Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Kópbois ehf., félag í eigu Árna Páls Árnasonar, Herra Hnetusmjörs, hagnaðist um 66 milljónir króna á síðasta ári. Rekstrartekjur námu tæplega 150 milljónum króna. Viðskipti innlent 4.7.2025 16:05
Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Fimmtíu metra langborði með hvítum dúkum verður komið fyrir á Laugaveginum í miðborginni á morgun þar sem fólki verður boðið að koma saman yfir mat og drykk. Skipuleggjendur lentu í vandræðum með leyfisveitingu en nú hefur verið greitt úr öllu slíku og búist er við miklu betra veðri en þegar upphaflega átti að leggja á langborðið. Viðskipti innlent 4.7.2025 15:17
Minnstu sparisjóðirnir sameinast Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa undirritað samrunaáætlun um sameiningu sjóðanna en hún tekur mið af stöðu sjóðanna í upphafi árs. Viðskipti innlent 4.7.2025 10:17
Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent 3.7.2025 15:42
EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin EFTA-ríkin, Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss, hafa náð samkomulagi við Mercosur-ríkin, sem samanstanda af Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrugvæ, um fríverslunarsamning. Viðskipti innlent 2.7.2025 17:46
Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Spurning barst frá þrjátíu og eins árs gömlum karlmanni: Viðskipti innlent 2.7.2025 07:02
Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Sjónvarpsstöðin Sýn, áður Stöð 2, verður í opinni dagskrá fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst næstkomandi. Áskrift að Sýn+ veitir notendum forskot á allt efni stöðvarinnar. Viðskipti innlent 1.7.2025 15:49
Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Landey ehf., dótturfélag Arion banka hf., hefur undirritað samkomulag við félagið Reykjanes Investment ehf. um kaup þess á fasteignum og lóðum í Helguvík á Reykjanesi þar sem um tíma var starfrækt kísilverksmiðja. Kaupverð er trúnaðarmál. Viðskipti innlent 1.7.2025 14:32
Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Nýskráning rafbíla jókst á fyrri helmingi þessa árs eftir mikinn samdrátt vegna niðurfellingar ívilnana í fyrra. Hlutdeild þeirra í nýskráningum er engu að síður ennþá minni en hún var þegar hún var mest árið 2023. Viðskipti innlent 1.7.2025 13:38
Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Vantrauststillaga gagnvart stjórnarmanni Íslandsbanka, sem fjárfestirinn Vilhjálmur Bjarnason lagði fyrir hluthafafund bankans í gær, var felld með 99,74 prósentum atkvæða. Eigendur bankans virðast ekki hafa sömu áhyggjur og Vilhjálmur af tölvubréfi sem stjórnarmaðurinn, Stefán Sigurðsson, sendi fyrir sautján árum. Viðskipti innlent 1.7.2025 10:41
Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Forsvarsmenn vefverslunarinnar Heimkaup hafa ákveðið að nú verði einungis hægt að kaupa áfengi þar. Breytingarnar koma í kjölfar samruna fyrirtækisins við Samkaup. Viðskipti innlent 30.6.2025 17:40
Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir hefur lagt ályktunartillögu fyrir hluthafafund Íslandsbanka, sem haldinn er í dag, um að fundurinn lýsi því yfir að hann telji stjórnarmanninn Stefán Sigurðsson með öllu óhæfan til að gæta hagsmuna hluthafa. Ástæðan er tölvubréf sem Stefán sendi fyrir hrun. Viðskipti innlent 30.6.2025 15:42
Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur falið fjórum sérfræðingum að vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Verkefni hópsins verður að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu. Viðskipti innlent 30.6.2025 14:56
Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Arctic Smolt, sem er í eigu Arctic Fish, hefur fengið rekstrarleyfi fyrir seiðaeldi í Tálknafirði upp á 2,4 þúsund tonna hámarkslífsmassa. Áður hafði fyrirtækið haft leyfi fyrir þúsund tonn af hámarkslífmassa. Viðskipti innlent 30.6.2025 14:43
Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Hafrún Sif Sveinsdóttir hefur verið ráðin til Mílu og mun hún leiða þjónustu og upplifun fyrirtækisins. Viðskipti innlent 30.6.2025 12:17
Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Bensínverð á Íslandi hefur lækkað um rúm tvö prósent á sama tíma og olíutunnan hefur lækkað um tíu prósent frá áramótum. Alþýðusamband Íslands segir að lækkun á innkaupaverði olíufélaganna hafi þannig ekki ratað í smásöluverð hér á landi. Viðskipti innlent 30.6.2025 10:56
Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stjórn SAF ósátta við forsætisráðherrann og segir neikvæðni hennar í garð vaxtar í ferðaþjónustu valda miklum áhyggjum. Hann kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda og segir það einföldun hjá forsætisráðherra að kalla greinina láglaunagrein. Viðskipti innlent 29.6.2025 23:59
„Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða ef verðbólga heldur áfram að aukast að mati fjármálaráðherra. Nýjar tölur sem sýna verðhækkanir umfram væntingar séu mikil vonbrigði. Viðskipti innlent 27.6.2025 19:00
Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Rekstur Haga hf. á fyrsta ársfjórðungi gekk vel og var í samræmi við áætlanir stjórnenda, en tekjur félagsins jukust um sjö prósent og námu 33,2 milljörðum króna. Félagið segir bætta afkomu einkum til komna vegna áhrifa af rekstri færeysku verslunarinnar SMS auk þess sem afkoma stærstu rekstrareininga styrkist milli ára. Viðskipti innlent 27.6.2025 17:08
Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Akademias, sem aðstoðar vinnustaði með rafræna fræðslu hefur ráðið Bjarna Ingimar Auðarson sem rekstrarstjóra Avia. Avia er hugbúnaður sem býr yfir þrefaldri virkni: fræðslukerfi, samskiptakerfi og innranet. Viðskipti innlent 27.6.2025 16:57
Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Einkahlutafélag sem keypti hús í Keflavík á nauðungarsölu fyrir þrjár milljónir króna hefur selt húsið fyrir 78 milljónir. Ungur öryrki var borinn út úr húsinu vegna vangreiddra gjalda. Hann hefur nú verið krafinn um að setja fram málskostnaðartryggingu vegna máls sem hann hefur höfðað á hendur félaginu, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu. Viðskipti innlent 27.6.2025 16:38
Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Skiptum er lokið á þrotabúum fjögurra félaga fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar, sem tekin voru til gjaldþrotaskipta á árunum 2017, 2018 og 2019. Alls var kröfum upp á 1,22 milljarða króna lýst í búið. Viðskipti innlent 27.6.2025 15:30
Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Ársverðbólga eykst um 0.4 prósentustig á milli mánaða og mælist nú 4,2 prósent. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir svo mikla hækkun hafa komið þeim í opna skjöldu. Reikna megi með að stýrivextir verði ekki lækkaðir aftur á þessu ári. Viðskipti innlent 27.6.2025 11:53
Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og stendur nú í 656,5 stigum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 526,8 stig og hækkaði um 0,90 prósent frá maí 2025. Viðskipti innlent 27.6.2025 10:13
Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Húsnæði á Íslandi er almennt verulega vantryggt fyrir bruna og allt of margir láta hjá líða að uppfæra brunabótamat á eignum sínum. Dæmi eru um að fólk sitji eftir með sárt ennið og fái litlar sem engar bætur eftir eldsvoða. Viðskipti innlent 26.6.2025 23:34