Högnuðust um tæpa sjö milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 6,9 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2025. Arðsemi eign fjár var 12,2 prósent á ársgrundvelli, en var 12,9 prósent þegar leiðrétt er vegna varúðarfærslu vegna dómsmála. Viðskipti innlent 30.10.2025 18:29
Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Listi Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2025 er birtur í dag við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll. Þar verða bæði veittar viðurkenningar og boðið upp á skemmtilega dagskrá. Viðskipti innlent 30.10.2025 16:01
Tilkynna breytingar á lánaframboði Íslandsbanki hefur tilkynnt breytingar á lánaframboði bankans vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Tímabundið verða einungis óverðtryggð lán á föstum vöxtum í boði. Viðskipti innlent 30.10.2025 15:46
Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Stjórn Trúpí ehf. hefur samþykkt að greiða út fimmtíu milljónir króna í arð. Eini eigandi félagsins er tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin. Tekjur félagsins námu 78 milljónum króna í fyrra, samanborið við 30 milljónir árið áður. Viðskipti innlent 30.10.2025 11:28
Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Verðbólga mælist nú 4,3 prósent, samanborið við 4,1 prósent í september. Verðbólga hefur ekki verið meiri síðan í janúar. Áhrif af gjaldþroti Play koma að litlu leyti inn í útreikning neysluverðs í mánuðinum. Viðskipti innlent 30.10.2025 09:13
Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 8,2 milljarðar króna samanborið við 7,9 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Arðsemi eiginfjár sem tilheyrir hluthöfum Arion banka var 16,0 prósent á fjórðungnum, samanborið við 16,1 prósent á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 30.10.2025 07:32
Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Ístak bauð lægst í útboði Nýja Landspítalans um innanhússfrágang og stýriverktöku í meðferðarkjarnanum við Hringbraut. Þrír tóku þátt í útboði um verkið og buðu allir yfir kostnaðaráætlun, sem eru rúmir tólf milljarðar króna. Viðskipti innlent 30.10.2025 07:11
Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Viðskipti innlent 29.10.2025 16:40
Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Sú mynd sem þingmaður Viðreisnar dregur upp af stöðu nýsköpunar á Íslandi er skökk, að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Þingmaður heldur því fram að tækni- og nýsköpunarfyrirtæki séu enn minna sýnileg á íslenskum markaði en í Evrópu. Viðskipti innlent 29.10.2025 16:00
Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Eigandi skrifstofuhúsnæðis í Kringlunni þarf að taka þátt í kostnaði vegna auglýsinga- og kynningarstarfsemi Kringlunnar, þrátt fyrir að hafa í engu notið góðs af henni. Viðskipti innlent 29.10.2025 15:51
Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Stjórnendur Íslandsbanka hafa ekki ákveðið hvernig lánaframboði bankans verður breytt í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Viðskipti innlent 29.10.2025 14:31
Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Hópur fyrrverandi starfsmanna Lagningar, bílastæðafyrirtækis á Keflavíkurflugvelli, hefur endurvakið félagið, sem fór í gjaldþrot í september. Viðskipti innlent 29.10.2025 12:21
Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Áform eru uppi um að reisa nýja aðstöðu til sjó- og gufubaða í landi Þórustaða í Holtsfjöru í Önundarfirði undir heitinu Hvítisandur. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður 1,5 milljarðar króna. Verkefnið er í höndum Hvítasands ehf. sem hyggst senda deiliskipulagstillögu til Ísafjarðarbæjar í nóvember. Ef samþykki fæst gætu framkvæmdir hafist næsta sumar, eftir varptíma æðarfugls. Viðskipti innlent 29.10.2025 10:55
Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Veikleikar í samkeppnishæfni Evrópu sem lýst var í umfangsmiklli skýrslu fyrrverandi Seðlabankastjóra Evrópu í fyrra eru enn meira áberandi á Íslandi. Þingmaður Viðreisnar segir tækni- og nýsköpunarfyrirtæki minna sýnileg á markaði hér en í Evrópu. Viðskipti innlent 29.10.2025 09:45
Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við hvernig íslensk stjórnvöld stóðu að upplýsingagjöf um sérlausn sem þau fengu vegna hertra losunarreglna. Lausnin er opin öllum flugfélögum sem fljúga um Ísland en hún virðist ekki hafa verið auglýst fyrir erlend félög að neinu marki. Viðskipti innlent 28.10.2025 15:02
Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ráðuneytið hafa undanfarið haft til skoðunar hvernig lánastofnanir geti áfram boðið fasteignalán. Lánastofnanir hafa flestar stöðvað lánveitingar tímabundið vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Viðskipti innlent 28.10.2025 14:15
Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Bankastjóri Landsbankans segir ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréf þegar hafa lækkað frá því að bankinn tilkynnti um breytingar á lánaframboði sínu. Nú sé ljós við enda ganganna og spurning hvort slíka truflun á lánamarkaði hafi þurft til að verðbólga hjaðni og vextir verði lækkaðir. Hún segir markmið bankans þó aðeins hafa verið tryggja framboð íbúðalána. Viðskipti innlent 28.10.2025 11:55
Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu forstöðu. Starfar hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta. Viðskipti innlent 28.10.2025 10:06
Finna meira gull á Grænlandi Námafyrirtækið Amaroq hefur uppgötvað ný gullsvæði á Suður-Grænlandi með styrkleika gulls upp allt að 38,7 grömm á tonnið. Viðskipti innlent 28.10.2025 09:38
Jónas Már til Réttar Lögmannsstofan Réttur hefur ráðið Jónas Má Torfason sem sérhæfðan ráðgjafa með áherslu á ráðgjöf á sviði banka-, fjármála- og fyrirtækjaréttar. Viðskipti innlent 28.10.2025 09:08
„Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Það er ekki raunhæft að lífeyrissjóðirnir fylli einir í það stóra gat sem myndast á fasteignalánamarkaði í kjölfar viðbragða bankanna við vaxtamálinu svokallaða. Þetta segir dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Formaður Neytendasamtakanna bendir á að margir lífeyrissjóðir séu enn að veita verðtryggð lán og það kæmi honum mjög á óvart ef sjóðirnir skorist undan því að veita félagsmönnum sínum hagstæð lán. Viðskipti innlent 27.10.2025 20:57
Hætt við að vextir hækki Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksins telur hættu á að vextir fasteignalána muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Mikil óvissa ríki nú sem sé slæm fyrir neytendur og fjármálafyrirtæki. Hæstiréttur þurfi að setja næstu vaxtamálin í flýtimeðferð. Viðskipti innlent 27.10.2025 19:13
„Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að ef löggjafinn og Seðlabankinn bregðast ekki við því ástandi sem nú er uppi á lánamarkaði af festu, sé viðbúið að lendingin verði hörð. Viðskipti innlent 27.10.2025 17:10
Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Búast má við því að Hæstiréttur kveði upp dóm í máli tveggja lántaka á hendur Arion banka, vegna skilmála í samningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, í desember. Bankinn hefur sett veitingu verðtryggðra lána á ís en boðar frekari viðbrögð við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða, áður en dómur gengur í desember. Viðskipti innlent 27.10.2025 15:48