Fékk ekki að keppa vegna nóróveirusýkingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. ágúst 2017 10:00 Makwala eftir að hann kom í mark í undanúrslitum 400 m hlaupsins í London. Visir/Getty Ekkert varð af því að Botswana-maðurinn Isaac Makwala fengi að keppa í 400 m hlaupi á HM í frjálsum í London. Hann veiktist í aðdraganda keppninnar og var meinaður aðgangur að leikvanginum þegar hann reyndi að komast inn í gær. Sjá einnig: Magapest gengur um á hóteli íþróttamanna á HM í frjálsum Makwala er einn besti 400 m hlaupari heims og var einna líklegastur til að veita Wayde van Niekerk frá Suður-Afríku samkeppni um gullið. Van Niekerk vann gull í greininni í gærkvöldi og þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum. Forráðamenn Ólympíusambands Botswana voru ekki ánægðir með að Makwala hafi verið meinaður aðgangur í gær. Var það gert af ótta við smithættu en Makwala hafði greinst með nóróveirusýkingu. „Ég verð að treysta mínum læknum. Hlutverk mitt er að passa upp á heilsu allra íþróttamannanna hér. Þessi veira getur breiðst út afar hratt,“ sagði Pam Venning, yfirlæknir Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF), við BBC í gær. Fleira íþróttafólk hafði veikst og sagði hún að öll önnur keppnislið hefðu fylgt reglum um að þeir sem hefðu veikst ættu að vera í einangrun í 48 klukkustundir. Makwala hafði kastað upp aðeins fáeinum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið í gærkvöldi, segir í fréttinni. Fulltrúar keppnisliðs Botswana fullyrtu í gær að þeir hefðu engar skýringar fengið af hverju Makwala fékk ekki að keppa. Enn fremur segja þeir að þeir hafi engin fyrirmæli fengið um að halda Makwala í einangrun og að þeir hafi fyrst heyrt af því að hann fengi ekki að keppa í gegnum fjölmiðla. Forráðamenn IAAF segja það rangt og að fulltrúar Makwala hafi fengið skýr skilaboð í gærkvöldi að hann myndi ekki fá heimild til að taka þátt í hlaupinu. Van Niekerk fagnaði gullinu sínu lítið þegar hann kom í mark í gær. Eftir keppnina harmaði hann ákvörðun IAAF að leyfa Makwala ekki að keppa. „Ég hefði mjög gjarnan viljað að hann hefði fengið tækifæri til að keppa. Ég tel að hann hefði staðið sig mjög vel. Ég vildi óska þess að ég gæti gefið honum medalíuna mína.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Ekkert varð af því að Botswana-maðurinn Isaac Makwala fengi að keppa í 400 m hlaupi á HM í frjálsum í London. Hann veiktist í aðdraganda keppninnar og var meinaður aðgangur að leikvanginum þegar hann reyndi að komast inn í gær. Sjá einnig: Magapest gengur um á hóteli íþróttamanna á HM í frjálsum Makwala er einn besti 400 m hlaupari heims og var einna líklegastur til að veita Wayde van Niekerk frá Suður-Afríku samkeppni um gullið. Van Niekerk vann gull í greininni í gærkvöldi og þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum. Forráðamenn Ólympíusambands Botswana voru ekki ánægðir með að Makwala hafi verið meinaður aðgangur í gær. Var það gert af ótta við smithættu en Makwala hafði greinst með nóróveirusýkingu. „Ég verð að treysta mínum læknum. Hlutverk mitt er að passa upp á heilsu allra íþróttamannanna hér. Þessi veira getur breiðst út afar hratt,“ sagði Pam Venning, yfirlæknir Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF), við BBC í gær. Fleira íþróttafólk hafði veikst og sagði hún að öll önnur keppnislið hefðu fylgt reglum um að þeir sem hefðu veikst ættu að vera í einangrun í 48 klukkustundir. Makwala hafði kastað upp aðeins fáeinum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið í gærkvöldi, segir í fréttinni. Fulltrúar keppnisliðs Botswana fullyrtu í gær að þeir hefðu engar skýringar fengið af hverju Makwala fékk ekki að keppa. Enn fremur segja þeir að þeir hafi engin fyrirmæli fengið um að halda Makwala í einangrun og að þeir hafi fyrst heyrt af því að hann fengi ekki að keppa í gegnum fjölmiðla. Forráðamenn IAAF segja það rangt og að fulltrúar Makwala hafi fengið skýr skilaboð í gærkvöldi að hann myndi ekki fá heimild til að taka þátt í hlaupinu. Van Niekerk fagnaði gullinu sínu lítið þegar hann kom í mark í gær. Eftir keppnina harmaði hann ákvörðun IAAF að leyfa Makwala ekki að keppa. „Ég hefði mjög gjarnan viljað að hann hefði fengið tækifæri til að keppa. Ég tel að hann hefði staðið sig mjög vel. Ég vildi óska þess að ég gæti gefið honum medalíuna mína.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira