Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. mars 2018 06:53 Kim Jong-un er sagður hafa talað afdráttarlaust um að ríki hans myndi stöðva kjarnorkuáætlun sína. Vísir/Getty Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu ríkisins. Haft er eftir ráðherranum, Kang Kyung-wha, á vef Guardian að Suður-Kórea hafi beðið um skýra staðfestingu frá stjórnvöldum Norður-Kóreu um að ríkið myndi stöðva kjarnorkumálaáætlun sína og segir utanríkisráðherrann að Kim sjálfur hafi veitt hana. Tíðindin eru sögð góður undanfari fyrir hugsanlegan fund Norður-Kóreu og Bandaríkjamanna í maí. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrir rúmlega viku síðan að hann ætlaði sér að setjast niður með Kim Jong-un eftir að suður-kóreskir embættismenn lýstu því yfir að leiðtogi hins einangraða ríkis væri opinn fyrir því að hætta þróun kjarnavopna. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt og ritað um fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur síðarnefnda ríkið ekkert tjáð sig opinberlega um málið. Því er ekki enn hægt að fullyrða með vissu hvort af honum verði. Fulltrúar Norður-Kóreu hafa þó verið á faraldsfæti síðustu daga. Erindreki ríkisins átti til að mynda fundi í Finnlandi með Suður-Kóreumönnum og fulltrúum Bandaríkjastjórnar í gærkvöldi. Fyrsta dagskrármál þess fundar er sagt hafa verið fundur Kim og Trump í maí. Að sama skapi var greint frá því fyrir helgi að sendinefnd Norður-Kóreu væri stödd í Stokkhólmi. Þar ræddu sænsk yfirvöld við utanríkisráðherra Norður-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna. Í frétt á vef sænska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að viðræður Svíþjóðar og Norður-Kóreu hafi að mestu snúist um stöðu mála á Kóreu-skaganum. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. 16. mars 2018 08:48 Kalla eftir undirbúningi fyrir viðræður Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu munu hittast í þrijða sinn í næsta mánuði. 16. mars 2018 15:28 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu ríkisins. Haft er eftir ráðherranum, Kang Kyung-wha, á vef Guardian að Suður-Kórea hafi beðið um skýra staðfestingu frá stjórnvöldum Norður-Kóreu um að ríkið myndi stöðva kjarnorkumálaáætlun sína og segir utanríkisráðherrann að Kim sjálfur hafi veitt hana. Tíðindin eru sögð góður undanfari fyrir hugsanlegan fund Norður-Kóreu og Bandaríkjamanna í maí. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrir rúmlega viku síðan að hann ætlaði sér að setjast niður með Kim Jong-un eftir að suður-kóreskir embættismenn lýstu því yfir að leiðtogi hins einangraða ríkis væri opinn fyrir því að hætta þróun kjarnavopna. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt og ritað um fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur síðarnefnda ríkið ekkert tjáð sig opinberlega um málið. Því er ekki enn hægt að fullyrða með vissu hvort af honum verði. Fulltrúar Norður-Kóreu hafa þó verið á faraldsfæti síðustu daga. Erindreki ríkisins átti til að mynda fundi í Finnlandi með Suður-Kóreumönnum og fulltrúum Bandaríkjastjórnar í gærkvöldi. Fyrsta dagskrármál þess fundar er sagt hafa verið fundur Kim og Trump í maí. Að sama skapi var greint frá því fyrir helgi að sendinefnd Norður-Kóreu væri stödd í Stokkhólmi. Þar ræddu sænsk yfirvöld við utanríkisráðherra Norður-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna. Í frétt á vef sænska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að viðræður Svíþjóðar og Norður-Kóreu hafi að mestu snúist um stöðu mála á Kóreu-skaganum.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. 16. mars 2018 08:48 Kalla eftir undirbúningi fyrir viðræður Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu munu hittast í þrijða sinn í næsta mánuði. 16. mars 2018 15:28 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. 16. mars 2018 08:48
Kalla eftir undirbúningi fyrir viðræður Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu munu hittast í þrijða sinn í næsta mánuði. 16. mars 2018 15:28
Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30