Fjalla um Rúnar Má og ást hans á Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 10:30 Rúnar Már Sigurjónsson. Getty/Aude Alcover Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er að fara að spila risastóran leik á morgun þegar hann mætir með liði sínu Astana á Old Trafford í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það vita fleiri en hér á Íslandi að Rúnar Már Sigurjónsson og öll fjölskylda hans eru miklir stuðningsmenn Manchester United. Allur heimurinn ætti að vita það eftir að Rúnar Már Sigurjónsson fór í viðtal hjá vinsæla netmiðlinum The Athletic. Í fyrirsögn greinarinnar um íslenska miðjumanninn er talað um að hann sé frá litlum fiskibæ á Íslandi en eftir að hafa haldið með Manchester United alla sína æfi fái hann nú tækifæri til að mæta hetjunum sínum. The Athletic er áskriftarvefur sem fjallar ítarlega um íþróttir og hefur á síðustu misserum safnað að sér mörgum virtustu íþróttablaðamönnum heimsins. Vinsældir hans hafa aukist mikið síðustu árin en vefurinn var stofnaður í janúar 2016. Rúnar Már talar um ást sína á Manchester United í viðtalinu. Astana lenti í L-riðlinum með United og líka serbneska félaginu Partizan og hollenska félaginu AZ Alkmaar. Manchester United er því í riðli með tveimur Íslendingafélögum því landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson spilar með AZ Alkmaar. Rúnar Már ræðir meðal annar upplifun sína af því þegar hann frétti með hvaða liðum Astana liðið lenit. „Ég sá nafn Manchester United og hugsaði bara vá,“ sagði Rúnar Már við blaðamann The Athletic.Astana's playmaker Runar Sigurjonsson is a lifelong MUFC fan who used to go to matches until being a professional footballer got in the way. I spoke to him for @TheAthleticUKhttps://t.co/SPbA0BaRZI — Andy Mitten (@AndyMitten) September 18, 2019 „Ég sá ekki hver hin tvö liðin í riðlinum voru fyrr en nokkrum klukkutímum síðar. Ég var einn í flugvélinni að hugsa um United en gat ekki talað við neinn,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson sem var þá líklega að fljúga heim til Íslands í síðasta landsliðsverkefni. „Þegar ég lenti loksins þá sá ég hver hin tvö liðin í riðlinum voru. Síminn minn fylltist líka af skilaboðum frá vinum mínum,“ sagði Rúnar Már. „Allir sem þekkja mig vita með hverjum ég held. Flestir vinir minna halda líka með Manchester United,“ sagði Rúnar Már. Rúnar Már fór á kostum með Astana liðinu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló út FC Santa Coloma, Valletta og BATE Borisov. Rúnar Már var með 4 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Rúnar Má hér en þá þarf að vera áskrifandi af The Athletic. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er að fara að spila risastóran leik á morgun þegar hann mætir með liði sínu Astana á Old Trafford í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það vita fleiri en hér á Íslandi að Rúnar Már Sigurjónsson og öll fjölskylda hans eru miklir stuðningsmenn Manchester United. Allur heimurinn ætti að vita það eftir að Rúnar Már Sigurjónsson fór í viðtal hjá vinsæla netmiðlinum The Athletic. Í fyrirsögn greinarinnar um íslenska miðjumanninn er talað um að hann sé frá litlum fiskibæ á Íslandi en eftir að hafa haldið með Manchester United alla sína æfi fái hann nú tækifæri til að mæta hetjunum sínum. The Athletic er áskriftarvefur sem fjallar ítarlega um íþróttir og hefur á síðustu misserum safnað að sér mörgum virtustu íþróttablaðamönnum heimsins. Vinsældir hans hafa aukist mikið síðustu árin en vefurinn var stofnaður í janúar 2016. Rúnar Már talar um ást sína á Manchester United í viðtalinu. Astana lenti í L-riðlinum með United og líka serbneska félaginu Partizan og hollenska félaginu AZ Alkmaar. Manchester United er því í riðli með tveimur Íslendingafélögum því landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson spilar með AZ Alkmaar. Rúnar Már ræðir meðal annar upplifun sína af því þegar hann frétti með hvaða liðum Astana liðið lenit. „Ég sá nafn Manchester United og hugsaði bara vá,“ sagði Rúnar Már við blaðamann The Athletic.Astana's playmaker Runar Sigurjonsson is a lifelong MUFC fan who used to go to matches until being a professional footballer got in the way. I spoke to him for @TheAthleticUKhttps://t.co/SPbA0BaRZI — Andy Mitten (@AndyMitten) September 18, 2019 „Ég sá ekki hver hin tvö liðin í riðlinum voru fyrr en nokkrum klukkutímum síðar. Ég var einn í flugvélinni að hugsa um United en gat ekki talað við neinn,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson sem var þá líklega að fljúga heim til Íslands í síðasta landsliðsverkefni. „Þegar ég lenti loksins þá sá ég hver hin tvö liðin í riðlinum voru. Síminn minn fylltist líka af skilaboðum frá vinum mínum,“ sagði Rúnar Már. „Allir sem þekkja mig vita með hverjum ég held. Flestir vinir minna halda líka með Manchester United,“ sagði Rúnar Már. Rúnar Már fór á kostum með Astana liðinu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló út FC Santa Coloma, Valletta og BATE Borisov. Rúnar Már var með 4 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Rúnar Má hér en þá þarf að vera áskrifandi af The Athletic.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira