Facebook, Instagram og aðra samfélagsmiðla, birtu í gær fjórðungsuppgjör sem þykir mjög jákvætt. Fyrirtækið hagnaðist um rúma átján milljarða dala á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti erlent 31.7.2025 09:49
Gengi Novo Nordisk steypist niður Hlutabréfaverð í danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk hefur steypst um hátt í tuttugu prósent um leið og væntingar af lyfjasölu í Bandaríkjunum hafa dregist saman. Í miðju blóðbaðinu tilkynnti fyrirtækið að það hafi valið sér nýjan forstjóra. Viðskipti erlent 29.7.2025 11:57
Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá Evrópusambandinu, segir tollasamkomulagið milli ESB og Bandaríkjanna sem tilkynnt var um í gær, besta kostinn í erfiðum aðstæðum. Viðskipti erlent 28.7.2025 11:19
Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Kanadískt orkufyrirtæki hefur tilkynnt um stóran olíufund um sex kílómetra út af pólska hafnarbænum Świnoujście við Eystrasaltið. Talið er fundurinn sé upp á 200 milljónir olíutunnuígilda og að ríflega 400 milljónir tunna sé að finna á umráðasvæði fyrirtækisins. Það gerir olíufundinn þann stærsta í sögu Póllands og þann stærst í Evrópu síðastliðinn áratug. Viðskipti erlent 24.7.2025 14:39
Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Hampiðjan hefur keypt ástralskan kaðlaframleiðanda. Kaupverð er ekki gefið upp en EBIDTA ástralska félagsins nam í fyrra 56 milljónum króna. Viðskipti erlent 24.7.2025 14:20
Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt um að samkomulag um „risastóran“ viðskiptasamning milli Japans og Bandaríkjanna hafi náðst. Samkomulagið felur meðal annars í sér að 15 prósenta tollur verði lagður á japanskar vörur, en Japan muni fjárfesta um 550 milljörðum dollara í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 23.7.2025 08:29
Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Stjórnendur Pop Mart, kínverska fyrirtækisins sem framleiðir hinar gríðarvinsælu Labubu dúkkur, segjast gera ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins hafi aukist um 350 prósent það sem af er ári. Viðskipti erlent 16.7.2025 07:32
Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent bréf á fulltrúa Evrópusambandsins þar sem segir að Bandaríkin hyggjast setja þrjátíu prósenta toll á vörur þeirra. Skuli Evrópusambandið svara fyrir sig verða tollarnir einungis hækkaðir. Viðskipti erlent 12.7.2025 13:43
Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Bandaríkjaforseti hyggst leggja 35 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kanada. Löndin tvö hafa átt í samningaviðræðum um málið en nú þegar eru há tollgjöld í gildi. Viðskipti erlent 11.7.2025 06:29
Forstjóri X hættir óvænt Linda Yaccarino mun óvænt stíga til hliðar sem forstjóri samfélagsmiðilsins X, sem hét reyndar Twitter þegar auðkýfingurinn Elon Musk réð hana inn árið 2023 svo hann gæti sjálfur lagt frekari áherslu á rekstur Tesla. Viðskipti erlent 9.7.2025 15:42
Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Netinnviðafyrirtækið Cloudflare hefur kynnt til sögunnar nýtt kerfi sem mun vernda vefsíður frá „gervigreindarsópum“. Höfundarrétthafar munu þannig geta verndað verk sín á netinu, frá því að tæknifyrirtæki „sópi“ efninu upp í ágóðaskyni, án þess að greiða fyrir. Viðskipti erlent 2.7.2025 08:17
SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Skandinavíska flugfélagið SAS hyggst ráðast í gríðarstóra fjárfestingu sem felst meðal annars í kaupum á 55 flugvélum frá brasilíska framleiðandanum Embraer. Viðskipti erlent 1.7.2025 17:27
Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum Forstjóri og fjármálastjóri dönsku málningarsamsteypunnar Flügger hafa verið ákærðir fyrir aðild að brotum á viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Gerð var húsleit á heimilum þeirra sem og á skrifstofum samsteypunnar. Viðskipti erlent 27.6.2025 13:43
Flügger rannsakað fyrir brot á viðskiptaþvingunum Tveir hafa verið handteknir í Danmörku en látnir lausir eftir skýrslutöku þar sem danski málningarrisinn Flügger er sagður vera undir rannsókn vegna meintra brota á viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Flügger, sem rekur meðal annars sex verslanir á Íslandi, neitar sök og segist hafa yfirgefið Rússland fyrir löngu, en Rússi sem gefur sig út fyrir að vera talsmaður fyrirtækisins hefur selt málningu þeirra víða um landið síðustu ár. Viðskipti erlent 26.6.2025 17:17